Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 19

Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 19
Uppskriftir á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA bökuð sítrus- ostakaka Þessi er virkilega fersk og skemmtileg. Hér er hugmynd: skiptu út 18% sýrðum rjóma fyrir nýja 36% sýrða rjómann og berðu hana fram með smá slettu af 36% rjómanum. Það verður enginn svikinn af því. NÝTT tækjum og einstaklingum en að- stoðin hefur fjarað smátt og smátt út. En nú ætlum við að fara af stað með þessa söfnun á Karolina Fund þar sem við biðjum um lágmarks- upphæð til að fleyta okkur áfram. Vonandi fáum við jákvæð viðbrögð við því. Við tókum þá ákvörðun í fyrra að geyma aðeins dagdvölina og einbeita okkur að lokuðu deild- unum til að geta haldið áfram. Fólkið á dagdeildunum getur þó allavega eitthvað dundað sér og farið í göngutúra á meðan fólkið á lokuðu deildunum gerir mest lítið. Þau geta ekki einu sinni farið út því þau geta verið allt að þrjá daga að jafna sig ef þau skipta um umhverfi og þess vegna er alveg nauðsynlegt að koma til þeirra með sönginn.“ Söngurinn kemur í stað lyfja Lokuðu deildirnar eru um 25 tals- ins og Stefán Helgi mætir tvisvar í viku á þær allar. Hann syngur í hálftíma í senn á hverjum stað og þetta gerir Stefán Helgi allt í sínum eigin frítíma eftir vinnu, en hann starfar sem söngvari og kennari. „Þetta er ekkert nema dásamlegt. Það er ómetanlegt að sjá viðbrögð fólksins þegar það heyrir og kannast við gömlu góðu íslensku lögin. Sumir meira að segja raula með.“ Stefán segir mikla vakningu hafa átt sér stað síðastliðin ár og að fólk sé orðið sífellt meðvitaðara um gildi söngsins fyrir heilsu fólks með minnissjúkdóma. „Læknar sem hafa komið og fylgst með þessum söngstundum okkar tala um það hversu hamingjusamt fólkið er í langan tíma eftir að við förum út. Þau eru kátari og eiga auð- veldara með að sofna á kvöldin. Eins var okkur sagt af starfsfólki að það væri senni- lega hægt að spara helling í lyfjakostnað kæmum við þrisvar í viku að gleðja fólkið.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is viðtal 19 Helgin 29.-31. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.