Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 42

Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 42
ÞORVARÐUR ÁRNASON ■ FullkomiA stjórnborft. Alllr fréttamenn fi stól og síma. Alger umskipti Úr þrengingum og loftleysi í glæný húsakynni NÚ FÁ ALLIR sér stól og sér síma. Það hafa allir hér á fréttastofunni þráð í fleiri ár. Þetta leggst mjög vel í okkur,“ segir Kári Jónasson, fréttastjóri ríkisútvarpsins, við Þjóðlíf og mælir þar fyrir munn 22 starfs- manna fréttastofunnar sem eru nú heldur kampakátir með nýju aðstöðuna í húsa- kynnum útvarpsins við Efstaleiti. Fréttaliðið flutti sig úr gamla Skúlagötuhúsinu fyrir nokkrum dögum og svo fékk nýja útvarps- húsið formlega vígslu síðdegis 19. júní. Það var hátíðarstemmning yfir athöfninni þegar forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, vígði nýja Efstaleitishúsið og gleðibragur á mannskapnum. Stórum áfanga náð í sögu RÚV því byrjað var að stinga fyrir bygging- unni í menntamálaráðherratíð Vilhjálms Hjálmarssonar fyrir meira en áratug. Klukk- an sjö um kvöldið fóru svo fyrstu fréttir í loftið frá nýju fréttastofunni. „Fréttastofan hefur verið í Skúla- götubyggingunni frá 1969, áður var hún í húsnæði á horni Klapparstígs og Hverfis- götu og þar áður í gamla Landsímahúsinu," segir Kári. „Þetta eru alger umskipti fyrir fréttastofuna og nú erum við t.d. með stórt stjórnborð eða fréttaborð þar sem vakt- stjórar og fréttamenn í stuttum fréttum sitja fyrir utan stúdíógluggann. Og nú blasir nýtt útsýni við frétta- mönnum. Við höfum Reykjanessfjall- garðinn og Álftanesið fyrir okkur í stað Sambandshússins og Seðlabankans, en auð- vitað söknum við þess að eygja ekki lengur Esjuna og Kolbeinshausinn úr norðurher- berginu á gömlu fréttastofunni. Það er auð- vitað slæmt að geta ekki horft út á hafið og fylgst með skipaferðum en það kemur efa- laust eitthvað í staðinn s.s. flugferðir því nú erum við staðsett í aðflugslínu að Reykja- víkurflugvelli.“ Tæknilegar aðstæður batna líka til muna við þessa tilflutninga. Tölvuskjám hefur ver- ið fjölgað og nú koma allar erlendu fréttirn- ar inn á tölvur, að sögn Kára. „Og þessa dagana erum við líka að byrja að fá fréttir frá fréttastofum á Norðurlöndunum, Rit- zau, NTB, TT í Svíþjóð og FNB í Finnlandi og erum fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem fáum þessar fréttasendingar - beint í tölvu. Það er út af fyrir sig mikill áfangi og alger tilviljun að það gerist um leið og við flytjum í nýju aðstöðuna í Efstaleitinu," bætir hann við. Svo hlustendur œttu að verða varir við þcer breytingar sem eru orðnar á högum frétta- manna RÚV? „Já, ég ætla að vona það og má bæta því við að nú fáum við miklu fullkomnara stúdíó til nota fyrir fréttamenn. Áður var það svo að í gamla stúíóið nr. 6 á Skúlagötunni mátti með illu móti koma þremur mönnum fyrir og aðstaðan var slík að eftir tíu mínútur var orðið ólíft þar inni vegna loftleysis nema hurðin væri höfð upp á gátt, en eins og gefur að skilja er ekki beint þægilegt fyrir menn að tala í útvarpið fyrir opnum dyrum. Þarna fáum við bæði mjög fullkomið upptöku - og útsendingarborð og mun rýmra stúdíó og það er sérstakt við þetta stúdíó fréttamann- anna í Efstaleiti, að það er eina stúdíóið með glugga sem snýr ekki bara til tækni- mannsins heldur sjáum við fram á fréttastof- una úr því og svo suður á fjöllin á Reykja- nesinu.“ 22 fréttamenn starfa á fréttastofu ríkisút- varpsins og einnig eru fastráðnir fréttamenn á Akureyri, ísafirði og Egilsstöðum. Auk þess heyrir morgunvakt útvarpsins undir fréttastofuna, fréttir á ensku fyrir ferða- menn og síðdegisþátturinn Hringiðan. Þetta er mikið batterí sem nú er alfarið flutt í nýja Efstaleitishúsið en ekki er þó öll starfsemi gömlu gufunnar horfin frá Skúlagötunni því einhverjar upptökur verða áfram gerðar i gamla húsnæðinu. „Fréttastofan er í gangi hér um bil allan sólarhringinn, alla daga ársins og við státum okkur af því að vera eini fréttamiðillinn á landinu sem nær yfir allt landið og miðin og þess vegna hefur verið lögð ríkuleg áhersla á að ganga sem best frá allri aðstöðu á frétta- stofunni. Þar er unnið frá klukkan sex á morgnana og fram yfir miðnætti." Og þið eruð þá vœntanlega enn betur 1 stakk búin nú til að taka þátt í fjölmiðlasant- keppninni? „Jú, og við óttumst ekki samkeppnina enda trúum við því og treystum að fólk hlusti á fréttir ríkisútvarpsins. Nýjasta út- varpsstöðin hefur líka beinlínis lýst því yf,r að hún ætli ekki að fara í samkeppni við okkur á fréttasviðinu. Slíkir séu yfirburðir okkar að samkeppni sé þýðingarlaus." ■ Ómar Fri&riksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.