Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 53
F Ó L K ísfirðingar smíða flugvél Ættarskömmin að Ijúka einkaflugmannsprófi Á PÓLSTÆKNI HF. vinna nokkrir ná- skyldir flugmenn. ÞJÓÐLÍF hitti þar að 'í'áli heilann á bak við Pólsvogirnar frægu, Pfn Ingólfsson og bróður hans flugmanninn Hálfdán Ingólfsson. Eruð þið með flugdellu? >,Spurðu Hálfdán, það er hann sem kemur fram í fjölmiðlum." Hálfdán ert það þtú sem stendur fyrír svif- drekadellunni sem gengur yfir landsmenn? „Ja, það var ég sem byrjaði á þessu með PV1 að smíða mér dreka eftir viskýauglýs- lngu. En það þurfti enginn að herma það eftir mér.“ Er það satt að þið brœður og faðir ykkar bafið allir flugmannspróf og að þið hafið í Sameiningu smíðað flugvél? „Já, við erum allir með einkaflugmanns- Pr°f, Hálfdán er reyndar með atvinnuflug- j^annspróf líka og hefur starfað hjá flugfé- a8lnn Ernir í 5 ár. Meira að segja ættar- s. mmin er að Ijúka einkflugmannsprófi jjúna á næstunni. Pabbi byrjaði að læra flug Pegar hann var 53 ára gamall. Við eigum Venjulega flugvél með fyrirtækinu en okkur e‘ur lengi langað til að eignast flugvél sem tutur lent svo til hvar sem er. Þess vegna , eyptum við okkur smíðasett að utan og ytjuðum að setja hana saman í Janúar. Við v°rum fimm að þessu og það tók 900 tíma. ■ Feftgarnlr á ísafjar&arflugvelll. Viltu ekki koma með okkur út á flugvöll og skoða gripinn?“ Á flugvellinum reynast kríurnar vera mun fleiri en flugvélarnar. Þær hafa varp í jaðrin- um á flugvellinum og ein, sú herskáasta, er með hreiður á vellinum sjálfum. Með krí- urnar gargandi yfir höfðinu skoðum við minnstu flugvél á landinu. Má ég kalla þessa vél Trabant flugvél- anna? „Nei, nei, alls ekki. Þetta er miklu fremur mótórhjól flugvélanna,“ segir Örn og hlær. „Eins og þú sérð er þetta lítið kríli, hún vegur aðeins 190 kg og er nánast leikfang. Við fljúgum henni aðeins á góðviðrisdögum eins og núna. Þessi vél er þeim einstöku eiginleikum gædd að geta tekið á loft og lent á mjög stuttri braut. Hún fer mjög hægt af stað, þess vegna þarf hún svona stutta braut. Flugtakslengd er aðeins 16 metrar í logni en í , mótvindi tekur hún upp á lengd sinni. Þarna kemur pabbi, hann er að fara í sitt fyrsta sólóflug á krílinu.“ Ingólfur Eggertsson er grannur, unglegur og snar í hreyfingum. Hann segir að það sé ekkert meira að taka einkflugmannspróf en bílpróf og aldurinn skipti ekki máli. Það er meira bóklegt í fluginu, en góður bílstjóri getur alveg eins lært á flugvél eins og bfl. Ég spyr þá feðga hvort þetta sé ekki dýrt. „Það er ekkert dýrara að taka flug- mannspróf en hvert annað sport. Ef áhuginn er fyrir hendi er um að gera að drífa í þessu.“ „Ef ég hætti að reykja hef ég þá efni á flugtímum? „Þú getur reynt það,“ segir Hálfdán sposkur á svip og fær sér sígarettu. ■ Ragnhel&ur Óladóttir $gta blaðið í bænum lsf'röingar meö flugvélar í höföinu leg^^^^^^NGA 2 á ísafirði er myndar- nót, Jentsrr,iðja þar sem unnið er dag og UnRa La"ar ^e'8ar- Par hitti ég að máli tvo s°n ri, .afnamenn, þá Sigurjón J. Sigurðs- kafj yS t0ra °8 Halldór Sveinbjörnsson, á fá sért-^ff0 ^etr ®afu ser tlma a^ Pnsta, Pið j °8 segja örlítið frá sjálfum sér. Sejið út Bœjarins besta, ekki satt? „Jú, við fórum að gefa út sjónvarpsdag- skrána 14. nóv. 1984,“ segir Halldór. „Ég fékk þá flugu í höfuðið að það væri sniðugt að gefa út blað,“ segir Sigurjón. „Hann fékk flugvél í hausinn,“ skýtur Halldór inn í. „Það var mikið basl í fyrstu. Við fundum gamla offsetvél hérna á loftinu sem við prentuðum á og þurftum að sækja alla filmu- vinnu til Reykjavíkur. Blaðið kom samt allt- af út á réttum tíma,“ segja þeir stoltir. „Svo fékk ég aðra flugu í höfuðið," segir Sigurjón. „Það var hin flugvélin," bætir Halldór við. „Mér datt í hug að gefa út almennilegt fréttablað. Þá fóru hjólin að snúast. Við fengum húsnæðið hérna niðri og gátum flutt úr þrengslunum á loftinu. Við fjárfestum í græjum og hér sérðu alvöruprentsmiðju. Við erum með tíu manns í vinnu núna, áður var Halldór eini prentarinn." Er nóg af fréttum til þess að gefa út frétta- blað á svona litlum stað? „Hvaða litla stað ert þú að tala um?“ Þeir Halldór og Sigurjón hlæja dátt. „Þú verður að athuga að við erum á ísafirði og hér er alltaf nóg að gerast. Við erum með fastan þátt í blaðinu, sem heitir Hákur og er það harðorður maður svona líkt og Dagfari í DV sem skrifar um það sem er að gerast í at- vinnulífinu í bænum. Ég get alls ekki sagt þér hver hann er því það er leyndarmál. Svo er alltaf nóg af tilfallandi fréttum. Nú, við birtum alltaf skatta og útsvör og þá verður allt vitlaust í bænum. Við erum líka oft með opnuviðtöl sem hafa vakið mikla athygli og það er oft vitnað í okkur í blöðunum fyrir sunnan. Við höfum líka vakið athygli á sóðaskapnum í bænum og það er þegar farið að bera árangur.“ En M-hátíðin, eru ekki allir ísfirðingar á M-hátíð? „Nei, það nennir enginn að hanga yfir einhverjum ræðuhöldum alla daga. Það eru bara einhverjir gáfumenn sem geta setið undir fyrirlestrum um íslenska tungu.“ Hvað með áskrifendur? „Við dreifum blaðinu í hvert hús á ísa- firði, Súðavík, Hnífsdal, Bolungarvík og Flateyri, og alla sveitabæi í Djúpinu. Þar að auki erum við með áskrifendur um allt land og alla leið til Sidney í Ástralíu." Þar með kveðjum við ritstjóra og prent- ara þessa heimsfræga blaðs. Hver veit nema Sigurjón fái þriðju flugvélina I hausinn og fari að gefa út dagblað. ■ Ragnhel&ur Óladóttir 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.