Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 14
E R L E N T
Þrýstihópar í bandaríska
þinginu
Hið sérkennilega fyrirbæri „lobbyismi"
ORÐIN þrýstihópar og fyrirgreiðsla vöktu
til skamms tíma hálfgerða andúð hjá al-
menningi í Bandaríkjunum, þótt flestir vissu
undir niðri „að þannig gerist kaupin á eyr-
inni“ í pólitíkinni, og það jafnvel á sjálfu
Alþingi íslendinga, æðstu valdastofnun
þjóðarinnar.
Þrýstihópar láta æ meira til sín taka og
fyrirgreiðslupólitíkin er komin í stefnuskrár
stjórnmálasamtaka og skilar vænu fylgi eins
og sést á uppgangi Borgaraflokksins í nýaf-
stöðnum alþingiskosningum.
Enn er þó langt þar til ástandið hérlendis
verður eitthvað svipað því sem gerist í
Bandaríkjunum, þar sem yfir 20.000 manns
hafa atvinnu af því að ganga erinda inn-
lendra og erlendra þrýstihópa í höfuð-
borginni Washington.
Washingtonborg, þar sem daglega eru
teknar ákvarðanir sem skipta sköpum fyrir
alla heimsbyggðina, iðar af fólki sem hefur
það að atvinnu og þénar vel á því að hafa
áhrif á þingmenn og aðra þá sem móta
löggjöf Bandaríkjanna.
ÞRJÁTÍU Á MÓTI EINUM. Aldrei fyrr
hafa svo margir „lobbyistar," en svo eru
sporgöngumenn þrýtihópa kallaðir vestra,
starfað fyrir þá sérhagsmunahópa sem hafa
akk af því að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri við löggjafann. Mun láta nærri að
það séu um 30 lobbyistar í Washington á
hvern þingmann.
Flestir þeirra sem starfa sem lobbyistar í
Washington eru annað hvort menntaðir lög-
fræðingar, viðskiptafræðingar, eða sérfræð-
ingar í almannatenglsum. Vopnin sem þeir
beita á þingmenn eru endalaus straumur vel
staðfestra upplýsinga, fjárstuðningur við
kosningasjóði þingmanna, og ef þetta dugir
ekki til, þá er gripið til þess ráðs að þjarma
að þingmönnum heima í héraði með stuðn-
ingi ýmissa grasrótarsamtaka.
í mörgum tilvikum er sótt að þing-
mönnum úr öllum áttum þegar hagsmunir
hinna ýmsu þrýstihópa skarast. Þess eru
dæmi að lobbyistarnir, sem vinna fyrir þessa
hópa, komist að málamiðlun sín á milli, sem
síðan er kynnt þingmönnunum sem eiga að
setja lögin.
Margir stjórnmálaskýrendur hafa veru-
legar áhyggjur af auknum völdum lobbyist'
anna og þeirri staðreynd að þingmenn styðj'
ast í síauknum mæli við upplýsingar frá þeim
við ákvarðanatökur.
„Það sem við seljum viðskiptavinum okk-
ar, er trygging fyrir því að símtölum þeirra
verði svarað,“ sagðji Frank MankiewicZ;
fyrrum ráðgjafi Róberts heitins Kennedy. 1
viðtali við tímaritið Time fyrir nokkru-
Hann vinnur sem lobbyisti fyrir stjórmr
Marokkó, Tyrklands, Saudi Arabíu og JaP'
ans, svo nokkur lönd séu nefnd.
Þeir sem kaupa þjónustu lobbyistanna 1
Washington, eru allt frá grasrótarsamtökum
til stórra iðnfyrirtækja, frá baráttusam'
tökum gegn fóstureyðingum til umhverfis'
sinna, frá verkalýðshreyfingunni til atvinnU'
rekenda, auk erlendra ríkja.
GUCCI-STRÆTI. Daginn út og dagi1111
inn er ys og þys á göngunum í Capitol Hn*’
þar sem bandaríska þingið er til húsa-
Lobbyistarnir sitja fyrir þingmönnum fm'
trúa- og öldungadeildarinnar sem skjótas
14