Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 72
B í L A R
ÞORVARÐUR ÁRNASON
■ Einkunn: Gó&ur bfll, bœfti norftur á Patreksfjörft og gegnum Evrópu.
Gírarnir voru næsta umræðuefni Ásgeirs.
„Það er svo einkennilegt að sumum nægir að
vera alltaf í þriðja, jafnvel þótt það séu
fimm gírar eins og á þessum. Þeir gætu
auglýst þegar þeir selja bílinn: „Lítið ekinn,
vel með farinn, fjórði og fimmti gír ónotað-
ir.“! En það er náttúrulega óttalegt bensín-
bruðl. Það á að nota gírana — og njóta
þeirra - annars á fólk að fá sér sjálfskiptan
bfl. Það er reyndar hægt að fá þennan
þannig.“
Ásgeir treður hugsandi í pípu sína.
„Þú finnur að mótorinn snýst ljúflega —
nánast hægt og hljótt - þó við séum típrós-
ent yfir hámarkshraða og við erum samt að
hamast við að spara bensín. Án þess að vita
af því. Hann vinnur léttilega hérna yfir Arn-
arneshæðina þó við séum í fimmta, og hefur
svo sem ekki mikið fyrir því. Og það er
auðvelt að tala saman með venjulegum
raddstyrk. Heyrðu annars, er þetta nokkuð
löggan á hvíta Volvónum þarna?“
Pípunni var stungið í vasann og ekið
áfram - hægt og hljótt, aðallega hægt. Síð-
an beygðum við inn á Álftanesveginn.
„Þetta er splunkunýr bfll svo við skulum
ekki þenja hann,“ segir Ásgeir og ekur bfln-
um fimlega, „við sleppum því alveg að gá
hvað hann er fljótur í hundraðið eða hvað
hann kemst hratt. Ég efast ekkert um það
sem stendur í bæklingnum, ellefu sekúndur í
hundraðið, hámarkshraði 167 km/klst. En
ég vona nú að fólk þurfi ekki að flýta sér svo
mikið.“
ÁSGEIR Sigurðsson stóð úti á hlaði þegar
Orioninn renndi í garð. Ásgeir er einn af
bestu rallökumönnum landsins, varð númer
tvö í Ólafsvíkurrallíinu. „Hann hefur vit á
bflum,“ segir nafni hans Sigurgestsson en
fullvissar mig í leiðinni um að honum dytti
aldrei í hug að fara Álftaneshringinn á 56
sekúndum. „Hann heldur því stíft fram að
aldrei megi blanda saman rallakstri og öðr-
um akstri." Það er skynsamleg afstaða.
Og þeir nafnarnir spekúleruðu stíft, hurfu
hálfir ofaní vélarrúmið og höfðu á orði að
það væri gott að komast að því sem þar væri,
voru komnir á fjóra fætur undir bflinn áður
en nærstaddar frúr náðu að benda þeim á að
báðir voru á sparibuxunum, mátuðu sig í öll
sæti og fannst líka nóg pláss afturí og voru
hressir með að þar voru líka öryggisbelti.
Síðan tóku þeir nokkur skref afturábak út í
móa til að virða Orioninn fyrir sér frá hlið
líkt og listunnendur á Kjarvalsstöðum. Nið-
urstaðan varð þessi:
Þetta er snotrasti vagn og ekki líklegur til
að eyða miklu bensíni við það eitt að kljúfa
loftið. Það hefur farið mikið eldsneyti í það
gegnum tíðina. Og hann samsvarar sér dá-
vel. í rauninni er þetta Escort með skotti,
rétt eins og Volkswagen Golf+skott =
Volkswagen Jetta. En það er síður en svo að
skottið virki eins og klaufaleg viðbót, eins
og maður sér stundum, heldur fellur það inn
í rennilega heild.
Síðan kom örstutt reið um Álftanesið,
bæði á bundnu slitlagi og á þjóðvegi með 17
holum á fermetrann og þvottabretti. Hvað
fannst þeim um Orioninn eftir það:
Ásgeir rallari: „Jú, þetta er létt og lipurt í
akstri og fylgir vegi vel. Fjöðrunin er
kannski í stífara lagi, það er þó smekks-
atriði. Sumir vilja hafa þessa slaglöngu
frönsku fjöðrun sem er mýkri og getur verið
þægilegri á vondum vegum, en það er aftur
spurning hvort sú stífari er ekki heppilegri á
bundna slitlaginu. Og það er feykinógur
kraftur til venjulegra nota.
Mér sýnist þetta vera öndvegis fjölskyldu-
drossía, nóg pláss í honum sem slíkum,
barnalæsingar að aftan, mikið af smærri
hirslum (hér skaut nafni hans því inní, að
það gæti nú verið tvíeggjað: „Maður safnar
þá bara meira af drasli!") og verulega rúm-
góð farangursgeymsla. En bíllinn verður nú
líka að standa fyrir sínu þegar hann kostar
hálfa milljón. Hugsanlegir kaupendur verða
svo að athuga hvaða bílar eru falir fyrir
þennan prís og meta stöðuna í ljósi þess.“
En fann hann þá ekkert að bflnum?
„Það væri helst að bensíntaknurinn er
óvarinn og er einn lægsti punkturinn af und-
irvagninum. Eins og vegir eru úti á landi þá
á grjótið greiða leið að tanknum — það
getur verið feiknakraftur í því þegar það
spýtist frá hjólunum, ég tala nú ekki um ef
hann rekst niður. Þarna þyrfti að koma
hlífðarpanna eða sæmilega þykk gúmmí-
motta undir tankinn. Sama má segja um
pönnuna undir vélinni, það þyrfti að verja
hana ef vel á að vera.“
EFTIR AÐ VIÐ kvöddum Ásgeir Sigurðs-
son rallökumann fór nafni hans Sigurgests-
son í langan bfltúr. Á meðan sneri ég mér að
kaffidrykkju í nálægu húsi — og fer ekki
sögum af því. Þegar Ásgeir kom aftur hafði
hann þetta að segja um bflinn:
„Ég er mjög sáttur við að aka þessum bfl,
hvort sem er á malbiki eða á rammíslensk-
um þjóðvegi með gamla laginu. Það er víst
nóg eftir af þeim úti á landi, þótt erfitt sé
orðið að finna þá hér á höfuðborgarsvæð-
inu. En spottinn frá Vífilstöðum upp að
Elliðaám, framhjá Vífilstaðavatni, stendur
alltaf fyrir sínu og þar fór bara vel á með
okkur. Hann lá vel á vegi hvort sem var þar
eða á malbikinu uppi við Gunnarshólma.
Einn galvaskur kunningi minn segist nota
það sem mælikvarða á rásfestu bíls hvort
hann geti hreinsað pípuna sína og troðið í
hana í rólegheitum á hundrað og stýrt með
vinstra hnénu gegnum þrjátíu gráðu beygju
á meðan. Það er náttúrulega eins og hver
annar glannaskapur, sem mér kemur ekki til
hugar að reyna, en ég gæti samt sem áður
trúað að honum þætti það hægðarleikur í
þessum bfl.
Annað þótti mér gott við bflinn og það er
samvinnan milli vélar og gíra. Hann vinnur
svo skemmtilega í þriðja og fjórða, og þá er
einn gír eftir fyrir sléttlendið. Ég gæti t.d.
vel hugsað mér að keyra þennan bíl vestur á
Patreksfjörð. Þú veist hvernig vegirnir eru
þarna í suðurfjörðunum: maður er kannski |
að sulla þetta í flæðarmálinu og áður en
maður veit af er maður kominn upp í hátt
fjall þaðan sem sér um óravegu, og vegurinn
upp á fjallið er þannig að maður veit aldrei
hvort maður er að hækka sig eða lækka
miðað við sjávarmál; það eru nokkrir metr-
ar upp og síðan nokkrir metrar niður og
þannig koll af kolli. Þetta er svona svipað og
að vera á fiskibát í suðaustan strekkingi
undan Ingólfshöfða. En undir slíkum kring-
umstæðum myndi þessi samvinna vélar og
gíra njóta sín vel.
Eins gæti ég vel hugsað mér að renna
honum í fimmta niður Evrópu. Án þess að
hafa beinlínis látið reyna á það núna þá
þykist ég finna að manni myndi líða vel við
þær kringumstæður, líka þótt maður fylgd'
þeim brjálæðislega umferðarhraða sem tíðk-
ast enn á autobönunum í Þýskalandi, og
ekki hafa það neitt tiltakanlega á tilfinning-
unni að vera fyrir þegar Þjóðverjarnir eru
að æða framúr á Benzunum sínum.
Eigum við ekki bara að segja þetta gott?"
Og þar með var Ásgeir Sigurgestsson
leystur frá störfum - að sinni.
■ Auftur Styrkársdóttlr/Ásgelr Slgurgestsson
72