Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 26
E R L E N T
er í mun að ná þessu afmarkaða samkomu-
lagi enda náðu stórveldaforingjarnir þeim
sögulega áfanga á leiðtogafundinum í
Reykjavík að ræða útrýmingu allra kjarn-
orkuvopna — aðeins stjörnustríðsáætlun
Reagans er ósnertanleg og skal þróuð
áfram.
TILBODIN. Gorbatsjof tók við völdum
sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins
11. mars 1985 og um það leyti hófust af-
vopnunarviðræður stórveldanna að nýju í
Genf. Hinn 7. apríl þetta ár birtist viðtal í
Prövdu við Gorbatsjof þar sem hann til-
kynnir að Sovétmenn muni stöðva alla frek-
ari staðsetningu kjarnorkuflauga í Evrópu
fram í nóvember og býður Bandaríkjunum
að gera slíkt hið sama. Því er hafnað. í júlí
tilkynna Sovétmenn að þeir hafi ákveðið að
stöðva allar tilraunir með kjarnorkuvopn til
loka ársins og fulltrúar Sovétríkjanna á af-
vopnunarráðstefnunni í Stokkhólmi bera
þau boð að tilraunabannið verði framlengt
ef Bandaríkjamenn stöðva einnig sínar til-
raunir.
Það er svo í heimsókn Gorbatsjofs til
Frakklands í byrjun október sem hann kem-
ur fram með sitt fyrsta stóra tilboð: í ræðu í
París býður Gorbatsjof helmings niðurskurð
langdrægra flauga, takmörkun SS-20 flauga
Sovétríkjanna í Evrópu og beinar sérvið-
ræður við Breta og Frakka um kjarnaflaugar
þeirra. Síðar í mánuðinum svara Banda-
ríkjamenn með því að leggja fram ná-
kvæmar tillögur á samningafundunum í
Genf með mjög ákveðnum skilyrðum. Um
þetta leyti skora leiðtogar Svíþjóðar, Ind-
lands, Argentínu, Grikklands, Mexíkó og
Tansaníu að ganga að samkomulagi um
samhliða bann við kjarnorkuvopnatil-
raunum og bjóðast þessi ríki til að annast
eftirlit með að slíkt samkomulag verði
haldið.
19. nóvember 1985 mætast þeir Reagan
og Gorbatsjof á fyrsta leiðtogafundinum i
Genf. Árangur verður enginn. Réttum mán-
uði síðar sendir Gorbatsjof Reagan bréf þar
sem hann býður Bandaríkjamönnum að
hafa eftirlit á þeim svæðum í Sovétríkjunum
þar sem kjarnorkuvopnatilraunir hafa verið
gerðar neðanjarðar ef það má verða til þess
að stöðva tilraunir Bandaríkjanna. f svan
Bandaríkjaforseta kemur fram að bann við
kjarnorkuvopnatilraunum sé framtíðar-
markmið en ekki ásættanlegt nema eftir
slökun spennu á milli ríkjanna.
Snemma árs 1986 býður Gorbatsjof að út-
rýma skuli meðaldrægum kjarnaflaugum 1
Evrópu sem hluta af frekara samkomulagi
um afvopnun og tengir það mjög ákveðið
stjörnustríðsáætlun Reagans Bandaríkjafor-
seta. Afvopnunarviðræður stórveldanna
stóðu í Genf en gekk þar hvorki né rak. Par
hefur verið fjallað um niðurskurð lang-
Vandamál úr veginiim
milli stórveldanna
„Afvopnunarsamkomulag þýðir þó ekki
kjarnavopnalaus Evrópa.“
HJÁ ÖRYGGISMÁLANEFND starfar Gunnar Gunnarsson
stjórnmálafræðingur og fylgist vel með þróun öryggis- og
vígbúnaðarmála og þeim afvopnunarþreifingum sem yfir standa.
Fyrir nokkru leitaði ÞJÓÐLÍF álits hans á stöðu afvopnun-
arviðræðnanna og við spurðum fyrst hvort hugsanlegt samkomulag
gæti haft í för með sér aukinn kjarnorkuvígbúnað á öðrum sviðum
en samið yrði um.
„Hér er eingöngu um fækkun sem þessum vopnum nemur að
ræða og það liggur ekkert fyrir um að í stað þeirra yrði komið fyrir
stýriflaugum í kafbátum," segir Gunnar.
„Hvað skammdrægar flaugar varðar er nú verið að ræða um
tvenns konar lausnir; hér er um að ræða flaugar sem draga frá 500
til 1000 kílómetra og þá snýst spurningin annars vegar um að taka
tilboði Sovétríkjanna um núll-lausn á því sviði. Hins vegar að V-
Evrópuríkin hafi rétt til þess að byggja upp skammdrægar flaugar
til jafns við það sem Sovétríkin hafa sem eru þá 130 að tölu. Þessar
tvær lausnir eru til umræðu en engin niðurstaða er fengin í þessu
máli. Spurningar um vígvallarvopnin hafa sérstaklega verið til
umræðu en það liggja ekki fyrir neinar ákveðnar tillögur um þau.
V-Þjóðverjar hafa tekið þau vopn inn í umræðuna en hún hefur þó
mest snúist um meðaldrægu og skammdrægu flaugarnar.
Hugsanlegt afvopnunarsamkomulag þýðir alls ekki að Evrópa
verði kjarnorkuvopnalaus á eftir. Á landi verða eftir sem áður
flugvélar og svo kjarnorkustyrkur Breta og Frakka sem er fyrst og
fremst í kafbátum. Á Miðjarðarhafinu eru líka bandarísk
flugmóðurskip sem eru með meðaldrægar flugvélar búnar
kjarnorkuflaugum um borð. En ef hin svokallaða „tvöfalda núll-
lausn“, þ.e. á meðaldrægum og skammdrægum flaugum, nær fram
þá verða engar eldflaugar eða stýrirflaugar á landi lengur.“
Nú setti Caspar Weinberger varnarmálarúðherra Bandaríkjanna
það fram á fundi starfsbrœðra sinna i NATÓ í Noregi í seinasta
mánuði að samhliða afvopnunarsamningi yrði kjarnorku-
vígbúnaður í hafinu aukinn. Má líta á þetta sem tilraun til að
fullvissa Evrópumenn um að Bandaríkin muni halda áfram að
styðja við bakið á V-Evrópu þótt landeldflaugarnar víki?
„Bandaríkjamenn líta ekki svo á að þótt farið verði út í þessa
samninga séu þeir að falla frá sínum skuldbindingum gagnvart V-
Evrópu. Og þó að Weinberger setji fram hugmyndir um að auka
við fjölda stýriflauga í hafinu er það eingöngu hugmynd en ekki
yfirlýst stefna bandarískra stjórnvalda."
Hvernig snerta þessar viðrœður okkur íslendinga sérstaklega?
„Það er liægt að færa mjög skýr rök fyrir því að aukinn
stöðugleiki á alþjóðavettvangi skiptir okkur jafn miklu máli og
önnur ríki. En það má líka bæta því við að þær SS-20 flaugar
Sovétmanna sem staðsettar eru í vesturhluta Sovétríkjanna geta
dregið til fslands. Um útrýmingu þeirra verður samið ef
samkomulag næst.“
Sovétmenn hafa komið með mörg ný tilboð upp á síðkastið. Hafa
líkur á samkomulagi aukist á síðustu vikum?
„Það er greinilegt að flest vandamál milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna til að ná þessu samkomulagi hafa verið leyst en hins
vegar er ágreiningur innan Atlantshafsbandalagsins. Það er orðið
greinilegt að Bandaríkjamenn eru hlynntir tvöföldu núll-lausninni-
Á Reykjavíkurfundinum náðist rammi um þessar viðræður á þá
leið að Sovétmenn falla frá því að taka kjarnorkuvopn Breta og
Frakka inn í samningana. Þeir fallast einnig á núll-lausnina og að
samkomulagið nái líka til Asíuflauganna, en þeir voru á móti þvl
áður. Þeir skilyrtu hins vegar samkomulagið við strategísk
sóknarvopn og geimvarnaáætlun Reagans, en í febrúar á þessu án
lýsti Gorbatsjof því yfir að Sovétmenn hefðu fallið frá þessun'
skilyrðum. Evrópuríkin lýstu því þá yfir að þau ættu erfitt með að
fallast á slíkt samkomulag nema að skammdrægu kjarnaflaugarnar
yrðu teknar með og á fundi þeirra Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Gorbatsjof í Moskvu í apríl setti Gorbatsjof
fram tilboð um skammdrægu flaugarnar, þ.e.a.s. núll-lausn þar
líka. Á það má líta sem enn eina tilslökun af hálfu Sovétríkjanna
því þeir hafa, tölulega séð, yfirburði á því sviði.“
PORVARÐUR ÁRNASON
■ Gunnar: Stööug-
leiki á alþjóöavett-
vangi hefur jafn
mikla þýöingu fyrlr
okkur og önnur ríki.
26