Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 60

Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 60
L I S T I R Gorkúlur og líkamsvessar Gaman-sorgarleikur FAY WELDON er einn af virtustu rithöf- undum á Bretlandi og er fslendingum vel kunn ekki síst eftir að Dagný Kristjánsdóttir þýddi bókina Praxis og las í útvarpinu. Weldon byrjaði feril sinn sem blaðamaður og skrifaði síðar kvikmynda- og sjónvarps- handrit. Hún skrifaði m.a. fyrri hlutann af þáttaröðinni Upstairs, Downstairs, sem margir muna eflaust eftir. Weldon hefur skrifað smásögur og var ein þeirra þýdd og lesin í útvarpi. Bókin Puffball sem hér verður fjallað um kom út árið 1980 og er metsölubók eins og flestar bækur Weldon og ekki að ástæðu- lausu. Sagan gerist í sveit og borg og fjallar á listilegan hátt um samskipti manna. Aðalpersónan, Liffey, tákn nútímakon- unnar, sem vill lifa og leika sér, frjáls án þess að taka ábyrgð og þroskast. Hún er borgar- barn sem dreymir um rómantík sveitasæl- unnar. í upphafi sögunnar rætist draumur- inn og Liffey fær að takast á við þann raun- veruleika sem sveitin býður upp á. Liffey á sér annan draum, sem hún ákveður að láta ekki rætast, en það er draumur um að verða rithöfundur. Tilhugsunin um að sá draumur yrði að veruleika hræðir hana og henni finnst þægilegra að halda áfram að láta sig dreyma. Sveitasælan, sem hana dreymdi um reynist hins vegar gildra sem hún gengur í og hún verður ósjálfstæðari og háðari öðrum um hluti sem hún er vön að ráða sjálf. Það er dæmigert fyrir Liffey að láta rithöfundaferil lönd og leið. Hefði hún ekki gert það hefði hún þurft að opinbera hugsanir sínar og bera ábyrgð á þeim, en eitt helsta karakter- einkenni hennar er að leyna hugsunum sín- um og tilfinningum. Weldon gerir hana á þann hátt samnefnara fyrir flest nútímafólk. f upphafi sögunnar erum við kynnt fyrir tvennum hjónum sem eru aðalburðarásar sögunnar, þeim Liffey og Richard og sæmd- arhjónunum Mabs og Tucker. Liffey og Ric- hard, borgarbörnin, eiga sjö ára hjónaband að baki og hafa lifað í sælu blekkingarinnar. Flutningurinn í sveitina markar upphafið að breytingum í lífi þeirra. Þau öðlast meiri reynslu og fá tækifæri til sjálfsþekkingar, sem þau nýta sér reyndar ekki. En með aukinni þekkingu á lífinu eykst hræsnin og lygin milli þeirra. Mabs og Tucker, sveitafólkið, eru í augum borgarbarnanna ímynd jarðbundins sveitafólks, saklaus og elskuleg. En lesendur fá strax að kynnast þeirra réttu hlið. Þau hafa áhuga á borgarbú- unum eingöngu vegna þess að þau geta grætt á veru þeirra í sveitinni. Markaðslögmálin gilda ekki síður í sveitinni en í borginni. í raun er Mabs nær lögmálum náttúrunnar en Richard og Liffey grunar. Hún reynist vera rammgöldrótt og þekkir náttúru grasa, veðurs og vinda betur en títt er um sveita- fólk almennt. Liffey og Richard líta á sig sem heims- borgara sem þekkja flest og láta sér fátt koma á óvart. Pótt hún sé 28 og hann 34 eru þau saklausir krakkakjánar sem þekkja ekki eigin tilfinningar og afneita öllu sem illt er. Samskipti þeirra við aðra einkennast af þessu „sakleysi" og í því felst írónía sögunn- ar. Aðrir vita meira um kenndir þeirra en þau sjálf. I sveitinni verður Liffey leiksopp- ur Mabs og Tucker. í borginni uppgötvar Richard sér til sárrar hneykslunar, en mikill- ar nautnar í fanginu á hinni lífsþreyttu Bellu, að til eru fleiri stellingar í kynlífi en góða gamla trúboðstellingin. Ef til vill sjáum við í hjónabandi þriðju hjónanna, þeirra Bellu og Ray, í hvaða far- veg hjónaband þeirra Richards og Liffeyar stefnir. Ray og Bella eru gift af gömlum vana. Þau leita sér huggunar utan hjóna- bandsins og afneita þeirri staðreynd að þau eru að eldast og þarfnast hvors annars. Sam- ræður þeirra fara fram í stöðnuðum leikjum og dulbúnum árásum sem þau ein skilja. Börnin tvö eru hunsuð og alin upp af austur- ískri au-pair-stelpu. Gorkúlurnar (puffballs) eru mikilvæg tákn í sögunni. Liffey uppgötvar þær fyrst og hana hryllir við þeim. Ein þeirra minnir hana á magann á ófrískri konu og önnur á mannsheila. „Ég og Richard1' hugsar hún. Hann er heilinn og hún er maginn. Hún verður ófrísk og hana hryllir jafnmikið við óléttunni og gorkúlunum. Richard sem er hrifinn af gorkúlunum verður heilinn í sam- bandinu þegar hann einn þarf að sjá þeim farborða. Gorkúlurnar skipta Tucker engu, honum finnst þær ógeðslegar og sparkar í METSÖLULIS Bækur á íslensku eina. Liffey er áhorfandi að því og hugsar með sér: „Betra að láta bónda sparka í sig en að láta Bellu og Ray rífa mann í sig.“ Þessi setning rætist þegar Tucker forærir Liffey, sem er undir áhrifum „ástardrykks" fra Mabs. Einnig þegar Bella tælir Richard og spottar hann og hæðir (hún rífur í sig heil- ann). Mabs staðhæfir að gorkúlurnar séu ónáttúrulegar og kallar þær augasteina and- skotans. Eins og Liffey finnst henni þæf minna sig á ófríska konu (móður sína) og reynir að fremja á þeim galdra til þess að drepa fóstur Liffeyjar. Tákn bókarinnar eru fleiri, oft margræð, en alltaf skýr. Weldon skrifar léttan stíl, tónninn er kíminn og háðskur. Henni tekst að draga fram mannlegt eðli á írónískan hátt. Hún sýnir fram á að mannlegir veik- leikar eru staðreynd sem lesandinn verður að viðurkenna og vei þeim sem reynir að afneita því. í rauninni er það ekki borgarlegt umhverfi eða sæla sveitarinnar sem ráða ör- lögum manneskjunnar heldur er það líkams- starfsemi fólks sem ræður mest ferðinni- Skynsemi, hugvit og galdrar hafa lítið með örlögin að gera. Manneskjurnar sem l»a mest eftir höfðinu ráða minnst ferðinni, þvl það er líkaminn allur sem stjórnar lífinu- Það er ekki náttúran í sveitinni sem breytir mannfólkinu heldur náttúran í líkama okkar sjálfra. Aðalatriðið er að viðurkenna þessa staðreynd til þess að öðlast frelsi. Fay Weldon er í senn einhver fyndnasti og raunsæjasti rithöfundur okkar tíma og henn' tekst að sanna það í ævintýralegum gaman- sorgarleik gorkúlanna. ■ Ragnhei&ur Óladóttir T 1 ÞJÓÐLÍFS 1. Stórbók Þórbergs Þórðarsonar. Mál og menning. 2. íslcnsk lýrik. Mál og menning. 3. Hávamál/Völuspá. Svart á hvítu. 4. Tómas Jónsson metölubók. Guðbergur Bergsson. Forlagið. 5. Kvaeði og greinar. Steinn Steinarr. Vaka/Helgafell. 6. Sagan af brauðinu dýra. Halldór Laxness. Vaka/Helgafell. 7. Myrkraverk. Margit Sandemo. Prenthúsið. 8. Times Atlas. Mál og menning. 9. Gikkur. Svart á hvítu. 10. 100 ára einsemd. Gabriel García Marquez. Mál og menning. Bækur á erlendum málum 1. A Perfect Spy. John le Carré. 2. A Taste for Death. P.D. James. . 3. Clan of the Cave Bear. Jean M. Auel. 4. Mammouth Hunters. Jean M. Auel. 5. I Tina. Tina Turner. 6. ril take Manhattan. Judith Krantz. 7. The Old Devils. Kingsley Amis. 8. The Endless Crime. Brian Forbes. 9. The Mackson Spies. John Trenhaile. 10. Fatherhood. Bill Cosby. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.