Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 79

Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 79
Mikkeller á Slippbarnum „Við viljum kynnast öllu því nýj- asta og mest spennandi í heimin- um hvort sem það felur í sér að við förum út eða fáum einhvern í heim- sókn til okkar,“ segir Ásgeir Már Björnsson, barþjónn á Slippbarnum. Í næstu viku, dagana 3.-6. sept- ember, koma barþjónar frá Mikro- polis bar í Kaupmannahöfn í heim- sókn á Slippbarinn. Morten Bruun, eigandi staðarins, og hans hægri hönd Barnardo Salazar De Susa munu leika listir sínar fyrir gesti Slippbarsins en Mikropolis er á vegum Mikkeller brugghússins. Barinn er þekktur fyrir að sneiða framhjá stærstu áfengisframleið- endunum og nota faglega og vand- lega valinn bjór og sterkt áfengi frá litlum framleiðendum í drykk- ina sína. Þetta er því tækifæri fyr- ir bjóráhugafólk og áhugafólk um drykkjarmenningu til að smakka drykki sem til þessa hafa ekki verið í boði hér á landi. Ási á Slippbarnum þekkir Mor- ten Bruun frá því hann bjó í Kaup- mannahöfn. „Hann hefur komið hingað áður og smíðaði til dæmis með mér ferðabarinn á Slippbarn- um. Við unnum við saman þegar ég bjó í Kaupmannahöfn, vorum með veisluþjónustu og vantaði bar sem hægt væri að flytja á milli svo við smíðuðum hann.“ Ási segir að hér eftir verði svona viðburðir fjórum sinnum á ári á Slippbarnum. Það sé liður í því að þróast og vera á tánum í þessum bransa. Í kjölfar heimsóknar Mikropolis- manna verður hann vinabar Slipp- barsins sem þýðir að þeir munu senda á milli áhugaverða drykki og skiptast á hugmyndum. „Við verð- um með bjór frá þeim og þeir munu frá áhugaverða drykki héðan.“ Helgin 29.-31. ágúst 2014 matur & vín 79 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA bláber og rjómi - fullkomin blanda Þú nnur spennandi og girnilegar uppskriftir með rjóma á gottimatinn.is. „Það komu 32 þúsund manns á síð- asta matarmarkað hjá okkur í Hörpu sem mér reiknast til að sé um tíu prósent þjóðarinnar,“ segir Hlédís Sveinsdóttir, einn skipuleggjenda matarmarkaðar Búrsins í Hörpu um helgina. „Við erum nú ekki að stefna að við- líka fjölda aftur en það væri ágætt að fá 15-20 þúsund manns,“ segir Hléd- ís ennfremur. Hún segir að mikill áhugi sé á mat- armarkaðinum, bæði meðal fram- leiðenda og neytenda. „Það virðist ekki sjá fyrir endann á vitundarvakn- ingu neytenda. Fólk vill vita um upp- runa vörunnar og helst kaupa beint af bóndanum eða framleiðandanum.“ Markaðurinn verður í Hörpu og opnunartími er frá 11-17, bæði laug- ardag og sunnudag. Meðal þess sem verður kynnt eru landnámshænuegg og kornhænuegg frá Júlíusi á Tjörn í Vatnsnesi, geitakjöt frá Jóhönnu á Háafelli og nýjar íslenskar mjúkk- aramellur frá Svandísi kandísi. „Svo verður vistvænn kjúklingur frá Litlu gulu hænunni, ostrusvepp- ir frá Ragnari í Sælkerasveppum og Þorgrímur á Erpsstöðum ætlar að grilla íslenskan halloumi-ost, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Hlédís. -hdm  Matur MatarMarkaður Búrsins í Hörpu uM Helgina Veisla fyrir bragðlaukana Hlédís og Eirný skipuleggja veglegan matarmarkað í Hörpu um helgina. Dagskráin á Slippbarnum 3. september Mikropolis-menn bjóða gestum upp á drykki á Slippbarnum af alkunnri snilld. 4. september verða þeir með nám- skeið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og lífsskoðunum á bjórgerð og kokteilasnilli. 5. september verða þeir með upp- ákomu á Aurora Bar á Icelandic hótel Akureyri. 6. september taka þeir yfir Slippbarinn og gefst gestum kostur á að smakka langt fram eftir kvöldi.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.