Þjóðlíf - 01.06.1987, Blaðsíða 45
Þaer anna ekki eftirspurn
*
Islenskar vændiskonur:
Hverjar? Hvernig? Hvers vegna?
Þao kann að vera að marga reki í roga-
Ngar þeir lesa þessa umfjöllun um
enskar vændiskonur og sumir fari jafnvel
0 Veita því fyrir sér hvað sé mikið til í þessu
®J!Vaðan upplýsingarnar séu fengnar.
„ !' Þess að svala ofurlítið þessari forvitni
Se e® ^rst sa8l að ég gerði könnun 1984 þar
m eg kom lítillega inn á þessi mál. Það var
hafö^3^ atveg upphafið þar sem ég
afb ' ' 8e8num mitt starf og mitt nám í
þ r°tafrasði kynnst þessum málum lítillega.
möta var aðeins upphafið. Síðan hafði ég
sen?U*e'*!a ^ ÞV1 fy>gjast me® rannsókn
fiölHUnnin var 1 Osló Þar sem ta*að var við
ej., an at'an af vændiskonum, og það fór
að |c' U^a ^V1 hugurinn leitaði heim til þess
m a a.nna Þessi mai hérlendis. Þetta gerði ég
reu i ®e8num auglýsingar í blöðum sem ég
p.r kem að síðar.
Sau tlr að fjallað var um þessi mál á stöð 2
cjýf^1 v*ð tvær vinkonur ástæðu til þess að
a Penna í blek og rita nokkur vel valin
orð á síður blaðanna þar sem þessi umfjöll-
un fékk allnokkra gagnrýni. Þetta varð m.a.
til þess að ein íslensk vændiskona setti sig í
samband við mig og við áttum langt og
skemmtilegt samtal, þar sem hún m.a. féllst
á að vera heimildarmaður minn að hluta.
Eftir þetta hafði áhugi minn á málefninu
aukist til muna og ég setti mig í samband við
mann sem þekkti annan mann og þannig
fékk ég símanúmer sem leiddi til kynna af
annarri vændiskonu. Eftir þetta setti ég
auglýsingu í DV þar sem ég lýsti yfir áhuga
mínum á því að komast í samband við konur
sem þekktu þessi mál af eigin raun. Þannig
fengust önnur tengsl. Þetta vatt síðan upp á
sis og það sem hér fer á eftir er árangur
þessarar vinnu. Það þarf varla að taka það
fram að öll viðtöl eru trúnaðarmál, aðstæð-
um er breytt og allir viðmælendur mínir
fengu að lesa yfir handrit áður en þetta var
birt.
Það er einnig rétt að taka fram að margar
af þessum konum sem ég talaði við höfðu
áhuga á því að kynnast hver annarri en þær
vissu ekki um hverja aðra. Þetta er án efa
vegna þess að starfssvið þeirra er ekki þess
eðlis að maður ræði það við sína hár-
greiðslukonu eins og hvert annað fóstru-
eða bankastarf! Hins vegar er full þörf fyrir
hendi þar sem ýmislegt kemur upp sem gæti
verið gagnlegt að ræða og jafnvel samhæfa
reynslu sína, eins og títt er um öll störf.
FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN. Áður en
við höldum lengra er rétt að gera sér örlitla
grein fyrir því hvað við erum að fjalla um.
Það er augljóst mál að ekkert vændi getur
blómstrað án eftirspurnar. Raunar þarf að-
eins tvennt til, einstaklingur sem vill borga
fyrir þjónustu af þessu tagi og annar sem er
tilbúinn til þess að selja sömu þjónustu. Þar
sem við erum hér aðeins að tala um konur,
en það finnast karlmenn í þessari starfs-
grein, þá get ég upplýst lesendur um að það
sem þessar konur eiga allar sameiginlegt er
ekki endilega það að þær hafi svo gaman af
kynlífi, það er þörfin fyrir fjármagn, fyrir
peninga, og þá þurfa þeir sem kaupa að hafa
verulegt magn af slíku milli handanna — og
hér duga varla nein verkamannalaun.
„Eftirspurn", sagði ein kona, „já, það er
nú það. Eg hef nokkrum sinnum auglýst og
þá fengið ógrynnin öll af bréfum þannig að
mér hefur hreinlega dottið í hug að gera
þetta að fyrirtæki."
45