Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 78

Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 78
78 matur & vín Helgin 29.-31. ágúst 2014 T Ú R I S T I Einfaldari lEit að ódýrum hótElum í útlöndum Leitaðu og berðu saman tilboð á hótElum út um aLLan heim og skoðaðu úrvaLið af sérvöLdum gististöðum, orLofsíbúðum og gistiheimiLum fyrir næstu utanLandsferð á túristi.is. Lesendur okkar fá einnig regLuLega sérkjör á gististöðum út í heimi. SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 MONTY PYTHON LIVE (mostly) 7 - 31 ÁGÚST: 20.00 Kynntu þér Taíland á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Taíland Strönd og borg á einstöku verði 7.–18. NÓV. OG 20. NÓV. – 1. DES. Verð frá aðeins 299.900 kr. Á Laugavegi 12 er veitinga-staðurinn Le Bistro. Stað-urinn býður upp á franskan mat, frönsk vín, franska kokka og andrúmsloftið er eins og á litlum veitingastað í Montmartre hverfinu í París. „Ég keypti staðinn í maí í fyrra, en þá hét hann Frú Berglaug. Um mánaðamótin kom svo Alex De Roche inn í þetta með mér og smám saman breyttum við staðnum í Le Bistro og opnuðum formlega á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí. Við lokuðum samt staðnum aldrei, held- ur breyttum honum bara í hljóði á meðan gestir borðuðu,“ segir Arnór Bohic. Arnór er hálfur Frakki og hálf- ur Íslendingur, og Alex er hálfur Frakki og hálfur Portúgali. „Við erum með franska kokka og nokkra Frakka í þjónustuliðinu. Ætli það séu ekki 8 eða 9 Frakkar að vinna á staðnum þegar mest er, það finnst Frökkum mjög skemmtilegt og Ís- lendingum líka,“ segir Arnór. Matseðillinn er samansettur af frönskum sveitamat eins og pott- réttum og sniglum en einnig erum við með osta og klassíska franska rétti eins og fondue og raclette sem er mjög vinsælt. Svo notum við ís- lenskt hráefni. Við fáum mikið af frönskumælandi fólki, hvort sem það er frá Frakklandi, Sviss, Belgíu eða Kanada og allir sem koma til okkar hafa orð á því að þeim hafi liðið eins og heima hjá mömmu. Hól- ið verður ekki mikið betra,“ segir Arnór. Hvar finnið þið þessa Frakka og af hverju eru þeir að vinna hér á landi? „Bæði er þetta ungt fólk sem kemur til landsins að leita að æv- intýrum en kokkana fundum við á netsíðu sem hýsir fólk sem hefur áhuga á því að vinna erlendis. Ég er búinn að vera í þessum bransa í 20 ár og það er alltaf erfiðara og erfið- ara að fá íslensk ungmenni til þess að vinna í þjónustustörfum, þá leitar maður bara annað. Hjá Frökkum er mikil hefð fyrir þessum störfum og gott að vinna með þeim. Vissulega gefur það staðnum enn franskara yfirbragð að heyra ekkert nema frönsku talaða á meðan maður fær sér að borða,“ segir Arnór. Le Bistro er opinn öll kvöld og hægt er að finna allar upplýsingar um staðinn á síðunni www.lebistro. is. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  Veitingar Frönsk matargerð Á LaugaVegi Arnór Bohic og Alex De Roche reka veitingastaðinn Le Bistro á Laugavegi. Franskir kokkar og nokkrir Frakkar eru í þjón- ustuliðinu því það er sífellt erfiðara að fá íslensk ungmenni í þjónustustörf. Frökkum líður eins og heima hjá sér Arnór og Alex ráða ríkjum á Le Bistro á Laugavegi. Þar er hægt að fá franskan sveitamat og klassíska franska rétti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.