Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 29.08.2014, Qupperneq 38
Garry ásamt Ellu Kliefstrom frá Svíþjóð, sem kom með í síðustu ferð, og Guðmundi Magnússyni sem ætlar í þá næstu í janúar. Bílinn keypti Garry á Ebay og gerði hann sjálfur upp. Ljósmynd/Hari Allsber í sjónum og grillað við varðeld Garry Taylor keyrði síðastliðinn vetur, ásamt 15 manna föruneyti, gamlan hertrukk 20.000 kílómetra leið frá Reykjavík til Höfðaborgar. Hann segir alla ferðina hafa verið eitt stórt ævintýri en bestu minningarnar tengjast ósnertum ströndum Gana og frumskógum Gabon. É g fór í fyrsta sinn til Afríku fyrir 20 árum. Síðan hafði mig hafði alltaf langað að skipuleggja svona langa ferð sjálfur,“ segir Garry Taylor sem í vetur leggur í sína aðra ferð langferð til Afríku frá Íslandi, en hann hafði verið á ferðalagi í fjórtán ár áður en hann varð ástfanginn og settist að hér á landi. Ferðin er farin á risatrukknum hans sem tekur að hámarki 15 manns. Siglt er frá Seyðisfirði til meginlandsins með viðkomu í Færeyjum. Frá Danmörku er ekið niður alla Evrópu, svo er siglt yfir til Marokkó þaðan sem stefnan er tek- in á Höfðaborg, meðfram vesturströnd Afríku. 20.000 kílómetrar og 20 lönd á sex mánuðum. „Ég hef ferðast töluvert um Afríku og veit hvaða svæði eru mest spennandi. Austur- ströndin heillar mig ekki því hún er yfirfull af skipulögðum túristasvæðum. Við förum vestur- ströndina því hún er enn óspillt og býður því upp á meiri upplifun og ævintýri. Svo er hægt að tjalda næstum hvar sem er.“ Eins og að ferðast til steinaldar Garry segir ferðina alls ekki vera hættulega þó vissulega séu meiri líkur á hættum en á fjöl- mennum túristastöðum. „Það er alltaf hægt að lenda í hættum allsstaðar. En við ætlum samt að breyta aðeins ferðinni núna til að forðast þau svæði þar sem ebóla hefur komið upp. En ef eitthvað kemur upp þá getum við alltaf breytt ferðinni því við erum mjög sveigjanleg.“ Í síðustu ferð voru fimmtán farþegar, allir á aldrinum 20 til 40 ára, flestir frá Íslandi en restin kom allsstaðar að úr heiminum. Gary á ótrúlegar minningar úr ferðinni og nefnir nokkra staði sem heilluðu hann sérstaklega. „Í eyðimörkinni í Marokkó eyddum við töluverð- um tíma í tjaldbúðum Bedúína og í yfirgefinni gamalli franskri herstöð, það var mögnuð upp- lifun. Það var líka gaman að heimsækja höfuð- borgir, Gana, Tógó og Benín og fara á mark- aðina og taka þátt í Vodoo-athöfnum. Í Gana fundum við ótrúlega fallega, algjörlega óspillta strönd þar sem við tjölduðum í nokkra daga, syntum í allsber í sjónum og grilluðum geitur við varðeld á kvöldin. Að sofa í tjaldi í frumskógum Gabon stendur þó algjörlega upp úr. Það var eitthvað alveg sérstakt við að hlusta á frumskóginn og apana sem hoppuðu yfir tjöldin á meðan við vorum að sofna. Þetta var algjörlega frábær ferð í alla staði. Okkur leið oft eins og við værum komin aftur til steinaldar, það er svo mikil ósnert náttúra á leiðinni þar sem engin merki eru um manninn. Við keyrðum um ótrúlega vegi, illa farna og einangraða svo það var eins gott að við vorum á almennilegum bíl. Eitt það besta við ferðina er að þurfa ekki að nota rafmagn, sleppa farsímanum og tölvunni og bara upplifa. Það eina sem þú þarft að hugsa um er að borða, sofa og njóta þess sem fyrir augu ber.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 38 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.