Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 46
I N N L E N T Einhver önnur manneskja Kona undir þrítugu ÉG TREYSTI MÉR til þess að segja mína sögu í dag, en ég hefði ekki gert það fyrir nokkrum árum. Ég var erfiður unglingur, átti heima á krummaskuði úti á landi. Ég giftist mjög ung, bara barn, og átti krakka langt fyrir tvítugt. Auðvitað fórum við að búa og ég hélt að þetta væri voða gaman. Var dauðfegin að komast að heiman; ég hef aldrei fílað mömmu, hún er bytta og vill ekki viðurkenna það en pabbi var ágætur. Eftir smátíma fannst mér þetta alveg ferlega hallærislegt og þegar ég kynntist hér nokkrum krökkum sem voru á vertíð, þá ákvað ég að stinga af suður með þeim. Krakkinn varð eftir heima hjá foreldrum mínum og pabba sínum. Þegar suður kom sukkaði ég hér í góðan tíma. Maður varð blankur og þá kynntist ég strák sem var á sjó; hann var í landi aðeins stuttan tíma en átti „múlti“ fé. Við höfðum það æðislegt og þegar hann fór, þá hitti ég annan sem átti peninga. Petta gekk svona og við höfðum það fínt, nóg brennivín og einnig dóp. Hvað sem var. Ég hef alltaf verið frekar lagleg eða hvað maður á nú að segja, allavega átti ég ekki í neinum vandræðum með að ná mér í stráka. Eina skilyrðið var að þeir ættu nóg af pening og dópi eða víni. Við bjuggum á hótelum, ferðuðumst - og sumir dagar voru góðir, aðrir slæmir. Núna vissi ég að það var búið að dæma af mér krakkann, mér var svo sem sama þá — ég hugsaði ekki svo mikið um þetta. Ég vildi bara lifa lífinu. Ég held að eftir það hafi ég gefið skít í allt og alla. Ég stal ef ég gat, lenti í iöggunni, rnér var nauðgað og svoleiðis ógeð. Eftir það var mér svo sem sama hver það var sem ég svaf hjá, bara ef ég var nógu djöfulli rugluð. Til þess að vera vímuð þurfti ég peninga eða þá einhvern sem átti stuð. Hvort ég varð að sofa hjá honum til þess að fá það var mér alveg sama um, bara ef ég var nógu hátt uppi. Þetta var meira greiði gegn greiða. Eg hugsaði lítið um það hvort ég væri vændiskona eða rnella - það var eitthvað allt annað. Svona kerlingar sem standa í gluggum og þannig í gagnsæjum nærbuxum og svoleiðis. Ég hafði ekki neinn fastan samastað nema þá hjá vinkonu minni sem leigði herbergi, en það var ekki alltaf hægt að koma til hennar. Hún seldi sig grimmt og það var ömurlegt að vera hjá henni ef það voru gestir. Maður lét sig svo sem hafa það, enda í lagi ef ég var stónd. Hjá mér var þetta meira svona beinharður bisness fyrir stöffi og smá mat; einn dráttur hvar sem var og búið. Ég var farin að nota hvaða vímuefni sem var og mér leið djöfullega. Fyrir tilviljun hitti ég gamlan vin og honum tókst að ÞORVARÐUH ÁRNASON draga mig í meðferð þar sem hann hafði sjálfur verið. Það gekk allt ágætlega og ég kynntist fullt af fólki. Þarna voru líka margir sem ég hafði verið með á götunni. Við héldum síðan hópinn eftir að við komum úr meðferð. Einn daginn meikaði ég þetta ekki meira og stakk af til útlanda mcð gæja sem átti að versla stuð með nóg af seðlum. Við stungum af og höfðum það gott í nokkurn tíma, ætluðum meira að segja að fá okkur húsnæði og lifa venjulegu lífi, en þetta endaði allt ferlega. Ég fékk einhverja sýkingu og þannig komst ég inn á sjúkrahús og þaðan var ég send heim til íslands. Eftir það fór ég aftur í meðferð og nú erlendis. Ég var nokkuð lengi og kynntist mörgu frábæru fólki. í dag er ég laus við stöff og vín, mér líður svona þokkalega, það er rúmlega ár síðan ég var í þessu. Ég hef verið að reyna að vinna úr mínum málum. Eins og t.d. með krakkann og fleira. Mér finnst þetta erfitt, ég vakna oft upp á nóttunni með ferlega drauma, og er alveg að drepast úr hræðslu, finnst ég vera enn á götunni, og svoleiðis. Stundum finnst mér líka að það hafi verið einhver önnur manneskja en ég sem hef veriö í þessu. Þetta var ógeðslegt og ég held ekki að ég komist nokkurn tíma alveg yfir þetta. Þetta er eins og að missa nokkur ár úr lífi sínu. Kynlíf fyrir mig? Nei takk, ekki enn og ég veit ekki hvenær. Mér finnst ég óhrein og ég þekki ekki kynlíf nema við einar aðstæður: Þar sem ekkert er gefið og allt er selt. Kona án skuldbindinga Saga viðskiptavinar ÉG HELD AÐ staða mín sé mjög venjuleg. Ég á góða konu, hef góða og vel launaða vinnu og á uppkomin börn. Ég hafði oft hugsað út í það hvernig það væri að eiga fasta vinkonu, konu sent maður gæti leikið sér með, ef ég má orða það þannig. Konu án allra skuldbindinga - og hér á ég auðvitað við konu sem er tilbúin að selja sig fyrir peninga. Ég rak augun í smáauglýsingu í DV, en þar var kona að auglýsa eftir kynnum við karlmenn. Ég svaraði svona að gamni mínu, en eftir nokkurn tíma hafði hún samband við mig. Við ákváðum að hittast á ákveðnum stað hér í borginni. Það fór strax vel á með okkur. Hún leit vel út og það var gaman að tala við hana. Ég held að mér hafi liðið hálf asnalega, kannski eins og skólastrák sem var i fyrsta sinn að ná sér í konu. Mér fannst hún mun reyndari en ég. enda kom það á daginn að hún kunni mikið fyrir sér og hefur veitt nrér mikið. Það er gott að hafa samband við hana og ég held að ég hafi aldrei litið á hana sem vændiskonu, þrátt fyrir að ég greiddi henni fyrir greiðann. Hvað mikið ég borga vil ég ekki láta uppi. eI1 það er ágæt upphæð. Hún setur ekki upp neina fasta prísa en vill að hún sé frekar metin að verðleikum og mér finnst gott að vita af þvl að hún getur notað mína peninga. Ég býst við því að konan mín viti að ég hef samband við aðra konu. Okkar samlífi var að mestu lokið; hún hafði ekki lengt>r áhuga á mér og ég ekki á henni. Ég held bara að hún sé fegin. Við höfum alltaf verið góðir vinir og getað talað um allt, en ég hef ekk1 sagt henni beint frá þessu. Stundum hef ég samviskubit og mel finnst þetta hjónabandsbrot, en í aðra röndina er þetta ekki annað en að ég fæ mitt og sú kona sem ég kaupi fær sitt. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.