Fréttatíminn - 29.08.2014, Qupperneq 33
Dala Feta er vinsæll í salöt og
sem snarl með ólífum. Hann er
skemmtileg viðbót á ostabakkann
og tilvalinn í ofnbakaða rétti og
á pizzur.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
ms.is
Dala Feta
fyrir þá sem
gera kröfur
Hljóðfæraleikur
með því besta sem
gerist
Tívólí hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi
hjá mér og er sú Stuðmannaplata sem ég
hlustaði hvað mest á.
Það sem mér finnst svo skemmtilegt við
hana er fjölbreytni laganna. Þar er til
dæmis popplagið Bíólagið sem er einna
þekktasta lagið af plötunni en svo stekkur
platan í lög á borð við Í mýrinni sem er
instrumental (sönglaust) lag með miklum
djass- og fusionáhrifum og Draugaborgin
sem er afskaplega leikrænt lag á köflum
í kabarett stíl. Hljóðfæraleikur á plötunni
er með því besta sem gerist og þetta
var síðasta plata Sigurðar Bjólu með
sveitinni og hann er mér mikil fyrirmynd í
söng og röddum. Lagið Speglasalur, sem
hann syngur, er skemmtileg, kántrískotin
lagasmíð. Textarnir á plötunni eru mynd-
ríkir og skemmtilegir. Eiginlega lítil saga í
hverju lagi.
En yfir heildina er þetta skemmtilegt
koncept-plata sem stenst tímans tönn
mjög, að mér finnst.
Pétur Örn Guðmundsson
tónlistarmaður
Nær tíðaranda áttunda áratugarins
Tívolí er plata sem einkennist af ótrúlegum
metnaði og sköpunar- og spilagleði. Þar ægir öllu
saman. Íslenskri revíutónlist, framúrstefnulegu
rokki, dönskum hallærisskap, heimspekilegum
hippum og bítlapoppi. Hún sameinar allt það
besta sem finna má í þessum mannskap, Stuð-
mönnum, Þursum, Spilverki og Jack Magnet.
Hún er algjörlega sundurlaus og skitsófrenísk,
en samt svo dásamlega heildstæð. Þrátt fyrir
allt glensið er grafalvarlegur undirtónn og tregi.
Það er einhver Fellínískur dauðatregi og tragedía
sem heyra má í lagi eins og Í mýrinni. Tívolí er
nefnilega ein stór minningargrein. Þarna er
súrrealískur draugagangur, pólitík og íslensk
skemmtanamenning. Hún hendir upp tíðaranda
áttunda áratugarins, Íslandi sem útjöskuðu
tívolíi þar sem allir reyna að gera sitt besta til þess
að skemmta sér þrátt fyrir vont veður, biðraðir og
ónýtar karamellur. Lögin hafa lúmskar tilvísanir.
Skotbakkarnir geta alveg eins verið í Víetnam, Í
Vatnsmýrinni og Gullna hliðið geta eins verið bið-
raðir og endastöðvar lífsins. Flagarinn Frímann,
Hveiti-Björn, Fjallkonan, Gunnar og Geir eru ljós-
lifandi og sígildar persónur sem finna má á hverju
götuhorni í Reykjavík. Þetta er konsept-plata, Ziggy
Stardust fyrir sjö ára. Á meðan Sýrlandið fjallar
um sukk, dóp og fyllirí er þetta plata um íslenskt
þjóðfélag sem er á fallandi fæti, en samt uppfullt af
bjartsýni, gleði og dirfsku. Ísland er Tívolí.
Freyr Eyjólfsson
dagskrárgerðarmaður og tónlistarmaður
tónlist 33 Helgin 29.-31. ágúst 2014