Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 78

Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 78
78 matur & vín Helgin 29.-31. ágúst 2014 T Ú R I S T I Einfaldari lEit að ódýrum hótElum í útlöndum Leitaðu og berðu saman tilboð á hótElum út um aLLan heim og skoðaðu úrvaLið af sérvöLdum gististöðum, orLofsíbúðum og gistiheimiLum fyrir næstu utanLandsferð á túristi.is. Lesendur okkar fá einnig regLuLega sérkjör á gististöðum út í heimi. SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 MONTY PYTHON LIVE (mostly) 7 - 31 ÁGÚST: 20.00 Kynntu þér Taíland á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Taíland Strönd og borg á einstöku verði 7.–18. NÓV. OG 20. NÓV. – 1. DES. Verð frá aðeins 299.900 kr. Á Laugavegi 12 er veitinga-staðurinn Le Bistro. Stað-urinn býður upp á franskan mat, frönsk vín, franska kokka og andrúmsloftið er eins og á litlum veitingastað í Montmartre hverfinu í París. „Ég keypti staðinn í maí í fyrra, en þá hét hann Frú Berglaug. Um mánaðamótin kom svo Alex De Roche inn í þetta með mér og smám saman breyttum við staðnum í Le Bistro og opnuðum formlega á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí. Við lokuðum samt staðnum aldrei, held- ur breyttum honum bara í hljóði á meðan gestir borðuðu,“ segir Arnór Bohic. Arnór er hálfur Frakki og hálf- ur Íslendingur, og Alex er hálfur Frakki og hálfur Portúgali. „Við erum með franska kokka og nokkra Frakka í þjónustuliðinu. Ætli það séu ekki 8 eða 9 Frakkar að vinna á staðnum þegar mest er, það finnst Frökkum mjög skemmtilegt og Ís- lendingum líka,“ segir Arnór. Matseðillinn er samansettur af frönskum sveitamat eins og pott- réttum og sniglum en einnig erum við með osta og klassíska franska rétti eins og fondue og raclette sem er mjög vinsælt. Svo notum við ís- lenskt hráefni. Við fáum mikið af frönskumælandi fólki, hvort sem það er frá Frakklandi, Sviss, Belgíu eða Kanada og allir sem koma til okkar hafa orð á því að þeim hafi liðið eins og heima hjá mömmu. Hól- ið verður ekki mikið betra,“ segir Arnór. Hvar finnið þið þessa Frakka og af hverju eru þeir að vinna hér á landi? „Bæði er þetta ungt fólk sem kemur til landsins að leita að æv- intýrum en kokkana fundum við á netsíðu sem hýsir fólk sem hefur áhuga á því að vinna erlendis. Ég er búinn að vera í þessum bransa í 20 ár og það er alltaf erfiðara og erfið- ara að fá íslensk ungmenni til þess að vinna í þjónustustörfum, þá leitar maður bara annað. Hjá Frökkum er mikil hefð fyrir þessum störfum og gott að vinna með þeim. Vissulega gefur það staðnum enn franskara yfirbragð að heyra ekkert nema frönsku talaða á meðan maður fær sér að borða,“ segir Arnór. Le Bistro er opinn öll kvöld og hægt er að finna allar upplýsingar um staðinn á síðunni www.lebistro. is. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  Veitingar Frönsk matargerð Á LaugaVegi Arnór Bohic og Alex De Roche reka veitingastaðinn Le Bistro á Laugavegi. Franskir kokkar og nokkrir Frakkar eru í þjón- ustuliðinu því það er sífellt erfiðara að fá íslensk ungmenni í þjónustustörf. Frökkum líður eins og heima hjá sér Arnór og Alex ráða ríkjum á Le Bistro á Laugavegi. Þar er hægt að fá franskan sveitamat og klassíska franska rétti.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.