Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Side 56

Fréttatíminn - 29.08.2014, Side 56
heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201456 E ngin binding, allt til líkamsræktar, gott verð og þægilegt andrúmsloft er það sem einkennir Reebok Fitness, að sögn Gurrýjar, fram- kvæmdastjóra stöðvarinnar. „Við bjóðum enga bindingu sem felst í því að hægt að er hefja og hætta mánaðarlegri áskrift að Reebok Fitness hvenær sem er án vandkvæða. Áskriftaleiðin er einföld og ódýr og henni fylgir aðgengi að öllum hóptímum og tækjasal. Fólk er með margskon- ar skipulag á tíma sínum og það eru margir sem taka jafnvel ein- stök tímabil hjá okkur. Með þessu fyrirkomulagi er meðal annars verið að koma í veg fyrir að fólk gefist upp á ræktinni vegna þess að því fer að leiðast eða það telur sig knúið til að sinna ákveðni tegund af líkamsrækt vegna fjár- hagslegrar bindingar,“ segir Guð- ríður Torfadóttir, einkaþjálfari og framkvæmdastjóri Reebok Fit- ness. Hún er oftast kölluð Gurrý og er landsmönnum kunn eftir að hún birtist á skjánum í þáttunum Biggest Loser. „Líkaminn er hannaður til að hreyfa sig daglega og þess vegna er mikilvægt að finna skemmti- lega hreyfingu til að koma í veg fyrir uppgjöf. Mikið af konum hjá okkur eru að missa fullt af kílóum í Zumba og ég held að það sé bara vegna þess að það er svo gaman hjá þeim og þeim líður vel.“ Vel- líðan er helsta ástæða þess að fólk á að stunda líkamsrækt, að mati Gurrýjar. „Ástríða mín í starfi er að hjálpa fólki þannig að því líði vel. Sjálf er ég þannig að mér líður ekki vel nema að ég nái að hreyfa mig og þá skiptir engu máli hversu mikið er að gera hjá mér, ég finn alltaf tíma fyrir líkams- rækt. Stundum fer ég seint á kvöldin eftir að börnin mín eru sofnuð og tek 40 mínútna æfingu í tækjasalnum rétt fyrir lokun. Þá sef ég betur og er afkastameiri á daginn.“ Líkamsræktarstöðin Reebok Fitness hefur starfað í þrjú ár og til stendur að opna nýja stöð í Urðarhvarfi í Kópavogi eftir áramót. Hugsanlega munu fleiri stöðvar spretta upp í úthverfum höfuðborgarsvæðisins, sé kallað eftir því. „Okkur hefur verið mjög vel tekið, fyrst og fremst vegna þess að við bjóðum upp á allt sem þarf til líkamsræktar á góðu verði. Áherslan er á viðskiptavininn og hans þarfir og við viljum að hann finni að við séum til staðar. Við leggjum mikið upp úr þægi- legu andrúmslofti og hafa viðskipta- vinir haft það á orði við okkur að þeim líði vel hjá okk- ur, finnist þeir geta verið þeir sjálfir og þurfi ekki að fylgja ákveðinni staðalímynd,“ segir Gurrý. „Til að stunda líkamsrækt reglulega þarf að finna eitthvað sem manni líkar vel og getur hugsað sér að gera í langan tíma. Það þarf samt ekki að þýða að maður þurfi að festa sig við eina tegund líkamsræktar, því stundum er skemmtilegasta og besta leiðin að blanda saman Þurfum að hreyfa okkur daglega Palli, Guðný og Gurrý standa vaktina í Reebok Fitness. Páll Magnús Guðjónsson er stöðvarstjóri, Guðný Jóna Þórsdóttir hefur umsjón með hóptímum og Guðríður Torfadóttir er framkvæmdastjóri. ólíkri hreyfingu. Þess vegna veitir mánaðargjaldið aðgang að öllum hóptímum án aukakostn- aðar sem gefur fólki frjálsar hendur og það getur sett saman sitt eigið líkamsræktarprógram og prófað marga hluti. Bæði er hægt að sækja sama hóptíma með reglulegum hætti eða brjóta upp formið og taka nokkra ólíka hóp- tíma og þannig er til dæmis hægt á einni viku hægt að sækja tíma í Body pump, Bikefit, Zumba, Yoga og Foam flex. Við erum með fullkomið bók- unarkerfi til að halda utan um alla hópatíma. Viðskiptavinir bóka sig fyrirfram í tíma á heimasíðunni okkar og eiga því sitt pláss sem er gríðarlegur kostur þegar um er að ræða vinsæla tíma. Vegna þessa þarf viðskiptavinurinn aldrei að bíða í röð heldur getur komið rétt fyrir tímann því hann er með skráð pláss í tímanum,“ segir Gurrý. Meðal nýjunga í haust er sam- starf við dansskólann Dance- Center sem mun hafa aðstöðu í stöðinni og svo eru að hefjast tímar sem heita Zumba step og er nýtt æfingakerfi frá Zumba og BikeFit sem eru stuttar og hnit- miðaðar æfingar með spinning- hjólum og lóðum sem framkalla mikla brennslu. Auk þess verður haustáskorun hrint af stað sem viðskiptavinir stöðvarinnar geta skráð sig í og það verður þjálfari í sal til að leiðbeina þeim sem taka áskoruninni. Slíkri áskorun hefur áður vera hrint af stað í stöðinni og voru undirtektir margfalt betri en ráð var gert fyrir. „Við erum vakandi fyrir nýjung- um, sem er nauðsynlegt í þessum bransa því það er alltaf eitthvað nýtt að gerast og ekki allir sam- mála um hvernig eigi að fara að hlutunum þegar kemur að líkams- rækt og því mikilvægt að vera á tánum. Við erum nýkomin frá Los Angeles þar sem við sóttum nám- skeið og fengum kennsluréttindi í BodyShred sem er æfingakerfi hannað af hinum heimsfræga þjálfara Jillian Michaels úr Big- gest Loser. Við byrjum að kenna þessa tíma um miðjan mánuð. En við leggjum áherslu á að allir okkar þjálfaðir séu vel menntaðir og séu sífellt að viða að sér þekk- ingu.“ Enginn vafi leikur á nauðsyn hreyfingar en ekki eru allir á eitt sáttir um hversu mikil hún eigi að vera og oft er talað um nauðsyn þess að hvíla sig frá allri hreyf- ingu að minnsta kosti einu sinni í viku. „Þegar talað er um að taka sér hvíld frá æfingum þarf það ekki að þýða kyrrstöðu. Við erum farin í síauknum mæli að hvetja fólk til að taka virka hvíld með afslappandi hreyfingu eins og teygjum, jógaæfingum eða sundi. Líkamann á að hreyfa á hverjum degi.“ Þrátt fyrir að líkaminn sé hann- aður til hreyfingar þá getur oft verið erfitt að koma sér af stað og fólk miklar fyrir sér hlutina í þeim efnum. Reebok Fitness mætir þörfum þeirra sem hafa jafnvel aldrei hreyft sig og býður upp á námskeiðið Nýtt líf sem varð til eftir að þættirnir Biggest loser voru framleiddir hér á landi. „Þetta námskeið er mjög vinsælt hjá okkur og heldur að sjálfsögðu áfram í haust,“ segir Gurrý. Svo eru það þeir sem vilja breyta til eða eru fastir í einhverri rútínu. Þeir geta einnig leitað sér leiðsagnar hjá Reebok Fitness. „Það er alltaf gott að fá sér tíma hjá einkaþjálfara, þó það sé ekki nema í eitt eða tvö skipti. Einka- þjálfarinn metur styrkleika þína og veikleika í líkamanum og veit hvað þarf að vinna með og veitir ráðleggingar um mataræði og fleira. Sjálf fékk ég mér þjálfara til að setja saman prógram fyrir mig,“ segir Gurrý sem sjálf er einkaþjálfari. „Það er alltaf gott að fá álit annara og leiðsögn.“ Unnið í samstarfi við Reebok Fitness. Mikið af konum hjá okkur eru að missa fullt af kílóum í Zumba og ég held að það sé bara vegna þess að það er svo gaman hjá þeim og þeim líður vel.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.