Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 43
Nýr miðbær opnaður í heilu lagi
ffærast viðskiptin úr gamla miðbænum?
^hyggjuefni sem sækir á marga.
1 GAMLA miðbænum ræða verslunar-
°8 þjónustueigendur nú af fullri alvöru sín í
fnilii hvaða afleiðingar það kann að hafa
ynr gamalgróin viðskipti þegar nýja Hag-
aupshúsið í Kringlunni opnar 13. ágúst
n®stkomandi. Það verður hreinlega opnað-
Ur nýr miðbær í Reykjavík í heilu lagi í
SUrnar og verða þar alls um 70 fyrirtæki af
yntsu tagi auk Hagkaupsverslananna. Gólf-
°tur Kringlunnar sem er nú á lokastigi
uppbyggingar og frágangs er 28 þúsund
ermetrar. Reiknað er með að 800 bílar fari
rn hverfið á hverri klukkustund þegar öll
PJ°nustustárfsemin verður komin í gang þó
Leiðrétting
1 asta málsgreinin í pistli Árna Sigurjóns-
L?nar um söluskatt af bókum í síðasta tölu-
ari ÞJÓÐLÍFS brenglaðist, og átti hún
að vera svona:
P "'‘yiuienna reglan virðist vera sú, að því
sem þjóðin er, þeim mun meiri
a?öu sjá yfirvöld til að hafa háan sölu-
skatt á bókum.“
h.?entsa8t: Fámennar þjóðir hafa háan
askatt en fjölmennar lágan.
enginn geti með vissu áttað sig á aðsókninni.
ÁTVR verður með verslun í Kringlunni og
er reiknað með miklum straumi aðeins af
þeim sökum.
Bílastæði fyrir 13 hundruð bíla á tveimur
hæðum verða fyrir viðskiptavini en þó
reikna sumir með að á mesta annatíma nægi
það hvergi til. Allskonar þjónustufyrirtæki
hyggjast opna í Kringlunni, verslanir og
veitingastaðir og á allt að verða frágengið
þegar miðstöðin opnar. Erfitt reynist að fá
nákvæmar upplýsingar um kostnað við
þessa uppbyggingu alla en samkvæmt upp-
lýsingum Hagkaupsmanna er byggingar-
kostnaðurinn áætlaður um 1.4 milljarðar
króna og eru þá bílastæði og frágangur lóðar
meðtalið en ekki innréttingar einstakra
fyrirtækja.
Margar nýjungar munu vera áformaðar í
þessum nýja miðbæ þar sem suðræn tré og
annar gróður gefur breiðum göngugötum
sérstæðan blæ.
Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort ríkislög-
reglan þurfi ekki að hafa eftirlitsferðir á
þessu svæði rétt eins og í venjulegum mið-
bæjarkjörnum borgarlífsins. Engin þörf er á
því vegna þess að fyrirhugað er að einkaaðil-
ar sinni öryggisvörslu á svæðinu og tryggi
friðsemd og ró í yfirbyggðum miðbæ Kringl-
unnar.
ÞJÓÐLÍFSTÖLUR
Hlutfall árekstra í umferðinni sem verða við
gatnamót: 40%
Fjöldi símskeyta til útlanda árið 1965: 95.544
Árið 1985: 14.509
Telexritanir til útlanda árið 1965: 20.541
Árið 1985: 626.734
Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum
1986: 4 milljarftar
Miðað við útflutningstekjur af frystum fisk-
afurðum: 40 prósent
Fjöldi fanga í íslenskum fangelsum að meðal-
tali á dag 1986: 87.67
Fangapláss í fangelsum landsins: 108
Hlutur kvenna í bæjarstjórnum eftir kosningar
1986: 28.8%
Fjöldi starfsfólks í sjávarútvegi sem ekki hefur
skólamenntun til starfsins: 90%
Þörf fyrir leiguhúsnæði á íslandi til ársins 1990:
3000 íbúftir
Fjöldi hunda á skrá í Reykjavík: 720
Fjöldi sauðfjár í Reykjavík 1986: 598
Starfandi læknar á íslandi árið 1986: 685 Þar
af konur: 75
Áætlaður fjöldi lækna á íslandi árið 2000:
1130 Þar af konur: 255
Fjöldi íslendinga sem telja skv. skoðanakönn-
un að stjórnmálamenn segi yfirleitt ekki sann-
leikann: 76%
Áætluð landkynning íslands í erlendum fjöl-
miðlum vegna leiðtogafundarins í Höfða 1986:
20 milljarftar
Fjöldi 15 til 20 ára skólanemenda sem hafa
reynt kannabisefni: 14.5%
Heildarframkvæmdir íslenskra aðalverktaka
fyrir varnarliðið 1986: 2.2 mllljarftar
Neysla gosdrykkja á mann árið 1960 í lítrum:
20.7
Neyslan á mann árið 1985 : 97.0
Hækkun lánskjaravísitölu í júní frá fyrra mán-
uði: 1.5% Umreiknað til árshækkunar:
19.6%
Hækkun byggingarvísitölu í maí frá fyrra mán-
uði: 2.2%
Verðbólga á heilu ári miðað við þessa hækkun:
29.2%
Meðalaldur brúðgnma við fyrstu giftingu:
26.6
Meðalaldur brúða við fyrstu giftingu: 24.4
Hækkun á meðalaldri brúðhjóna frá árunum
1971-75: 2 ár
Fullur ellih'feyrir einstaklings á íslandi á mán-
uði miðað við 67 ára aldur: 7.371 krónur
(Heimildir: Alþingistíðindi, Fjármálatlðindi, Hagtíðindi,
Hagstofa Islands, Lœknablaðið, Morgunblaðið, Trygg-
ingastofnun ríkisins)
43