Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 94

Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 94
Þetta er verk um kven- sköp og snýst um afl, afl móður náttúru. Þetta afl er að þora að segja satt, að fá að vera til en einnig að standa vörð um varnarleysið sem fylgir því að vera manneskja. Kristín Gunn- laugsdóttir afhjúpaði Sköpunar- verk I á Menningar- nótt. Ljós- mynd/Hari  Myndlist nýtt verk eftir kristínu GunnlauGsdóttur afhjúpað Á menningarnótt um liðna helgi var afhjúpað nýtt listaverk eftir mynd- listarkonuna Kristínu Gunnlaugsdóttur í Ráð- húsi Reykjavíkur. Verkið sem nefnist Sköpunar- verk I er unnið úr ís- lenskum lopa og sýnir kvenmannssköp. Verkið er unnið 2013 og er 4.20 x 3.7 metrar úr ull á striga. „Þetta er verk um kvensköp og snýst um afl, afl móður náttúru. Þetta afl er að þora að segja satt, að fá að vera til en einnig að standa vörð um varnarleysið sem fylgir því að vera manneskja,“ segir Krist- ín. Verkið var sett upp í aðalsal Ráðhúss Reykja- víkur og er því öllum sýnilegt sem heimsækja ráðhúsið. „Verkið hefur verið gefið Listasafni Reykja- víkur, sem síðan fann því stað í Ráðhúsinu og ég er afskaplega ánægð með það,“ segir Kristín. „Sérstaklega vil ég þakka borgarstjórn fyrir að hafa þá fram- sýni og vera til fyrir- myndar á alþjóðlegum vettvangi að leyfa verki sem fjallar um viðkvæmt tabú, píkuna, að hanga í húsakynnum sínum. Ég er stolt af að tilheyra samfélagi þar sem borg- arstjórn þorir að opna þannig á umræðu sem er nauðsynleg í nútíma- samfélagi, því fátt hefur verið eins misnotað og útjaskað gegnum tíðina og þetta litla líffæri sem er kynfæri kvenna og er því miður orðin algeng samsömun kláms og ofbeldis. Svo ekki sé minnst á þöggunina sem fylgir þessum neikvæðu þáttum og skömmina sem við eigum hins veg- ar að snúa í viðurkenn- ingu á einu sterkasta afli sem býr í náttúrunni og tengist því helgasta sem lífið býr yfir,“ segir Kristín. „Mér er auðvitað mikilvægt að verkið sé á stað sem það fer vel á, Lopapíka í Ráðhúsinu Listakonan Kristín Gunnlaugsdóttir gaf Listasafni Reykjavíkur verk sitt, Sköpunarverk I, og því hefur nú verið fundinn staður í Ráðhúsinu. Verkið er unnið úr íslenskum lopa og sýnir kven- mannssköp. Fullkomin staðsetning við hlið stóra Íslandskortsins, segir listakonan. ekki bara í tilgangi sínum heldur einnig að það njóti sín sjónrænt. Þannig er ég mjög sátt við að það sitji þröngt því það eykur kraftinn sem brýst fram og glóðin sem býr í rauða litnum verður áleitnari,“ segir Kristín sem segist ekki geta hugsað sér betri staðsetningu. „Þegar ég sá verkið komið upp í salnum og stóra kortið af landinu til hliðar, fannst mér heildarmyndin fullkomin. Því verkið fjallar einnig um hinn hreina eld sem býr í land- inu sjálfu og í okkur öllum, eldgos framkvæmdaorku og hreinnar hugsunar, afl til góðra verka.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is María Helga Guðmundsdóttir, fyrr- verandi keppandi í Gettu betur, er ein þeirra sem standa að námskeiðinu um helgina.  útvarpshúsið vilja laGa kynjahlutfallið í Gettu betur Fimmtíu stelpur í Gettu betur-æfingabúðum Fimmtíu stelpur hvaðanæva af á landinu fjölmenna í Útvarpshúsið í Efstaleiti um helgina til að taka þátt í Æfingabúðum Gettu betur- stelpna, sem eru verkefni hóps kven- kyns fyrrum keppenda í spurninga- keppninni Gettu betur. Búðirnar eru hugsaðar sem vettvangur þar sem stelpur í grunn- og framhaldsskólum geta upplifað þátttöku í spurninga- keppni á eigin forsendum, kynnst jákvæðum fyrirmyndum og brotið ísinn sem aftrar þeim oft frá þátttöku í Gettu betur-starfi innan framhalds- skólanna. Umsjón með búðunum er í höndum hóps kvenna sem allar hafa keppt í Gettu betur. „Kynjahlutfallið í þessari keppni hefur oft verið í umræðunni og þær konur sem hafa tekið þátt hafa hald- ið úti félagsskap í nokkur ár,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, fyrr- verandi keppandi og ein þeirra sem standa að námskeiðinu um helgina. „Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðing- ur og fyrrum keppandi, gerði rann- sókn á þessu í kynjafræði við Háskól- ann og upp frá því fórum við nokkrar að tala um það að reyna hrífa stúlkur með okkur í þessa keppni. Við byrj- uðum að plana í fyrrahaust og nú er svo komið að um helgina verða fyrstu æfingabúðirnar,“ segir María. Fimmtíu stelpur á aldrinum 14-18 ára eru skráðar í búðirnar, en aðsókn var svo mikil að nauðsynlegt reynd- ist að takmarka fjöldann. Stelpurn- ar stunda nám við 28 mismunandi grunn- og framhaldsskóla, en þriðj- ungur þeirra er af landsbyggðinni og koma margar langt að, þ.á.m. frá Ólafsvík, Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði. „Þetta byrjar í dag föstudag með léttu spilakvöldi og pítsum til þess að þétta hópinn. Á morgun verðum við með margskonar fræðslufyrirlestra og námskeið, kynnumst þjálfurum og fræðumst um liðsheildina og slíkt. Á sunnudaginn verður æfingamót þar sem allir taka þátt,“ segir María sem keppti tvisvar fyrir hönd Menntaskól- ans við Hamrahlíð fyrir um 10 árum. „Það hefur bara ein stúlka unnið Gettu betur. Það var Laufey Jóns- dóttir sem keppti fyrir Kvennaskól- ann fyrir nokkrum árum og vonandi verður breyting á því á næstu árum, sérstaklega með tilkomu æfingabúð- anna,“ segir María. -hf Opið hús í Borgarleikhúsinu Opið hús er í Borgarleikhúsinu á morgun, laugardag, þar sem vetrardagskráin verður kynnt fyrir gestum og gangandi. Dagskrá vetrarins eru óvenju fjölbreytt og má þar sjá allt frá erlendum gömlum klassískum verkum til glænýrra íslenskra verka sem voru skrifuð sérstaklega fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Húsið verður opið milli klukkan 13 og 16. Afmælistónleikar Agnars Más Agnar Már Magnússon, djasspíanisti heldur einleikstónleika í Hannesarholti í tilefni af fertugsafmæli sínu sem er á laugardaginn. Agnar hefur í gegnum tíðina verið einn afkastamesti djasspíanóleik- ari landsins og hefur gefið frá sér fjórar breiðskífur í sínu nafni, auk fjölda hljóm- platna með ýmsum hljóm- sveitum og hópum. Agnar hefur einnig unnið mikið í leikhúsum landsins bæði sem tónskáld og tónlistarstjóri. Á efnisskránni verða að hluta til eigin verk, þekktir djass standardar og spuni. Þetta eru fyrstu tónleikar Agnars í Hannesarholti. Tónleik- arnir hefjast klukkan 17. Anna Calvi á Airwaves Breska tónlistarkonan Anna Calvi kemur fram á Iceland Airwaves-tónlistarhá- tíðinni í nóvember. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu í vikunni um fjölmarga listamenn sem bæst hafa í hópinn. Auk Önnu Calvi geta gestir á Airwaves nú farið að hlakka til að sjá og heyra í Láru Rúnars, Mr. Sillu, How To Dress Well frá Banda- ríkjunum, Mugison, Ylju og Pétri Ben. Hátíðin er nú haldin í sextánda sinn og aðalnúmerin eru The Knife, The War on Drugs, Flaming Lips, Caribou, Sóley, Mammút, East India Yoyth og Prins Póló svo nokkrir séu nefndir. Um helgina fer fram hin árlega tón- listarhátíð Melodica Festival. Í ár mun hátíðin fara fram á veitingahúsunum Café Rósenberg og Bravó. Hátíðin hefst í kvöld, föstudagskvöld og stendur til sunnudags. Á Bravó hefjast tónleikar klukkan 16 alla dagana og standa til 21 um kvöldið, og á Rósenberg hefjast tónleikar klukkan 21.30 alla dagana svo það gefst tími til þess að ganga á milli staðanna, ef svo ber undir. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru danska sveitin Past Perfect, Englending- urinn Rob Maddison, íslensku listamenn- irnir Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Helgi Valur svo einhverjir séu nefndir. Svavar Knútur skipuleggjandi hátíðarinnar opnar hátíðina í dag á Bravó klukkan 16. Melodica Festival um helgina 94 dægurmál Helgin 29.-31. ágúst 2014 Ert þú búin að prófa? Biotin & Collegen sjampó og næring Þyngir ekki hárið og hefur þykkjandi áhrif með hjálp Collagen þykknis. Vatnsroð hveiti prótín hjálpar við að gera hárið þykkara og heilbrigðara. Frábært fyrir þunnt, fíngert og linnt hár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.