Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 14
E R L E N T Þrýstihópar í bandaríska þinginu Hið sérkennilega fyrirbæri „lobbyismi" ORÐIN þrýstihópar og fyrirgreiðsla vöktu til skamms tíma hálfgerða andúð hjá al- menningi í Bandaríkjunum, þótt flestir vissu undir niðri „að þannig gerist kaupin á eyr- inni“ í pólitíkinni, og það jafnvel á sjálfu Alþingi íslendinga, æðstu valdastofnun þjóðarinnar. Þrýstihópar láta æ meira til sín taka og fyrirgreiðslupólitíkin er komin í stefnuskrár stjórnmálasamtaka og skilar vænu fylgi eins og sést á uppgangi Borgaraflokksins í nýaf- stöðnum alþingiskosningum. Enn er þó langt þar til ástandið hérlendis verður eitthvað svipað því sem gerist í Bandaríkjunum, þar sem yfir 20.000 manns hafa atvinnu af því að ganga erinda inn- lendra og erlendra þrýstihópa í höfuð- borginni Washington. Washingtonborg, þar sem daglega eru teknar ákvarðanir sem skipta sköpum fyrir alla heimsbyggðina, iðar af fólki sem hefur það að atvinnu og þénar vel á því að hafa áhrif á þingmenn og aðra þá sem móta löggjöf Bandaríkjanna. ÞRJÁTÍU Á MÓTI EINUM. Aldrei fyrr hafa svo margir „lobbyistar," en svo eru sporgöngumenn þrýtihópa kallaðir vestra, starfað fyrir þá sérhagsmunahópa sem hafa akk af því að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við löggjafann. Mun láta nærri að það séu um 30 lobbyistar í Washington á hvern þingmann. Flestir þeirra sem starfa sem lobbyistar í Washington eru annað hvort menntaðir lög- fræðingar, viðskiptafræðingar, eða sérfræð- ingar í almannatenglsum. Vopnin sem þeir beita á þingmenn eru endalaus straumur vel staðfestra upplýsinga, fjárstuðningur við kosningasjóði þingmanna, og ef þetta dugir ekki til, þá er gripið til þess ráðs að þjarma að þingmönnum heima í héraði með stuðn- ingi ýmissa grasrótarsamtaka. í mörgum tilvikum er sótt að þing- mönnum úr öllum áttum þegar hagsmunir hinna ýmsu þrýstihópa skarast. Þess eru dæmi að lobbyistarnir, sem vinna fyrir þessa hópa, komist að málamiðlun sín á milli, sem síðan er kynnt þingmönnunum sem eiga að setja lögin. Margir stjórnmálaskýrendur hafa veru- legar áhyggjur af auknum völdum lobbyist' anna og þeirri staðreynd að þingmenn styðj' ast í síauknum mæli við upplýsingar frá þeim við ákvarðanatökur. „Það sem við seljum viðskiptavinum okk- ar, er trygging fyrir því að símtölum þeirra verði svarað,“ sagðji Frank MankiewicZ; fyrrum ráðgjafi Róberts heitins Kennedy. 1 viðtali við tímaritið Time fyrir nokkru- Hann vinnur sem lobbyisti fyrir stjórmr Marokkó, Tyrklands, Saudi Arabíu og JaP' ans, svo nokkur lönd séu nefnd. Þeir sem kaupa þjónustu lobbyistanna 1 Washington, eru allt frá grasrótarsamtökum til stórra iðnfyrirtækja, frá baráttusam' tökum gegn fóstureyðingum til umhverfis' sinna, frá verkalýðshreyfingunni til atvinnU' rekenda, auk erlendra ríkja. GUCCI-STRÆTI. Daginn út og dagi1111 inn er ys og þys á göngunum í Capitol Hn*’ þar sem bandaríska þingið er til húsa- Lobbyistarnir sitja fyrir þingmönnum fm' trúa- og öldungadeildarinnar sem skjótas 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.