Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 32

Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 32
SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 – fyrst og fre mst ódýr! 36%afsláttur 149kr.stk. Verð áður 235 kr. st k. Krónubrauð stórt o g gróft Hámark 5 brauðá mann meðan birgðir endast! WWW.LEIKHUSID.IS M eðlimir Stuðmanna starf-ræktu á sama tíma hljóm-sveitirnar Spilverk þjóð- anna og Þursaflokkinn, sem voru þó ólíkar Stuðmönnum. Á plötunni Tívolí fengu höfundarnir að leika lausum hala eins og átti eftir að verða einkenni Stuðmanna. Það eru fáar hljómsveitir sem hafa eins mik- ið leyfi og Stuðmenn að setja saman plötur af eins mörgum ólíkum stíl- um og lögin eru mörg. Stuðmenn létu sér yfirleitt fátt um finnast hvað strauma og stefnur varðaði á hverj- um tíma. Tívolí er tekin upp þegar Pönkið er að ryðja sér til rúms og kom platan því eins og skrattinn úr sauðarleggnum á sínum tíma. Jak- ob, Valgeir, Egill og Sigurður Bjóla sýndu á þessari plötu að þeir eru með sterkari laga- og textasmiðum sem hafa prýtt íslenska dægurlagasögu. Lög eins og Frímann flugkappi, Hveitibjörn, Hr. Reykja- vík og Í mýrinni lifa enn góðu lífi í dag, tæpum 40 árum síðar. Margir íslenskir tónlistarmenn urðu fyrir miklum áhrif- um af Stuðmönnum og þá helst Tívolí. Hér fáum við álit nokkurra sem enn þann dag í dag setja Tívolí reglu- lega á fóninn. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ísland er Tívolí Árið 1976 kom út önnur plata hljómsveitarinnar Stuðmanna, Tívolí. Árinu áður hafði fyrsta plata sveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, komið út og á þeim tíma komu meðlimirnir fram með grímur og enginn vissi hverjir skipuðu þessa galsa- fullu sveit sem stofnuð hafði verið stuttu áður á göngum Menntaskólans við Hamrahlíð. Á Tívolí var þó búið að svipta hulunni af meðlimum og flest nöfnin á allra vörum. Sköpunargleðin með eindæmum Hljómplatan Tívolí hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér eins og reyndar flest það sem meðlimir Spilverks og Stuðmanna létu frá sér á unglingsárum mínum. Það er sama hvert litið er þegar þessi mann- skapur er annars vegar, hugmynda- flugið og sköpunargleðin á milli ca. 1974-1982 er með eindæmum. Sumar á Sýrlandi er fyrsta breiðskífa Stuð- manna og algjörlega frábær, uppfull af smellum og skemmtilegheitum og húmorinn allsráðandi. Á Tívolí er kersknin auðvitað á sínum stað en undirtónninn er grafalvarlegur með ádeilu á stríðsbrölt, einkahags- munapot og fleira. Spilverksmenn koma sterkir inn í lagasmíðunum og það er meira um raddsetningar en á Sýrlandsplötunni. Þórður Árnason er líka frábær á þessari plötu (eins og alltaf reyndar). Í stórum hring móti sól er mitt uppáhaldslag á plötunni. Jón Ólafsson tónlistarmaður Tívolí Stuðmanna kom út árið 1976 og var önnur plata sveitarinnar. 32 tónlist Helgin 29.-31. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.