Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 10
E R L E N T
PJÓOMINJASAFNIÐ
íslendingur um borð
Gunnar Gunnarsson
GUNNAR Gunnarsson fæddist árið 1889 á
Valþjófsstað í Fljótsdal í N-Múlasýslu en
ólst upp í Vopnafirði. Hann flutti til Dan-
merkur árið 1907 og átti þar heima til ársins
1939 er hann hvarf aftur til íslands og gerð-
ist þá bóndi á Skriðuklaustri í Fljótsdal.
Árið 1948 flutti hann til Reykjavíkur og bjó
þar til dánardægurs 1975.
Gunnar Gunnarsson ritaði jöfnum hönd-
um á dönsku og íslensku. Hann frumsamdi
bækur sínar á dönsku meðan hann dvaldi
ytra en eftir það á íslensku og sneri mörg-
um bóka sinna á íslensku fyrir og eftir
heimkomuna. Sögur Gunnars voru þýddar
á mörg tungumál og var hann t.d. víðlesinn
í Þýskalandi í þann mund er skemmtiferða-
skipið Milwaukee kom hingað til lands
1936.
Gunnar gaf út fyrstu verk sín sama ár og
hann sigldi út til Danmerkur en þá var
hann á nítjánda ári. Pað voru Ijóðakverin
Vorljóð og Móðurminning. Rithöfundar-
braut Gunnars var framan af erfið, en árið
1914 þótti hann vinna mikinn rithöfund-
arsigur með útgáfu Sögu Borgarœttarinnar.
Hvert verkið rak annað eftir útkomu
þeirrar sögu og ávann Gunnar sér mikla
frægð og vinsældir, innanlands sem utan.
Eftir hann liggja mörg stórvirki, sem mörg
hver verða talin til sígildra íslenskra bók-
mennta, s.s. Fjallkirkjan, Svartfugl, Kirkj-
an á fjallinu, Heiðarharmur og Ströndin.
PÍLAGRÍMSFERD. Það var því síst að
undra, þótt Kummer væri fenginn til að slást
í förina þegar norræna félagið þýska og
„menningarstofnun" (Kulturgemeinde)
Nasistaflokksins efndu til eins konar píla-
grímsferðar í norðurveg, þremur árum eftir
að Hitler komst til valda.
Rúmlega 600 manns voru um borð í
skemmtiferðaskipinu Milwaukee, þegar það
lét úr höfn í Hamborg þann 29. júní 1936.
Af þeim gögnum sem varðveist hafa um
aðdraganda og undirbúning þessarar ferðar
má ráða, að henni var ætlað að treysta og
efla þá trú á skyldleika þýskra og norrænna
manna, sem áður var getið. { ávarpi eins
þeirra flokkspólitísku gæðinga sem að ferð-
inni stóðu - og finna má í reisubók ferða-
langsins Kuckelsbergs* - segir m.a.:
„Hinn forngermanski arfur vorrar eigin
þjóðar hefur orðið skemmdarfýsn drottnara
af framandi kyni að bráð. í fornsögum og
Eddukvæðum Norðurlandabúa er hins veg-
ar að finna ýmsar samgermanskar heimildir,
sem bera hetjuskap og hetjulund svo fagurt
vitni, að þær eiga brýnt erindi til okkar unga
fólksins.“
Annar þeirra sem fylgir umræddri reisu-
bók úr hlaði tekur í sama streng og lofar og
prísar göfgi hins norræna kynstofns:
„Hér hafa óblíð náttúruöfl stuðlað að því í
aldanna rás að móta útvalið kyn manna,
sem spengilegt vaxtarlag, bjart yfirbragð,
ljóst hár og blá augu, og þó öðru fremur
ákveðnir sálrænir eiginleikar, skilja frá öðr-
um kynþáttum. í linnulausri baráttu sinni
við náttúruöflin efldist hinn norræni maður
svo að hreysti, að honum tókst síðar að ná
verulegum ítökum á meginlandi Evrópu, í
Asíu og heiminum öllurn."
Enda þótt slíkar staðhæfingar hljómi nú
sem orðagjálfur, voru þær teknar sem óvé-
fengjanleg sannindi í þágu nasismans. í
ferðasögu Kuckelsbergs örlar víða á þeirri
hástemmdu mærð, sem norræn menning
vakti í brjóstum Þjóðverja á þessum árum -
ekki síst þegar ísland og íslendingar áttu í
hlut.
NORRÆN-GERMÖNSK HJÖRTU. Á
leiðinni yfir Atlantshafið var ýmislegt gert
til að halda þessum rúmlega 600 pílagrímum
norðursins við efnið. Þýsk leikkona flutti
farþegum áhrifaríka kafla úr íslenskum forn-
bókmenntum. Meðal þess sem leikkonan
þuldi yfir lýðnum var Þrymskviða og út-
dráttur úr Gísla sögu Súrssonar. í upphafi
ferðar ávarpaði einn af oddamönnum menn-
ingarstofnunar nasista, Carl Maria Holzapf-
el, ferðalangana og brýndi fyrir þeim mikil-
vægi þýsk-norrænna menningartengsla:
„Hin þýska hugsjón er í eðli sínu norræn-
germönsk hugmynd og Þýskaland er á vor-
um dögum sá vígvöllur, þar sem hin heims-
sögulega barátta er háð. Norrænar þjóðir
sjá sólina rísa og hníga frá allt öðru sjónar-
* / þessari grein er að mestu stuðsl við umrœdda bók
Kuckelsbergs, Dcutsche Nordlandrcise, Ein Rcisetage-
buch, sem kom út í Dresden árid 1937.
horni er þær sem búa í suðri og austri og fra
þessu sjónarhorni litu forfeður vorir heint-
inn allt öðrum augum en aðrar þjóðir . •
Það er ósk vor og von, að þér upplifið
Norðurlönd eins og til er ætlast; með björt-
um, skýrum augum, með blóði úr söniu
uppsprettum og hjarta, sem verður jafn
upptendrað af norrænni sól og öll norræn-
germönsk hjörtu hafa tendrast upp til þessa
— og munu gera á ókomnum tímum.“
Að lokinni ræðu Holzapfels tók annar af
virðingarmönnum Nasistaflokksins, Flórían í
nokkur frá „Þuslaraþorpi“ til máls. Sú ræða
var að mestu á sömu nótum og hin fyrn.
nema hvað sá síðarnefndi kvað enn fastar að
orði og brýndi fyrir íslandsförum, að þessari
ferð væri ætlað að veita þeim dýpri skilning
á „eigin eðli“, auk þess sem hann fór mörg-
um orðum og fögrum um hugprýði Foringj-
ans. Flórían þessi lauk máli sínu með eftir-
farandi hvatningu til ferðalanganna:
„Megi þessi ferð veita hverjum og einum
þátttakenda kraft til að halda áfram að
rækja skyldur sínar við þjóð vora, blóð vort
og foringja vorn.“
Að þeim orðum sögðum kvað við máttugt
og hljómmikið Sieg Heil!. Athöfninni lauk
svo með því að þjóðsöngurinn Deutschland,
Deutschland iiber alles ómaði út yfir klið'
mjúkar öldur Atlantsála.
Næsta dag var enn efnt til „fræðslufund'
ar“ með íslandsförum. Að þessu sinni vat
það fyrrnefndur norrænufræðingur Berti'
hard Kummer, sem rifjaði upp það líf sem f-
var lifað á „sögueyjunni" til forna. Kummef
leiddi farþegunum jafnframt fyrir sjónir, að
þeir stefndu til fundar við þjóð sem væft
blóðskyld þeim sjálfum, auk þess sem ÞV1
færi fjarri að ísland væri framandi land held'
ur væri það þvert á móti hluti af átthögurú
Þjóðverja sjálfra. Kummer klykkti út með
þeim vígreifu orðum, að einstaklingar og
þjóðir sem væru að vakna til vitundar um
kynþátt sinn myndu koma í veg fyrir að
ísland, sjálf háborg norrænnar og gef'
manskrar menningar, yrði bandarískurn
áhrifum og yfirgangi úr vestri að bráð. Þa^
fylgdi hins vegar ekki sögunni hvernig utit'
ræddir íslandsvinir ætluðu sér að frelsa íbu*1
eyjarinnar við ysta haf úr klóm Sáms
frænda . . .
ÍSLENDINGAR UM BORÐ. Það voru
fleiri en Þjóðverjar sem tóku þátt í þessan
sérstæðu pílagrímsför til Norðurlanda- ■
Meðal gesta um borð voru tveir íslendingaf'
Gunnar Gunnarsson rithöfundur og Ei>lí>r
Kristjánsson óperusöngvari. Eftir stuttarí
stans í Færeyjum þar sem hópurinn tyl*11
niður fótum í fáeinar klukkustundir, var lag
af stað í síðasta áfanga ferðarinnar til Js
lands. Kvöldið áður en komið var að if'
landsströndum var ferðalöngunum boði
uppá „norrænt kvöld", þar sem skáld'
Gunnar Gunnarsson flutti hugljúfan fia,
söguþátt um bernsku sína og uppvaxtarar ‘
Fljótsdalshéraði auk þess sem hann reifa
fyrstu tilburði sína til skáldskapar. Refi11
bókarhöfundurinn Kuckelsberg getur þesS'
10