Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 88

Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 88
S var t i r Sandar hlaut einróma lof gagnrýnenda um allan heim og er nýrr- ar plötu Sólstafa er því beðið með mikilli eftir- væntingu beggja megin Atlantshafsins. Þetta er ekki það eina sem er að frétta af sveitinni því í byrjun október ætlar sveitin að leika undir á sérstakri afmælis- sýningu kvikmyndar Hrafns Gunnlaugsson- ar, Hrafninn flýgur, sem fagnar 30 ára afmæli í ár. Sýningin verður í Salnum í Kópavogi á vegum kvikmyndahá- tíðarinnar RIFF. „Það var bara haft sam- band við okkur frá RIFF og hugmyndin borin undir okkur, sem er mjög fyndin tilviljun þar sem við höfum alltaf verið miklir aðdáendur myndarinnar,“ segir Aðalbjörn Tryggvason, eða Addi, söngv- ari Sólstafa. „Músíkin sem við ætlum að spila undir er blanda af nýju plötunni og Svörtum Söndum, en þó ætlum við að stytta lögin aðeins þar sem þau eru flest of löng fyrir þessa mynd. Það hefði verið draumur að semja nýja músík við myndina en það gafst ekki tími til þess, í þetta sinn. Þó verður eitt lag sem ekki komst á nýju plötuna flutt þarna. Vinnuheitið á því var Hrafninn, þar sem það var mjög í anda myndarinnar, sem er skemmtileg til- viljun,“ segir Addi. „Við erum að byrja að undirbúa þetta. Við erum komnir með 60 tommu flatskjá í húsnæðið okkar og ætlum að horfa á myndina saman og fá hug- myndir. Þessi mynd er frábær og í raun- inni er hún íslensk útgáfa af Spagettí- vestra, sem er mjög í okkar anda.“ Sólstafir hefja tónleikaferð um heiminn í byrjun nóvember til þess að kynna Óttu. Ferðalagið stendur í 7 vikur sam- fleytt. „Við byrjum í Evrópu og verðum þar í 4 vikur og förum svo til Bandaríkjanna í 3 vikur og byrjum í Nashville. Þetta er lengsti túr sem við höfum tekið sam- fleytt og við höfum aldrei tekið svona marga staði í Ameríku fyrr. Það verður virkilega gaman að spila á nýjum stöð- um í þessari ferð, “ segir Addi. Tónleikasýningin á Hrafninn flýgur verður, eins og fyrr segir, í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 1. október og er miðasala midi.is hafin. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  TónliST SólSTafir gefa úT nýja plöTu og vinna með Hrafni Leika undir á 30 ára afmælissýningu á Hrafninum Þungarokkshljómsveitin Sólstafir gefur út sína fimmtu breiðskífu á mánudaginn. Platan sem nefnist Ótta er rökrétt framhald plötunnar Svartir Sandar sem kom út árið 2011. Sólstafir leika undir á afmælissýningu á Hrafninn flýgur á kvikmyndahátíðinn RIFF. Sólstafir gefa út fimmtu breiðskífu sína og fagna útgáfunni með því að leika undir á sérstakri afmælissýningu á Hrafninn flýgur. Það var bara haft samband við okkur frá RIFF og hugmyndin borin undir okkur, sem er mjög fyndin til- viljun  leikHúS reið, nýTT íSlenSkT danSverk frumSýnT í BorgarleikHúSinu Hraustar, frjóar og geðþekkar gyðjur Reið, nýtt íslenskt dansverk, er fyrsta frumsýning nýs leikárs Borgarleikhússins en verkið verður sýnt á morgun, laugardag- inn 30. ágúst, klukkan 21.30 á stóra sviði leikhússins. Í dansverk- inu Reið stíga á svið níu flóknar skepnur. Glæsilegar, ljósar yfir- litum, holdugar, loðnar og gljáandi, að því er fram kemur í tilkynningu Borgarleikhússins. „Dásamlega dramatískar, skapmiklar, villtar og viðkvæmar. Þær eru með tígulegan limaburð, langan háls, sterka leggi, breið bök og mjúkar línur. Þægar en óútreiknanlegar, varar um sig, þolinmóðar og gáf- aðar. Tillitssamar, kærleiksríkar, kynæsandi og kraftmiklar. Þetta eru hraustar, frjóar og geðþekkar gyðjur,“ segir enn fremur. „Danshöfundarnir Steinunn Ket- ilsdóttir og Sveinbjörg Þórhalls- dóttir skoða í dansverkinu Reið hvar mörkin liggja á milli konunn- ar og hryssunnar og hvernig þær endurspegla hvor aðra. Samlíking konunnar og hryssunnar býður upp á margar spaugilegar myndir en getur um leið varpað ljósi á önnur og jafnvel dekkri málefni lífsins og kveikt spurningar um eðli náttúrunnar og grunnþarfir bæði manna og skepna; kærleika, umhyggju, samstöðu, samkeppni, o.s.frv. Jafnframt varpar verkið ljósi á það sem menn og skepnur eiga sameiginlegt, hvað tekist er á um og hvernig hegðun þeirra er innan hóps sem og utan hans. Jafn- framt beinir verkið sjónum að nátt- úrulegum sérkennum kvendýrsins og fegurðinni sem felst í því að vera kona, móðir, vinkona, systir, eiginkona eða gyðja.“ - jh Í dansverkinu Reið er skoðað hvar mörkin liggja á milli konunnar og hryssunnar og hvernig þær endurspegla hvor aðra. Ljósmynd/Borgarleikhúsið Hrafn Gunnlaugsson Ég ♥ Reykjavík Óvenjuleg leiðsögn um borgina fyrir börn og fullorðna. Aðeins þessar sýningar: 29. ágúst Kl.16:30 30. ágúst Kl.14:00 31. ágúst Kl.14:00 Miðasala www.lokal.is Fylgist með Ég elska Reykjavík -Fjölskyldusýning á Facebook. Styrkt af Mennta- og Menningarmálaráðuneyti SALA ÁRSKORTA ER HAFIN WWW.LEIKHUSID.IS 88 menning Helgin 29.-31. ágúst 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.