Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 40

Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 40
Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA A ð loknu doktorsnámi í tölvunarfræði frá tæknihá-skóla í Tókýó árið 2009 velti Arnar Jensson því vel fyrir sér hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. Hvort hann ætti að starfa í banka, við rannsóknir eða jafnvel að verða frumkvöðull. Arnar valdi síðast- nefnda kostinn og sér ekki eftir því. Eftir um tveggja ára undirbún- ingsvinnu stofnaði hann fyrirtækið Cooori árið 2011 ásamt Þorsteini Gunnarssyni, Birni Kristjánssyni og nokkrum fleirum. Fyrirtækið sérhæfir sig í tungumálakennslu á netinu með byltingarkenndum nýj- ungum og notkun á gervigreind. Eftir þrotlausa vinnu er Cooori komið á flug og fjöldi notenda eykst jafnt og þétt. Í lok síðasta árs vann fyrirtækið frumkvöðlakeppnina Japan Night, sem er ein sú stærsta sem haldin er í Japan. Starfstöðvar Cooori eru í Tókýó, Reykjavík og í Kaliforníu. Slakur námsárangur kveikti hugmyndina Arnar ólst upp í Hlíðunum og gekk í Hlíðaskóla og Menntaskólann við Hamrahlíð. Með námi í rafmagns- verkfræði við HÍ starfaði hann hjá Skýrr, Dímon og einnig sem tölv- unarfræðikennari í Verslunarskól- anum. Eftir útskrift árið 2001 hélt hann svo áfram vinnu hjá sprota- fyrirtækinu Dímon í tvö ár og seg- ir hann áhugann á að verða frum- kvöðull hafa kviknað þar. Hrein tilviljun réð því svo að hann fór til Tókýó í meistara- og doktorsnám. „Ég hafði farið í námsferð til Japans þegar ég var í verkfræðinni í HÍ og sá svo auglýsingu um styrk til náms frá japanska menntamálaráðuneyt- inu í Mogganum. Upphaflega ætl- aði ég bara að vera í Japan í nokkra mánuði en líkaði svo vel við aðstöðu og starfsfólk við Tokyo Institute of Technology að ég var þar við nám í sex ár,“ segir hann. Allan náms- tímann í Japan fékk Arnar styrk frá japönskum yfirvöldum og er þeim afar þakklátur. „Þetta eru sennilega á milli tuttugu og þrjátíu milljónir sem japanska ríkið eyddi í mig. Von- andi er ég nú að skila einhverju af Umbyltir tungumálanámi Arnar Jensson frumkvöðull hefur búið í tækniborginni Tókýó síðastliðin 11 ár. Eftir að hafa gengið frekar illa í japönskunámi þróaði hann hugbúnað sem felur í sér byltingarkenndar nýjungar í tungumálanámi. Hann stofnaði fyrirtækið Cooori og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Í viðskiptalífinu í Japan þýðir ekki annað en að haga sér eins og Japani og er hann búinn að fá góða þjálfun í hneigingum og afhendingum nafnspjalda. Arnar Jensson, doktor í tölvunarfræði og frum- kvöðull, stofnaði fyrir- tækið Cooori árið 2011. Nú þegar eru hundruð þúsunda sem nýtt hafa sér afurðir þess við tungumálanám. Myndin er tekin í Shibuya hverfi í Tókýó, á einni fjölförn- ustu gangbraut í heimi. Ljósmynd/Richard Grehan 40 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.