Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 29.08.2014, Qupperneq 30
MÚSIKEGGIÐ tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það. Þú setur það með eggjunum í pottinn við suðu, og þegar eggin eru linsoðin heyrist: „Killing me softly“ og harðsoðin: „Final Countdown“ Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 www.minja.is • facebook: minja K raftaverk Bráðnauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja hafa eggin sín rétt soðin :-) Músikeggin (EggStream) er samstarfsverkefni þýska hönnunarteymisins „Brain Stream“ Verð aðeins 5.500 kr. Elín Arnar nýtur lífsins í Brighton ásamt dætrum sínum, Bryndísi Örnu 9 mánaða og Mínervu Ísold 5 ára. Æfir strandblak í Brighton Elín Arnar er hætt sem ritstjóri MAN og nýtur fæðingarorlofsins í Brighton. Hún eignaðist stúlkuna Bryndísi Örnu á gamlársdag og dvelur á Englandi ásamt Bryndísi og eldri dóttur sinni, Mínervu Ísold. Hún er í fyrsta sinn á ævinni byrjuð að æfa strandblak og er að koma sér í form á „Brightonkúrnum“. Elín var áður ritstjóri Vikunnar í um átta ár, fannst tími til kominn að breyta til og rær á ný mið þegar hún kemur aftur til Íslands. É g hef ritstýrt blaði í dágóðan tíma þannig að það blundar í mér að takast á við eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Elín Arnar sem er hætt sem ritstjóri MAN magasín en áður hafði hún rit- stýrt Vikunni í um átta ár. Elín er ein af stofnendum MAN magasín sem fagnar árs afmæli um þessar mundir og ritstýrði hún því fyrstu mánuðina, áður en hún fór í fæðingarorlof, ásamt Björk Eiðsdóttur. Elín og Björk störfuðu um árabil saman hjá útgáfu- félaginu Birtíngi en Elín heldur hlut sínum í félaginu Mantra sem gefur út MAN magasín þó hún láti af störfum sem ritstjóri. Elín eignaðist stúlkuna Bryndísi Örnu á gamlársdag og í sumar söðlaði hún um ákvað að dvelja í Brighton á Englandi þar til dóttirin kemst inn í leikskóla á Íslandi sem væntanlega verður eftir ár. „Ég var búin að vera með annan fótinn hér í Brighton í fæð- ingarorlofinu. Ég þekki vel til, á hér bæði ættingja og vini. Satt að segja var ég líka komin með smá leið á því að labba upp og niður Laugaveginn með barnavagninn, að Laugaveginum ólöst- uðum. Stundum er bara gott að breyta til. Það er virkilega góð aðstaða hér til að vera með börn. Mikið um stóra leik- velli og garða til að njóta stundar með börnunum,“ segir hún. Knúsar litlu systur Fyrir átti Elín dótturina Mínervu Ísold sem er fimm ára en hún fer í enskan skóla á meðan þær mæðgur eru úti. „Mig langaði að hún myndi læra ensku. Hér byrja börnin fjögurra ára í skóla og hún á eflaust eftir að vera orð- in mjög góð í ensku þegar við komum aftur heim. Þau eru svo fljót að læra og tileinka sér tungumál á þessum aldri.“ Bryndís Arna er nefnd í höfuðið á báðum foreldrum Elínar og segir hún það hafa verið hugmynd barnsföður síns. „Ég gat auðvitað ekki neitað því, þótt sjálf hafi ég verið með aðrar hug- myndir,“ segir hún hlæjandi en móðir hennar heitir Bryndís og faðir hennar Örn. „Gamlársdagur er góður dagur til að koma í heiminn. Bryndís Arna er al- gjör draumur og bræðir alla í kringum sig með stóra fallega brosinu sínu. Hún tekur lífinu með svo mikilli ró og er alltaf svo glöð. Það gengur alveg ótrúlega vel hjá okkur,“ segir hún en Mínerva Ísold er ekki síður ánægð með að eiga nú litla systur. „Hún elsk- ar að vera stóra systir og er mjög stolt af systur sinni. Erfiðast finnst henni samt að hemja sig í að knúsa hana ekki of fast því hún elskar hana svo mikið,“ segir Elín kómísk. Með margt á prjónunum Elín unir sér vel í Brighton, borgin stendur við ströndina og þar er fjöl- breytilegt menningarlíf. „Hér er allt til alls en borgin er mun smærri og auð- veldari en London,“ segir hún. Það var sannarlega ekki planað að setjast þar að tímabundið. „Ég hef oft komið hing- að í gegnum tíðina. Ég kom í heimsókn hingað í sumar og leið bara svo vel. Ég kem ekki til með að eignast barn aftur og því ákvað ég að lengja fæð- ingarorlofið mitt og eyða því hér með stelpunum mínum.“ Hún er þegar byrjuð að undirbúa þau verkefni sem taka við eftir fæðingarorlof en verður afar leyndardómsfull þegar talið berst að þeim. „Það er mjög margt sem ég er með í deiglunni, bæði tengt fjölmiðlum og svo ekki. Sjáum til hvað verður fyrst til að líta dagsins ljós,“ segir hún en það er enn ekki komið á hreint hvort hún ætlar bara að einbeita sér að Íslandi eða stærri markaði. „Ég verð að viðurkenna að það kitlar að prófa stærri markað. Það er svo margt sem mig hefur langað að gera í gegnum tíðina en fallið frá þar sem Ísland er svo lítill mark- aður. Það er samt ótrúlegt hvað það er mikil framkvæmdagleði heima þrátt fyrir það og getum við Íslendingar verið stoltir af því.“ Elín viðurkennir að það hafi í fyrstu verið erfitt að fara frá MAN magasín en hún var ólétt þegar þær komu því á laggirnar. „Nú er ég bara komin á fullt í barnaupp- eldi og við erum bara þar núna. Ég nýt lífsins og er í fyrsta skipti á ævinni byrjuð að æfa strandblak. Það er virkilega gaman og mun skemmtilegri leið til að koma sér í form en að mæta í ræktina. Svo eru hæðirnar hér í Brighton vel til þess fallnar að þvinga mann í form þegar maður stundar bíllausan lífsstíl, þannig að ég er mjög spennt að sjá hvað Brightonkúrinn kemur til með að gera fyrir mig.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ég kem ekki til með að eignast barn aftur og því ákvað ég að lengja fæð- ingarorlofið mitt. 30 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.