Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 6

Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 6
BRÉF FRÁ LESENDUM Eftir kosningar Kosningabaráttan óvenjulega ÞÁ ERU KOSNINGARNAR liðnar hjá í þetta skipti. Ég heyrði talað um það að þessi kosningabarátta hefði um margt verið óvenjuleg. í því sambandi er talað um klofn- ing Sjálfstæðisflokksins, sem óneitanlega setti mark á baráttuna. Einnig er talað um hlut hinna nýju fjölmiðla og auglýsinganotk- un flokkanna. Ég er sammála því að þessir hlutir settu svip sinn á kosningabaráttuna, en það er þó annað sem mér finnst merki- legra og meira einkennandi: ósýnileiki kvenna í hinni pólitísku umræðu. Það var þó alveg greinilegt að flokkarnir höfðu skipu- lagt kosningabaráttuna með það fyrir aug- um að gera konur sínar sýnilegar. Það tókst hins vegar bara í auglýsingunum, svo sem eins og „Brjótum múrana, fjórar konur á þing“, sem Alþýðuflokkurinn hélt mjög á lofti til að byrja með. Alþýðubandalagið birti fallegar litmyndir af sínum konum og talaði um „kvennalista Alþýðubanda- lagsins“. Sjálfstæðisflokknum tókst að fylla heila síðu í Morgunblaðinu af sínum konum á framboðslistunum. Af þeim konum fóru tvær á þing. í augnablikinu man ég ekki hvernig Framsókn auglýsti sínar konur, enda gerðist þetta allt í byrjun kosningabar- áttunnar áður en alvaran byrjaði. Af hverju hurfu konurnar? Að mínum dómi er ástæðan þeir atburðir sem gerðust í íslenskri pólitík og röskuðu hinu tiltölulega trausta pólitíska landslagi. Sjálfstæðisflokk- urinn klofnaði. Hér voru á ferðinni alvar- legir atburðir sem hreyfðu meira og minna við öllum flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn fór í uppnám, fjölmiðlar stigu stríðsdans í kringum forystumenn flokksins og börðust um að fá skoðanir þeirra á atburðunum. í öllu fjaðrafokinu man ég ekki eftir að talað hafi verið við eina einustu konu innan Sjálf- stæðisflokksins til að fá álit á því hvað væri að gerast. Ég hugsaði með mér: „Eru engar konur í Sjálfstæðisflokknum?" Það fór að sjálfsögðu ekki framhjá neinum að í hinum óstofnaða Borgaraflokki var allavega ein kona og þær urðu reyndar áður en yfir lauk a.m.k. tvær. Það er ljóst að klofningur Sjálfstæðis- flokks hafði veruleg áhrif á Alþýðuflokkinn, sem í skoðanakönnunum í vetur hafði aukið verulega fylgi sitt á kostnað Sjálfstæðis- flokksins. Nú fékk óánægt Sjálfstæðisfólk hins vegar sinn Borgaraflokk. Alþýðuflokk- urinn sá fram á verulega mikið erfiðari kosn- ingabaráttu en reiknað hafði verið með. Eft- ir þetta sá ég ekkert um þessar „fjórar konur á þing“ — þegar alvaran var orðin ljós voru það Jónarnir sem stormuðu fram á völlinn. Framsóknarfólk hélt nokkurn veginn ró sinni yfir klofningi Sjálfstæðisflokksins, enda annars konar vá sem steðjaði að í þeim búðum. Skoðanakannanir sýndu að flokkur- inn fengi hvorki þingmann í Reykjavík né á Reykjanesi. Það hefði nú kannski verið í lagi með Reykjavík, við þekkjum jú söguna um forvalið þar, en á Reykjanesi var sjálfur Steingrímur í framboði og í fallhættu. Ég þarf varla að fara í gegnum þau ósköp sem gerðust og dundu yfir þjóðina í formi auglýs- inga um styrka stjórn og klettinn sem var íslendinga eina von. í öllu þessu gleymdust að sjálfsögðu konurnar, það heyrðist hvorki um þær né til þeirra. Að vísu gerðust þau undur að flokkurinn fékk inn eina konu sem vonandi á eftir að setja sinn svip á þing- flokkinn, en ég verð að viðurkenna að ég átti erfitt með að koma auga á hana í hópi félaga sinna. Víst voru Alþýðubandalagskonur til og heyrðist jafnvel til þeirra; gallinn var bara sá að þeim tókst ekki að hrista af sér hið þreytulega yfirbragð sem einkenndi kosn- ingabaráttu flokksins. Ég segi að konur hafi verið ósýnilegar í kosningabaráttunni. Hér hef ég að sjálf- sögðu undanskilið Kvennalistakonurnar. Þær voru allt annað en ósýnilegar. í fjarveru kynsystra sinna í flokkunum skein stjarna þeirra enn skærar. Ég fylgdist vel með kosn- ingabaráttu flokkanna, kannski ögn betur með starfi Kvennalistans en hinna. í raun virtist málefnaágreiningur ekki mikill milli Kvennalista og Alþýðubandalags. Áhersla var lögð á svipaða hluti í stórum dráttum. Munurinn lá kannski fyrst og fremst í fram- setningu og hvernig talað var við fólk. Ég held að fjölmiðlarnir eigi ekki lítinn þátt í hinni góðu útkomu Kvennalistans. Ekki vegna þess að listinn hafi átt svo góðan aðgang að þeim (nema þá í neikvæðri um- fjöllun) heldur vegna dæmalausrar frétta- mennsku ljósvakafjölmiðlanna allra í sam- bandi við Albertsmálið og framboðs Borg- araflokksins. Venjulegu fólki ofbauð og það tók einnig eftir fjarveru kvenna í öllum þess- um látum — að sjálfsögðu fyrir utan Helenu Albertsdóttur. Eftir kosningar var ljósunum hins vegar rækilega beint að Kvennalistanum og nú voru fjölmiðlar og stjórnmálamenn nokkuð samtaka. Nú voru konurnar í „lykilað- stöðu“, „Boltinn er hjá konunum" og „Við bíðum og sjáum hvaða skilyrði konurnar setja“. Enginn stjórnmálamaður gat tekið afstöðu eða sagt nokkuð um stjórnarmynd- un fyrr en Kvennalistinn segði hvað hann vildi. Að vísu hafði listinn lagt fram ítarlega og aðgengilega stefnuskrá fyrir kosningarn- ar, en það virtist ekki hafa haft nein áhrif í þá átt að kollegar þeirra í flokkunum gætu 1 gert sér í hugarlund hvað þær settu á hinn fræga odd. Sú spurning vaknar hjá leikfólki hvaða augum stjórnmálamenn líti á kosn- ingastefnuskrár og málflutning hvers annars eftir kosningar. En konurnar tóku sér þann rétt „að vinna á eigin forsendum". Þær voru nú komnar í stöðu sem var þeim óþekkt og vildu því athuga sinn gang vandlega. Sunnudaginn eftir kosningar komu þær saman til að skipu- leggja vinnuna framundan. Vinnan fór fram í málefnahópum, en á hverjum degi kl. 5 var sameiginlegur fundur þar sem starf hópanna var rætt og tekin afstaða til mála. í Kvenna- listanum er þetta aðferðin við að taka meiri- háttar ákvarðanir. Sú ákvörðun var tekin í upphafi að algjör trúnaður skyldi ríkja og engar yfirlýsingar skyldu gefnar út til fjölmiðla eða stjórn- málamanna fyrr en verkinu væri lokið. Þessu var strax komið á framfæri við fjöl- miðla, en það læðist að mér sá grunur að 1 fjölmiðlarnir hafi ekki tekið þetta alvarlega. Fréttamenn hafa sjálfsagt talið sig hafa reynslu fyrir því að erfitt er að halda upplýs- ingum leyndum í stórum hópum og kannski ekki búist við því þegar yfir 100 konur áttu í hlut. Fjölmiðlafólk gerði ítrekaðar tilraunir til að fá einhverjar upplýsingar, en varð ekkert ágengt. Þegar líða tók á vikuna og konurnar héldu ótrauðar áfram sinni vinnu án þess að nokkuð læki út tók óróleikinn að breiðast út meðal fréttamanna og pólitík- usa. Allir biðu eftir konunum — hvað voru þær eiginlega að bralla? Þar sem ekkert lak út hlaut eitthvað mjög dularfullt að vera að gerast, jafnvel ógnvænlegt. Það var sungið i kór: „Þær vilja ekkert segja, bara vera dul- arfullar." Jafnvel Jón Baldvin fór að missa áhugann á þeim. Sagt var að með þessan þögn sinni stilltu þær sér sjálfar fyrir utan hina „ábyrgðarfullu" pólitísku umræðu. Greinilegs pirrings gætti meðal stjórnmála- manna. Það skyldi þó aldrei hafa verið vegna þess að staðfesta Kvennalistakvenna sýndi að þær höfðu talað af alvöru þegar þa:r sögðust vilja ný vinnubrögð og breytta for- gangsröð verkefna? Þær hikuðu ekki við að nota sín eigin vinnubrögð, hvað sem fjöl- miðlar og aðrir sögðu. Þegar ég yfirgaf landið var Þorsteinn að fa umboð til stjórnarmyndunar og einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni að áhugi á Kvennalistanum væri farinn að dofna, bæði í fjölmiðlum og í stjórnmálaheiminum- Þær höfðu ekki stigið dansinn „rétt“. ■ Sigþrúður Helga Sigurbjarnardóttir 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.