Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 18
E R L E N T Við gætum hrasað inn í lögregluríki Hinn frægi breski þingmaður Tony Benn í Þjóðlífsviðtali EFTIR AÐ HAFA setið í troðfullri, ískrandi neðanjarðarlestinni í þrjá langa stundarfjórðunga skilaði hún mér loks á Notting Hill Gate stöðina, spölkorn frá heimili Tony Benn, þingmanns Verka- mannaflokksins, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi lávarðs. Hann hafði fallist á að veita fréttamanni ÞJÓÐLÍFS viðtal um bresk stjórnmál nokkrum vikum fyrir kosningar. Það snjóaði þennan morgun í London, klukkan var níu og snjóföl á jörðu. Tony kom sjálfur til dyra og eftir að hann hafði hellt upp á könnuna og við spjallað almennt um náttúrufegurð íslands og ágæti landsins sem ferðamannalands, barst talið að breskri pólitík. Ég bað hann um að skýra veika stöðu Verkamannaflokksins. „Það er rétt,“ svarar Tony Benn, „ að styrkur Verkamannaflokksins er ekki eins mikill og hann ætti að vera miðað við þá félagslegu kreppu sem nú ríkir hér. í flokknum er deilt um það hvernig eigi að snúa vörn í sókn. Sumir vilja að við höfðum til þeirra stétta sem kjósa sósíaldemókrata, aðrir halda því fram - og ég er einn þeirra — að við eigum að halda skýrt á lofti hagsmunum þeirra sem alls ekki kjósa, ýmist vegna þess að þeir eru pólitískt sinnulausir eða vonlausir. Fjöldi þessa fólks er margfalt meiri en fjöldi tvístígandi kjósenda úr millistétt. Ef Verkamanna- flokkurinn á að fullnægja sögulegu hlutverki sínu þá verður hann að vera enn skýrari málsvari aldraðra, fátækra og atvinnu- leysingja eða þeirra sem eru kúgaðir af því óréttláta samfélagi sem við búum við.“ PARADÍS HEIMSKINGJANS. „Við skulum rétt líta á hvað er í raun og veru að gerast í bresku efnahagslífi,“ heldur hann áfram. „Við vorum fyrsta þjóðin sem iðnvæddist í heiminum, en þróuðum iðnað okkar gegnum heimsvaldastefnu. Við lögð- um stóran hluta heimsins undir okkur og kúguðum aðrar þjóðir eða þjóðarbrot til að kaupa iðnvörur okkar og neyddum þau til að selja okkur ódýr hráefni. Breska heimsveldið var brotið niður í tveimur heimsstyrjöldum og bresku efnahagslíf hnignaði mjög hratt á millistríðsárunum. Áætlanabúskapur í efnahagsmálum í stríðinu eyddi atvinnuleysinu og beindi fjárfestingum í iðnaðinn. Það var ekkert atvinnuleysi eftir stríðið og það styrkti Verkamannaflokkinn í sessi, en vegna þess að næg atvinna var fyrir alla höfðum við efni á öflugu velferðarkerfi. í meira en aldarfjórðung og raunar fram til 1979 leit út fyrir að velferðarkapítalisminn myndi virka. Hann byggði á fullri atvinnu, góðu velferðarkerfi og réttindum verka- lýðsfélaga. Þetta kerfi hrundi þegar þensluskeiðinu lauk í bresku efnahagslífi, með vexti nýrra efnahagsvelda sem hag- nýttu sér betri tækni en við. Og loks, með olíukreppunni 1973, komu vandamál bresks efnahagslífs upp á yfirborðið. Síðar komu tekjurnar af Norðursjávarolíunni til sögunnar og sl. sjö til átta ár höfum við lifað í „paradís heimskingjans" þar sem olíutekj- urnar hafa runnið í atvinnuleysisbætur, til kaupa á innfluttum iðnaðarvörum sem við framleiddum áður sjálfir og til gífurlegra framlaga til varnarmála. Þetta eru gífurlegar tekjur, u.þ.b. 70 milljarðar punda á ári, en olíutekjurnar verða uppumar innan fárra ára. Hvaða ríkisstjórn sem mun taka við mun vakna upp við vondan draum og gera sér ljóst hvað hefur í raun og veru gerst.“ SAMSTAÐA VALDHAFANNA. Vandamálið sem Verkamannaflokkurinn á nú við að stríða er að gagnrýni hans á ríkisstjórnina hefur fyrst og fremst beinst að getuleysi ráðherra, heldur Tony Benn áfram. „Því hefur verið haldið fram að Verkamannaflokkurinn sé færari en íhaldsmenn um að stjórna þessu hnignandi efnahagskerfi. En flokkurinn á við trausts- vandamál að stríða, því þótt almenningi líki e.t.v. ekki Thatcher þá er hann ekki sannfærður um að stjórn Verkamanna- flokksins myndi takast á við þau langtíma vandamál sem að baki liggja og eru mjög alvarleg. Þetta er eitt af vandamálunum. Eftir því sem andstæðurnar í samfélaginu hafa skerpst, hefur verið sú tilhneiging hjá valdhöfunum á toppnum að þjappa sér saman og ná með sér samstöðu. Því er hinn raunverulegi klofningur í bresku samfélagi á milli þeirra sem eru á toppnum í valda- kerfinu og þeirra sem eru á botninum en innan ramma samstöðunnar á toppnum keppa hópar um hver geti stjórnað kerfinu best og á hinn veginn vex þeirri tilfinningu ásmegin, meðal þeirra sem verða undir > samfélaginu, að þeir séu ekki þátttakendur i ákvörðunum samfélagsins. Meðan forysta Verkamannaflokksins kynnir sig sem betri „forstjóra" hnignandi samfélagskerfis, skortir flokkinn þá réttu greiningu á vandamálunum og það siðferði. sem skapar flokkum stuðning fjöldans " ekki síst vinstriflokkum. Ef þingræði fels' aðeins í því að velja á milli „forstjóra" sein keppa sín á milli og án þess að kerfinu se breytt, þá er líklegt að kjósendur muni snúa baki við flokknum og álíta að hann muru ekki takast á við grundvallarvandamál efnahagslífsins." THATCHERISMINN. Á meðan Tony þagnar um stund og færir okkur meira kaffj verður mér litið um stofuna og tek eftir að a flestum hillum eru bollar og diskar með áletrunum í tilefni afmæla ýmissa vinstri' hreyfinga og verkalýðsfélaga eða Þa pólitískra atburða s.s. verkfalls kolanámu- manna fyrir þremur árum. Þetta er skemmtileg og táknræn andstæða þesS rándýra postulíns sem Wedgwood' fjölskyldan hefur framleitt fyrir yfirstéttina mann fram af manni, verður mér hugsað- En snúum okkur nú að Thatcherismanum; Ríkisstjórnin fullyrðir að atvinnuleysi se hætt að aukast og að hagvöxtur og iðn' framleiðsla aukist jafnt og þétt. Þýðir þetta að efnahagslífið sé nú loksins á réttri leið? „í fyrsta lagi held ég að það sé ekki tu neitt sem heitir „Thatcherismi,“ svaraf Tony Benn. „Þetta er frasi. Ef þú lítur a málið í sínu rétta samhengi, þá má segja að þensluskeiðið eftir seinni heimsstyrjöldina hafi runnið út í sandinn af þeim ástæðum sem ég hef hér nefnt og við hafi tekið kapítalismi nýfrjálshyggjunnar og peninga' magnskenninganna. Efnahagsstefna sem byggði á þessum kenningum hófst raunaf fyrir valdatíð Thatchers, nefnilega 1 stjórnartíð Callaghans. Þegar bankarná neyddu Verkamannastjórnina til að skefa niður opinber útgjöld hófst samstaðan um stefnu peningamagnskenninganna. Það sem við höfum orðið vitni að sl. tíu n ellefu ár eða lengur, eru tilraunir til a vernda auðvaldskerfið með því að neyða vinnandi fólk til launalækkana og me niðurskurði á opinberri þjónustm Atvinnuleysið er engin tilviljun. Stefnan er atvinnuleysi, því það hefur þau áhrif a grafa undan launþegahreyfingunni, lækka launin og auka gróða fyrirtækjanna. P næst er ráðist að öðrum þáttum félagsleíj jöfnuðar, sveitarfélögunum, því rétt eins samstaða verkafólks er forsenda launa krafna þeirra og atvinnuleysi sundrar þvl' leiðir niðurskurður á sviði sveitarfélaganI!g til sundrungar og minnkandi stuðnings v' flokka sem berjast fyrir bættu skólakef húsnæði o.s.frv. Útkoman úr þessu öllu eru svo au kna! félagslegar andstæður, andstaðan er sterkarJ en áður og lögreglan varð því efld verules' 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.