Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 12

Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 12
INNLENT • „Það er hitt og þetta í gangi, en við aðtlum okkur samt alltaf að eiga heima á íslandi." Björk: „Fyrsta spurningin sem blaðamennirnir í Bretlandi spuröu okkur alltaf að var hvort það væru allir svona skrítnir á íslandi. Annars var allur tíminn úti hálfgerð bilun vegna þess að við gerðum ekkert annað en tala um okkur sjálf í endalausum viðtölum. Maður verður svo upptekinn af sjálfum sér og ég mundi sturlast ef ég ætti að lifa svona lífi í marga mánuði.“ - Aðalatriðið er að glata ekkiykkitr sjálfum íþessu öllu? Einar: „Já. Það er t.d. pirrandi þegar fólk gengur til bróður míns til að óska honum til hamingju með velgengni bróður síns. Það býr auðvitað góð hugsun þar að baki en við spyrjum: Hvað með það? Okkur er alveg sama og okkur verður að vera alveg sama ef við ætlum að halda geðheilsunni." - Svo eruð þið góð landkynning ofan á alltsatnan... Einar: „Við höfum verið rosaleg landkynning hingaðtil en hér vilja menn ekki skilja þetta og „aumu rokkdýrin" eru látin rokka fyrir öryggi fyrir hönd JC á tónlistardaginn." Björk: „Ef þarf að styrkja eitthvert málefni þá er bara smellt fingrum og rokkdýrin mæta á staðinn og hoppa og syngja: „rokkum til öryggis, rokkum fyrir þetta eða hitt. Á tónlistardaginn var sýnt í praxis hvernig farið er með rokktón- listarmenn á íslandi. Þetta átti að vera dagur tónlistarmanna en okkar tónlist fær samt enga virðingu. Margir héldu að ástæðan fyrir því að við bökkuðum út úr þessu dæmi væri sú að við teldum okkur of stór til að taka þátt í þessu. Og það er á vissan hátt rétt vegna þess að okkur fannst sjálfsagt að allar hljómsveitirnar myndu mótmæla með því hætta við þátttöku." Einar: „Ef okkur tekst að fá einhvern pening út úr því sem er að gerast erlendis, þá ætlum við að virkja okkar eigið fyrirtæki Smekk- leysu sf, með því að gefa út efni íslenskra hljómsveita og ungra skálda og vinna í því að styrkja menningu sem er ekki aðflutt heldur íslensk." Björk: „Við höfum t.d. haft mikinn áhuga á að fara út í bókaút- gáfu og ýmislegt fleira sem við höfum ekki haft peninga til að gera fram að þessu. í viðtölum úti höfum við talað mikið um Smekkleysu og alltaf sagt að við séum ekki bara hljómsveit." Einar: „Við höfum alltaf sagt að við séum á hljómsveitarsamning' hjá Smekkleysu sf. Við förum og endurtökum það reglulega." • Ómar Friöriksson REGNBOGA- BÆKUR ..vandaðar og ódýrar kiljur! ? ÁSKRIFTASÍMI: 622229 ? 12

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.