Fréttatíminn - 29.08.2014, Qupperneq 24
Þ
að eru að verða 20 ár
síðan Þóra útskrifaðist
sem óperusöngkona úr
Guildhall School of Music
and Drama í London. „Ég
var bara 23 ára þegar ég útskrifaðist
og var yngsti nemandinn sem hafði
nokkurn tímann útskrifast þaðan, svo
ég byrjaði mjög snemma,“ segir Þóra.
„Þá var þetta 2 ára nám og ég hætti
fyrr þar sem mér bauðst samningur
við Glyndebourne óperuna í Eng-
landi, og sleppti síðustu önninni.
Þeir komu í skólann eins og þeir
gera til þess að leita að söngvurum
og fiskuðu okkur út, við vorum tvær.
Skólinn leit bara á það sem heiður
svo það var ekkert vandamál. Ég var
eitt tímabil hjá þeim og í framhald-
inu um sumarið hjá Glyndebourne
Touring Opera sem ferðaðist um og
sýndi óperur í húsum í Bretlandi.
Ég var mikið í Bretlandi í 3-4 ár eftir
skólann, starfaði við ENO, Opera
North, Welsh National Opera og
Opera Factory og söng á fjölmörgum
tónleikum í tónleikasölum á borð við
Royal Albert Hall, Royal Festival Hall
í London. Við fórum til Svíþjóðar í
tvö ár, en þar var maðurinn minn á
samningi við óperuhúsið í Malmö, og
ég söng líka þar. Eftir Svíþjóð fórum
við svo til Þýskalands þar sem ég hef
starfað mikið síðan. Við höfum verið
meira og minna erlendis í næstum
18 ár.“
Eiginmaður Þóru er Björn Ingiberg
Jónsson óperusöngvari og fluttu
þau aftur heim með synina tvo fyrir
stuttu.
„Mér hefur þótt erfitt að svara
spurningum um hvar við séum, því
höfum alltaf verið á flakki, en núna
finnst mér ég geta sagt að við séum
komin heim.“
Samkeppni og hark
Óperusöngvarastarfið er erfitt starf
og ekki allir sem gera sér grein fyrir
kröfunum sem á söngvara eru lagðar.
Hér á landi er ekki rík óperuhefð
ennþá, og ekki á allra vitorði á hvaða
stærðargráðu íslenskir söngvarar eru
að vinna í erlendum óperuhúsum.
„Það er gríðarleg samkeppni og
hark. Það er hægt að eiga margskon-
ar starfsframa á þessum vettvangi.
Það er hægt að vera fastráðin í óperu-
húsi, ég prófaði það í 7 ár í Wiesbaden
í Þýskalandi. Þá er maður í svipuðu
umhverfi og fastráðinn leikari í Þjóð-
leikhúsinu. Maður tekur hvert hlut-
verkið á fætur öðru og oft mörg í
einu. Æfingar á morgnana og sýning-
ar á kvöldin. Töfraflautan eitt kvöld,
Leðurblakan næsta og La Boheme
hinn daginn. Það gengur bara þannig
hvert ár. Það er gríðarleg reynsla og
maður verður fljótt mjög sjóaður í
þeim aðstæðum. Oft er manni hent
bara inn í einhverja sýningu, fær upp-
færsluna á spólu og lærir hlutverkið,
fær kannski eina æfingu og svo er
bara sýning. Ekkert væl,“ segir Þóra
og brosir.
„Svo er hægt að ráða sig bara í eitt
verkefni í einu. Þá er æfingatímabil,
svo eru 6-8 sýningar og þá er verk-
efnið bara búið. Þannig vinna margir
og þurfa því að ferðast mikið. Það
er allt öðruvísi vinna, en að mínu
mati eru oft meiri gæði í þeim upp-
færslum, en það er allur gangur á því
eins og hinu.“
Kennsla við Listaháskólann
Sérðu fyrir þér að geta unnið hérna
heima af fullum krafti sem óperusöng-
kona, býður óperuheimurinn á Íslandi
upp á það?
„Það er ekki nóg að gera hér ef
maður ætlar að standa á óperusviði
allan daginn, það er ekki pláss fyrir
alla í því. Það eru ekki það margar
uppfærslur og ekki það margar
sýningar, en það er margt annað
sem hægt er að gera. Það er hægt að
syngja með kórum, ljóðatónleika og
við ýmis tækifæri svo það eru alltaf
einhver verkefni. Þetta er samt allt
annar veruleiki, vissulega.“
Þóra mun í haust feta nýja braut
þegar hún tekur stöðu kennara við
Listaháskólann. Hún hlakkar mikið
til þess að takast á við það verkefni.
„Það er frábær orka í Listaháskól-
anum, allt fullt af skapandi og hæfi-
leikaríku ungu fólki. Skólinn er enn
í mótun en hefur náð ótrúlegum
árangri á skömmum tíma sem æðsta
menntastofnun á sviði lista í landinu.
Líka á alþjóðlegum mælikvarða. Það
er gríðarlega spennandi. Ég finn að
ég er tilbúin að gefa af mér og langar
að hafa áhrif á menntunarumhverfið
og leggja mitt af mörkum og ég er
mjög spennt.“
Barneignir engin fórn
Þóra er tveggja barna móðir og í
starfi listamannsins er oft ekki gefið
svigrúm til þess að stofna fjölskyldu.
Er erfiðara fyrir söngkonuna að fara
upp metorðastigann eða er til eitt-
hvað sem heitir fæðingarorlof þegar
listin er annars vegar?
„Ég held að þetta sé bara allt
saman mjög eðlilegt því gildismatið
breytist. Maður hugsaði kannski
áður en maður eignast börn, hvernig
á ég að fara að því? Hvernig verður
þetta og hvaða fórnir þarf ég að færa?
En um leið og barn kemur í heiminn
þá breytist öll afstaða manns og þá
eru þetta engar fórnir. Ég held að það
sé í þessum bransa eins og öðrum að
maður er bara að lifa lífinu, fólk er
alltaf að vega og meta áherslurnar í
lífinu og maður er ekki bara óperu-
söngkona, ég er líka Þóra.“
Þóra eignaðist synina tvo, þá Einar
og Jón, þegar hún var á samningi í
Þýskalandi og hjálpaði það mikið til
að vera fastráðin á þeim tíma.
„Það var auðvitað afar hentugt.
Ég fékk mitt leyfi og í Þýskalandi er
mjög vel séð um allt fyrir mann sem
snýr að réttindum og taka þetta mjög
alvarlega. Maður fær sitt frí og kemur
svo aftur inn í starfið eins og ekkert
hafi í skorist. Það er tekið tillit til
alls þessa þarna úti, eins og það á að
vera.“
Víóletta eitt af stóru hlutverk-
unum
Þóra er í fyrsta sinn að syngja hlut-
verk Víólettu í La Traviata og finnst
þetta vera rétti tíminn til þess að
takast á við það.
„Þetta er eitt af stóru hlutverk-
unum fyrir sópransöngkonur og í
hreinskilni sagt var ég ekkert búin
að bíða eftir því að syngja þetta hlut-
verk. Mig hafði einhvern veginn
aldrei dreymt um það. Ég veit ekki
af hverju, en mér fannst mjög lengi
eins og þetta mundi ekki henta mér
svo hef ég alltaf verið mjög passasöm
að taka ekki að mér eitthvað of stórt,
eða ekki alveg í mínu fagi. Á meðan
ég var í Þýskalandi þurfti ég alltaf að
passa mikið upp á það og það er viss
hætta með unga söngvara að ráðast
of snemma í of stór hlutverk. Það er
oft þannig að stóru húsin vilja nýta
fólkið eins mikið og hægt er og eru
ekkert að spá í það hvort söngvarar
brenni fljótt upp, þá ráða þeir bara
einhverja nýja. Svo ég passaði mig
og afþakkaði freistandi hlutverk,
líka með það í huga að einbeita mér
frekar að einu hlutverki í einu. Þegar
Garðar bauð mér að syngja þetta þá
sló ég til. Núna finnst mér eins og ég
geti þetta segir,“ Þóra og hlær.
Garðar Cortes, skólastjóri og stofn-
andi Söngskólans í Reykjavík, mun
stjórna þessari tónleikauppfærslu La
Traviata og segir Þóra hann ennþá
vera skólastjórann sinn, í huganum.
„Ég byrjaði í söngskólanum 16 ára
hjá Ólöfu Kolbrúnu og maður verður
einhvernveginn alltaf að skólastelpu
Flutt heim og tilbúin að miðla af reynslunni
Þóra Einarsdóttir
hefur verið ein
afkastamesta
óperusöngkona
þjóðarinnar síðustu
20 ár. Þóra þreytti
frumraun sína að
námi loknu við
Glyndebourne
Festival Opera árið
1995. Hún steig þó
fyrst á svið Íslensku
óperunnar aðeins
18 ára gömul í
litlum hlutverkum
í Rigoletto og í
Töfraflautunni. Auk
Íslensku óperunnar
hefur Þóra sungið
hlutverk í Ensku
þjóðaróperunni,
Wiesbaden,
Nürnberg, Berlín,
Basel, Salzburg,
Bologna, Malmö,
Prag, Genf og
Lausanne. Þóra
söng nýverið aðal-
hlutverkið í íslensku
óperunni Ragnheiði
og ætlar núna
í september að
takast á við hlut-
verk Víólettu í La
Traviata. Þóra er
flutt heim og alsæl
með það.
Framhald á næstu opnu
Vióletta í La Travíata er eitt af stóru hlutverkunum fyrir óperusöngkonur. Þegar
Garðar Cortes bauð mér að syngja þetta þá sló ég til, segir, Þóra Einarsdóttir
óperusöngkona. Hún er flutt heim eftir langa vist ytra. Ljósmyndir/Hari
24 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014