Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Side 70

Fréttatíminn - 29.08.2014, Side 70
heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201470 ... frískandi fyrir fólk á ferðinni V etrardagskráin hjá Sport-húsinu hefst á næstu dög-um. Meðal þess sem boðið verður upp á er byrjendanámskeið í AntiGravity Aerial Yoga, eða jóga í þyngdarleysi. Anna Rós Lárusdótt- ir verður kennari námskeiðsins og segir hún tímana henta öllum sem vilja styrkja og liðka líkamann á skemmtilegan hátt og að ekki þurfi bakgrunn í jóga, fimleikum eða öðru. „Nemendur byrja á að læra undirstöðuatriði þessarar einstöku tækni á öruggan hátt í gegnum fjöl- breyttar og skemmtilegar æfingar,“ segir hún. Christopher Harrison er mað- urinn á bak við Aerial yoga en hann er stofnandi og eigandi AntiGravity Fitness. Tæknina þróaði hann í um átta ár áður en hann færði hana til almennings. Harrison er með höf- uðstöðvar sínar í New York og lauk Anna Rós þjálfunarréttindum þar. Hver iðkandi notar hammock, eða hengirólu, sem gerð er úr sterku laki. Að sögn Önnu Rósar þola lökin 500 kíló svo fólk getur algjörlega treyst því að þau haldi þeim. „Við gerum bæði hefðbundn- ar jógaæfingar þar sem við notum lakið til að komast dýpra í teygj- urnar og erfiðari jógastellingar sem auðveldara er að komast í með Jóga í þyngdarleysi er meðal þess sem boðið verður upp á í Sporthúsinu í vetur. Í næstu viku verða fríir prufutímar og námskeiðin hefjast í þar næstu viku. Lögð er áhersla á að hafa gaman í tímunum og ekki þarf neinn sérstakan bakgrunn úr jóga, fimleikum eða öðru. Æfingar í AntiGravity Aerial Yoga eru sam- bland af pilates, jóga og loftfimleikum og er lögð áhersla á að hafa gaman í tímunum. lakinu en í hefðbundnu jóga. Fólk nær einnig að halda hverri stell- ingu lengur án þess að setja aukið álag á líkamann.“ Að tengja líkama, huga og sál Í tímunum er unnið með bæði líkama og sál og segir Anna Rós æfingarnar vera blöndu af pilates, jóga og loftfimleikum. „Notast er við sömu grundvallaratriði og í hefðbundnu jóga þar sem lögð er áhersla á öndun og slökun en einn- ig er lagt mikið upp úr því að hafa gaman í tímunum. Við förum meðal annars á hvolf, rólum og fljúgum!“ Gaman á hvolfi Æfingarnar styrkja og liðka líkam- ann auk þess sem þær efla sjálfs- traustið. „Fólk er oft hissa á sjálfu sér þegar það getur gert æfingar sem það hefur aldrei gert áður og býst ekki við að geta. Þetta snýst bara um að læra rétta tækni og treysta,“ segir Anna Rós. „Fólk sem er að leita að æsku- brunninum þarf ekki að leita lengra þar sem AntiGavity jóga hefur einnig yngjandi áhrif sem finnast ekki í dýrum næturkremum,” segir hún og hlær. Þar sem æfingarnar rétta úr hryggnum bæta þær lík- amsstöðu fólks auk þess sem þær draga úr stressi, sem getur valdið ótímabærum öldrunareinkennum á húðinni. Útkoman verður því glóandi og unglegri húð í hraustum og vel mótuðum líkama. Fríir prufutímar verða á þriðju- dag og fimmtudag í næstu viku klukkan 16.30 og 17.30 og hefjast námskeiðin síðan 9. september. Anna Rós hvetur alla áhugasama til að mæta í prufutímana. „Pabbi minn, sem er sjötugur, er mjög spenntur að prófa og í vikunni kom 12 ára sonur minn með mér á æfingu og hafði gaman af.“ Nánari upplýsingar um prufu- tímana og námskeiðið má nálgast á vefnum www.sporthusid.is og á Facebook-síðunni Sporthúsið. Einnig er áhugasömum bent á að kíkja á vefsíðu AntiGravity www. antigravityfitness.com. Unnið í samstarfi við Sporthúsið AntiGravity Aerial Yoga á Íslandi – Jóga í þyngdarleysi Það er ekki bara gaman að fara á hvolf heldur hefur það ýmissa kosti fyrir líkamann og má þar til dæmis nefna:  Hryggurinn réttir sig af án þrýstings.  Losar um hryggjar- liði.  Kemur hreyfingu á innkirtlakerfið, sogæðakerfið, bætir meltingu og blóð- rásarkerfið.  Losar um „gleði“ hormónin serótónín, endorfín, dópamín og fleiri.  Eykur súrefnisflæði til heilans sem bætir einbeitningu og minni.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.