Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 40

Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 40
Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA A ð loknu doktorsnámi í tölvunarfræði frá tæknihá-skóla í Tókýó árið 2009 velti Arnar Jensson því vel fyrir sér hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. Hvort hann ætti að starfa í banka, við rannsóknir eða jafnvel að verða frumkvöðull. Arnar valdi síðast- nefnda kostinn og sér ekki eftir því. Eftir um tveggja ára undirbún- ingsvinnu stofnaði hann fyrirtækið Cooori árið 2011 ásamt Þorsteini Gunnarssyni, Birni Kristjánssyni og nokkrum fleirum. Fyrirtækið sérhæfir sig í tungumálakennslu á netinu með byltingarkenndum nýj- ungum og notkun á gervigreind. Eftir þrotlausa vinnu er Cooori komið á flug og fjöldi notenda eykst jafnt og þétt. Í lok síðasta árs vann fyrirtækið frumkvöðlakeppnina Japan Night, sem er ein sú stærsta sem haldin er í Japan. Starfstöðvar Cooori eru í Tókýó, Reykjavík og í Kaliforníu. Slakur námsárangur kveikti hugmyndina Arnar ólst upp í Hlíðunum og gekk í Hlíðaskóla og Menntaskólann við Hamrahlíð. Með námi í rafmagns- verkfræði við HÍ starfaði hann hjá Skýrr, Dímon og einnig sem tölv- unarfræðikennari í Verslunarskól- anum. Eftir útskrift árið 2001 hélt hann svo áfram vinnu hjá sprota- fyrirtækinu Dímon í tvö ár og seg- ir hann áhugann á að verða frum- kvöðull hafa kviknað þar. Hrein tilviljun réð því svo að hann fór til Tókýó í meistara- og doktorsnám. „Ég hafði farið í námsferð til Japans þegar ég var í verkfræðinni í HÍ og sá svo auglýsingu um styrk til náms frá japanska menntamálaráðuneyt- inu í Mogganum. Upphaflega ætl- aði ég bara að vera í Japan í nokkra mánuði en líkaði svo vel við aðstöðu og starfsfólk við Tokyo Institute of Technology að ég var þar við nám í sex ár,“ segir hann. Allan náms- tímann í Japan fékk Arnar styrk frá japönskum yfirvöldum og er þeim afar þakklátur. „Þetta eru sennilega á milli tuttugu og þrjátíu milljónir sem japanska ríkið eyddi í mig. Von- andi er ég nú að skila einhverju af Umbyltir tungumálanámi Arnar Jensson frumkvöðull hefur búið í tækniborginni Tókýó síðastliðin 11 ár. Eftir að hafa gengið frekar illa í japönskunámi þróaði hann hugbúnað sem felur í sér byltingarkenndar nýjungar í tungumálanámi. Hann stofnaði fyrirtækið Cooori og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Í viðskiptalífinu í Japan þýðir ekki annað en að haga sér eins og Japani og er hann búinn að fá góða þjálfun í hneigingum og afhendingum nafnspjalda. Arnar Jensson, doktor í tölvunarfræði og frum- kvöðull, stofnaði fyrir- tækið Cooori árið 2011. Nú þegar eru hundruð þúsunda sem nýtt hafa sér afurðir þess við tungumálanám. Myndin er tekin í Shibuya hverfi í Tókýó, á einni fjölförn- ustu gangbraut í heimi. Ljósmynd/Richard Grehan 40 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.