Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 10

Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 10
Enn er beðið ráðgefandi álits EFTA-dómstóls- ins á öðru máli. Prófaðu reiknivélina á www.on.is og sjáðu hvað þvottavélin og þurrkarinn nota mikið rafmagn. Við erum heppin að náttúran skuli sjá okkur fyrir meira en nóg af orku til að létta okkur lífið svo um munar. Forsenda þess að við getum farið vel með auðlindirnar og lækkað kostnað er að vita hvað er í gangi og hversu mikla orku raftækin nota að staðaldri. Á on.is er handhæg reiknivél sem auðveldar þér að sundurliða orkunotkun heimilisins og meta kostnaðinn í heild og við einstaka þætti. Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is HVAÐ FER MIKIL ORKA Í ÞVOTTADAGINN?  NeyteNdaláN ekki er baNNað að setja ákvæði um verðtryggiNgu í láNasamNiNga Verðtryggingin ekki í bönnuð í ESB EFTA-dómstóllinn leggur það í hendur íslenskra dómstóla að úrskurða lögmæti verðtryggingar. Ekki er ljóst hvenær niðurstaða þeirra liggur fyrir en gríðarlegir fjármunir eru í húfi. Enn er beðið álits EFTA-dómstólsins á því hvort heimilt sé í neytendalánasamningum að miða við 0% verðbólgu við útreikning lántökukostnaðar. v erðtryggingin er almennt ekki í andstöðu við tilskip-un Evrópusambandsins um ósanngjarna skilmála í neytenda- samningum. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem birt var í gær, fimmtudag. Dóm- stóllinn leggur það í hendur lands- dóms, í þessi tilviki Hæstaréttar, að meta hvort verðtrygging falli inn- an gildissviðs tilskipunarinnar og hvort verðtrygging lánsfjár í neyt- endasamningum teljist ósanngjarn samningsskilmáli. Þá er það niðurstaða EFTA-dóm- stólsins að tilskipun Evrópusam- bandsins takmarki ekki svigrúm EES-ríkis til að ákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyr- irfram ákveðinni vísitölu, á borð við vísitölu neysluverðs, og eftir hvaða aðferðum þær breytingar skuli mældar, að því gefnu að þeim sé lýst með skýrum hætti í samningnum. Íslenskir dómstólar beindu fimm spurningum til EFTA-dómstólsins sem varða túlkun á tilskipuninni. Óskað var eftir álitinu vegna dóms- máls sem er rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf. Gunnar V. Engilbertsson tók verð- tryggt húsnæðislán hjá Glitni upp á 4,4 milljónir árið 2007. Höfuðstóll lánsins hækkaði mikið eftir hrun og hann ákvað að höfða mál til að láta reyna á lögmæti verðtrygging- arinnar. Heildarmálið er þó mun stærra því allir verðtryggðir lánasamning- ar frá árinu 2000 til 2013 eru undir, en heildarupphæð verðtryggðra lána er um 1800 milljarðar. Ný lög um neytendalán tóku gildi í fyrra. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Seðlabanka Íslands vegna álits EFTA-dómstólsins segir: „Dóm- stóllinn leggur það í vald íslenskra dómstóla að taka afstöðu til þess hvort verðtrygging falli innan gild- issviðs tilskipunarinnar og þá að meta hvort verðtrygging lánsfjár í neytendasamningum teljist ósann- gjarn samningsskilmáli.“ Ekki er ljóst hvenær endanleg niðurstaða íslenskra dómstóla mun liggja fyrir. Í áliti EFTA-dómstólsins segir meðal annars að það sé landsdóm- stólsins að meta hvort samnings- skilmála um verðtryggingu af- borgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupum skuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með Allir verðtryggðir lánasamningar frá árinu 2000 til 2013 er undir, en heildarupphæð verð- tryggðra lána er um 1800 milljarðar. Ný lög um neytendalán tóku gildi í fyrra. skýrum og skiljanlegum hætti. „Slíkt mat verður að taka mið af nákvæmu orðalagi viðeigandi samningsskilmála og öllum öðrum aðstæðum ... auk ákvæða landsréttar um verðtryggingu,“ segir þar. Verði endanleg niðurstaða sú að verðtryggð neytendalán teljist ógild og hvort endurreikna eigi lánin getur það leitt til þess að leiðréttingar á verð- tryggðum húsnæðislánum verði meiri en þær leiðréttingaraðgerðir sem ríkis- stjórnin hefur boðað. Enn er beðið ráðgefandi álits EFTA- dómstólsins á öðru máli sem héraðs- dómur Reykjavíkur vísaði til hans tveimur mánuðum seinna en máli Gunnars. Þar var einni spurningu bætt við sem snýst um hvort lánveitanda sé heimilt að miða við 0% verðbólgu í lána- samningi þegar heildarlántökukostn- aður er reiknaður út. Samkvæmt nýjum íslenskum lögum um neytendalán sem tóku gildi á síðasta ári er ekki lengur miðað við 0% heldur ársverðbólgu síð- ustu 12 mánuði. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 10 fréttir Helgin 29.-31. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.