Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 57
* Héskólabíó mun sýna Platoon í júlí-
'xánuói.
^latoon
^aunsönn lýsing
°9 þörf áminning
8SEM FYLGDUMST með stríðinu í
ðaustur Asíu höfðunt megnustu óbeit á
aðlrgangi risaveldisins og vildum ekki standa
'lrtver^a*aus moðan lífið var murkað úr lít-
agnanum. Þess vegna voru menningar-
mætin varin er íslenskir námsmenn
^muðu fulltrúa stríðsveldisins, William
gers utanríkisráðherra aðgang að Árna-
ggr '• Oft eiga síðari kynslóðir erfitt með að
tak^ S^f ®re'n fyr'r raunveruleika stríðsá-
" k1’-”1* ^Vl ac^ frasagn'r fegra þráfalt söguna
í hPV! r'i sönnunar þarf ekki annað en glugga
fp,.. Jufrásagnir í handritunum sem Rogers
y ekki að sjá.
Vj erðlaunamyndin Platoon vitnar um ör-
Sa 1° öandarísku þjóðarinnar andspænis
þ.. e>kanum á dögum Víetnamstríðsins.
nijðVar stríðsatburðum lýst án tafar í fjöl-
strf nm °g úr því að flestum var ljóst að
gá st'lgmigurinn helgaði ekki meðulin,
1 s'r\ errnenn'mir ekki orðið hetjur eins og
mön 3r' f'eimsstyrjöldinni. Víetnamher-
Var pum var ekki tekið fagnandi og þeim
visk , . . hjálpað að gleyma nagandi sam-
um 70 mnU' Var siáandi staðreynd að
• J00 fyrrverandi hermenn úr Víetnam-
L I S T I R
stríðinu styttu sér aldur eftir heimkomuna
og geðdeildir hersjúkrahúsanna eru ennþá
fullar af Víetnamhermönnum. Platoon lýsir
hinum ómannlega hryllingi með því að
beina athyglinni að einni lítilli liðssveit. Þar
sjáum við samfélagið í hnotskurn, án þess
að reynt sé að fegra ógnirnar eða finna
farsæla lausn á ófremdarástandinu.
Hvernig stendur þá á því að kvikmynd
sem lýsir stríðsfólsku Bandaríkjamanna í Ví-
etnam á slíkum vinsældum að fagna? Vissu-
lega er Platoon tilbreyting frá Rambó-mynd-
unum, eða þeim torræðu eins og Apocalypse
Now — svo ekki sé minnst á andstyggð eins
og Green Berets. En kannski Jean-Luc
Goddard hafi rétt fyrir sér, þegar hann full-
yrðir að njóti góð kvikmynd almennra vin-
sælda, hljóti það að byggjast á misskilningi!
Víst er að hér í Bandaríkjunum er Platoon
ennþá fjölsótt í maílok, en hún var frum-
sýnd í janúar síðastliðnum. Líklega höfðar
Platoon til svo margra vegna þess að það má
skilja myndina á ýmsa vegu. Til dæmis má fá
Rambó-kikk út úr henni - margir drepnir
og þeir gulu sallaðir niður. Þetta getur líka
verið heimspekileg vangavelta um vinskap
við erfiðar aðstæður og fláræði. Og myndina
má skoða sent prédikun urn tilgang og afdrif
góðs og ills í heiminum. Platoon er raun-
sönn Iýsing á einni hlið Víetnamstríðsins,
þeirri sem blasti við óhörðnuðum bandarísk-
um hermanni á unga aldri, enda er þetta
sjálfsævisaga höfundarins Olivers Stone.
Innfæddum í Víetnam bregður fyrir sem
skuggaverum og handan sögusviðsins í
frumskóginum er ekkert. Þetta er lokaður
heimur sem lýtur engum lögmálum utan
einu — að þrauka. Hrun allrar siðmenningar
í þessum heimi veldur því að menn geta ekki
reitt sig á félagana. Ellas, fulltrúi hins góða
og guðlega brosir við Barnes, persónugerv-
ingi hins illa, sem myrðir samherjann köldu
blóði. Það bjargar ekki mannlegri reisn, að
söguhetjan ntyrðir til að hefna morðsins.
Platoon afhjúpar þá skelfilegu hnignun
mannlegs siðferðis sem fylgir stríðsátökum.
Myndin snýst ekki um dauða einnar millj-
ónar Víetnama eða 58.000 Bandaríkja-
manna. En er brotthvarf siðmenningar í
stríði eitthvað nýtt? Haldast stríð, vald-
beiting og siðleysi ekki alltaf í hendur?
Þessa dagana erum við stöðugt minnt á
ntiskunnarleysi nasista í síðari heimsstyrj-
öldinni. Og hverjir réttu gyðingum hjálpar-
hönd? David Wyman sagnfræðingur segir í
nýlegri bók að verstu afglöp Franklin Roos-
evelts Bandaríkjaforseta hafi verið sinnu-
leysi hans þegar útrýming á gyðingum var í
algleymi í Evrópu.
Það má lfta á Platoon, sem var framleidd
með fjármagni frá Bretlandi og í óþökk
glassúrgengisins f Hollywood, sem áskorun
og eggjun að gleyma ekki sögunni og
reynslunni. Okkur ber skylda til að hlúa
stöðugt að því siðferði sem gerir okkur að
mönnum og veitir samviskulausum engan
frið.
■ Jón Ásgeir Sigurósson/New Haven
s
FIM-sýningar
aftur í miðbæinn
Opna nýjan sýningarsal
FÉLAG ÍSLENSKRA myndlistarmanna
telur 115 listamenn og er það stærsta og
elsta félag myndlistarmanna innan SÍM,
Sambands íslenskra myndlistarmanna. Fyrir
skemmstu opnaði félagið nýjan sýningarsal
við Garðastræti 6 með sýningu verka Krist-
jáns Davíðssonar frá 8-16. maí. „Við rákum
sýningarsal á Laugarnesvegi í þrjú ár frá
1979 til 82 en vildum alltaf komast nær
miðbænum aftur því að fyrsti sýningarsalur
félagsins var gamli Listamannaskálinn. Af
tilviljun bauðst okkur að kaupa húsnæðið
við Garðastræti í sama mund og við fengum
tilboð í gamla húsnæðið okkar svo við
slógum til og færðum okkur um set, nær
miðbæjarmannlífinu,“ segir Eyjólfur Ein-
arsson í samtali við ÞJÓÐLÍF en hann er
einn stjórnarmanna FÍM.
FÍM salurinn verður rekinn með nokkuð
öðru formi en aðrir sýningarsalir. „Hver
félagsmaður sem vill sýna fær bara lykil að
salnum í ákveðinn tíma, sér um sína sýningu
sjálfur og við tökum engar prósentur. Þetta
er sama fyrirkomulag og var í Gallerí SÚM í
gamla daga, nýr valkostur fyrir myndlistar-
menn,“ segir Eyjólfur. „Að sjálfsögðu geta
utanfélagsmenn líka sótt um sýningartíma.
Við höfum sérstaka sýningarnefnd sem veg-
ur og metur umsóknir og áformað er að
sýningar fari af stað er nær dregur hausti en
salurinn verður lokaður í júlí,“ segir hann.
Að lokinni sýningu Kristjáns Davíðssonar
opnaði Guðrún Svava Svavarsdóttir mál-
verkasýningu sem stóð fram í byrjun júní og
þann 12. þessa mánaðar tók svo Björgvin
Pálsson ljósmyndari við með sýningu verka
sem hann hefur unnið með sérkennilegri
ljósmyndatækni. Björgvin fékk nýverið sér-
stök listamannalaun frá Kópavogsbæ og hef-
ur vakið athygli fyrir myndlist sína.
■ Úr FÍM-salnum er sýnlng Guórúnar
Svðvu stóft sem hæst.
57