Þjóðlíf - 01.11.1987, Page 22
I N N L E
íslendingur
til Suðurskautslandsins
ÞANN 9. OKTOBER síðastliöinn varði
Ólafur Ingólfsson doktorsritgerð í jarðfræði
hér í Lundi. Fjallar ritgerðin um jarðsögu
Borgarfjarðar á síðjöklatíma. Ólafur starfar
nú við jarðfræðideild Lundarháskólaen mun
næstu mánuði dvelja allfjarri Lundi. Þann
17. október hélt Ólafur á vit Suðurskauts-
landsins sem þátttakandi í sænskum rann-
sóknarleiðangri.
Ég spurði Ólaf að því hvernig á þessum
þvœlingi stœði.
„Segja má að fyrir þessari ferð séu þrjár
ástæður. I fyrsta lagi eiga Svíar langa og góða
rannsóknarhefð á heimskautasvæðunum og
leiðangurinn því eðlilegt framhald rann-
sókna undangenginna áratuga. Þeir hafa frá
upphafi verið með í rannsóknum á Norður-
heimskautinu og eru frumkvöðlar í jökla-
jarðfræði. Hér vil ég sérstaklega nefna Hans
Wilson Ahlman, sem hafði frumkvæði í
rannsóknum á Vatnajökli og var einn læri-
feðra Sigurðar Þórarinssonar. Svíar tóku því
þátt í að leggja grunninn að hinni góðu ís-
lensku jöklarannsóknarhefð. Hvað Suður-
skautið varðar eru Svíar ein fyrsta þjóðin
sem sendir þangað leiðangur í hreinu
vísindaskyni en áður höfðu farið þangað
landvinningaleiðangrar. Sænskur leiðangur
undir forystu Otto Nordenskjöld var á
Suðurskautinu um aldamótin og ég mun
raunar verða við störf á sama stað og sá
leiðangur þ.e. á Grahamslandi eða Antar-
ktisskaga. Síðan voru Svíar ásamt Bretum og
Norðmönnum með stóran leiðangur á
Suðurskautinu lljótlega eftir seinni heims-
styrjöldina og var hann leiddur af Svía. Sá
leiðangur var aðallega helgaður rannsókn-
um á sviði jöklafræði. I öðru lagi má segja að
leiðangurinn hafi viss pólitísk markmið. Sví-
ar vilja hafa áhrif á mótun framtíðar Suður-
skautslandsins en það mál verður mjög í
brennidepli næstu ár ef að líkum lætur.
Undanfarna þrjá áratugi hefur verið í gildi
Suðurskautssáttmáli, sem stýrt hefur nýtingu
svæðisins. Þessi sáttmáli er einstakur í sinni
röð og inniheldur mörg merk ákvæði. Meðal
annars er þetta eina svæði jarðar sem er alger-
lega laust við öll hernaðarumsvif. Landið er
öllum opið til friðsamlegra vísindarann-
sókna og allar landakröfur vorufrystar í og
með samningum. Þarna ríkir því engin
spenna eða tortryggni. Sem dæmi má nefna
að á meðan á Falklandseyjastríðinu stóð áttu
argentínskir og breskir vísindamenn ágætis
samstarf á Suðurskautinu. Samningur þessi
gildir til 1991 og vilji einhver þjóð þá ekki
lengur vinna eftir honum er hún ekki bund-
in. Skilyrði fyrir aðild að samningnum er að
menn hafi einhver umsvif á Suðurskautinu.
Svíar vilja hafa slíka aðild og áhrit' á framtíð
landsins og það ýtir því undir þá að gera út
þennan leiðangur.
Það er orðið ákaflega brýnt að gera sér-
stakan samning um efnahagslega nýtingu
svæðisins. Sérstaklega er það rányrkja Jap-
ana og Sovétríkjanna í hafinu í kring sem
veldur mönnum áhyggjum. Það er ekki vitað
hversu viðkvæmt lífríki svæðisins er en fullur
vilji er til þess að reyna að vernda það svo
sem kostur er. í dag er í raun ekkert (annað
en hin erfiða náttúra) sem hindrar t.d. olíu-
boranir á svæðinu. Það er mikil nauðsyn að
sett verði undir þennan leka. Svíar hafa þá
yfirlýstu pólitísku stefnu að sáttmálanum
verði framhaldið og leggja jafnframt mikla
áherslu á náttúruverndarsjónarmið. Þeir
vilja því gamla sáttmálann ásamt ströngum
takmörkunum á nýtingu náttúruauðlinda.
Þessi stefna er í raun svipuð og t.d. Green-
peace hefur en þau samtök vilja að svæðið
verði lýst alþjóðlegur þjóðgarður.
Raunar eru ákveðin náttúruverndar-
ákvæði í sáttmálanum. Þannig er t.d. bannað
að henda rusli sunnan 65. breiddargráðu.
Sjálfur er ég heldur bjartsýnn á að takist að
framlengja sáttmálann, ekki hvað síst sökum
þess að svo virðist sem risaveldin hafi hug á
því. Hvorugt þeirra gerir landakröfur á
Suðurskautslandinu. Nú, í þriðja lagi er svo
sjálf vísindastarfsemin. Rannsóknirnar
verða ákaflega víðtækar og erfitt að gera
grein fyrir þeim í stuttu máli. Segja má þó að
það séu jöklar og jöklabreytingar sem aðal-
lega verða skoðaðar. Þeir endurspegla lofts-
lags- og veðurfarsbreytingar í gegnum tíðina.
Það er því eðlilegt að rannsaka Suðurpólinn
til að skilja þær loftslags- og veðurfarsbreyt-
ingar, sem orðið hafa og eru að verða, því
hnattræn áhrif Suðurskautsins eru mikil. Þó
nokkuð er vitað um breytingar á norður-
pólnum síðustu árþúsundir en tiltölulega lít-
ið er vitað um jökla og veðurfar á Suður-
pólnunt. Höfuðmarkmið þeirra rannsókna
sem ég tek þátt í er að ráða bót á þessu."
Hverjir fjármagna fyrirtœkid ?
„Leiðangurinn er farinn í samvinnu
sænskra og vesturþýskra vísindamanna og
öll tjármögnun hins sænska hluta, að launum
frátöldum, er úr sérstakri fjárveitingu
sænska ríkisins. Háskólarnir standa fyrir
launakostnaðinum. Sjálfur tek ég þátt í leið-
angrinum með fjárhagsstuðningi íslenska
menntamálaráðuneytisins fyrir milligöngu
Benedikts Gröndals sendiherra í Stokk-
hólmi."
Og hvað verdið þid lengi?
„Sjálfur leiðangurinn stendur yfir í fimm
mánuði. Honunt er skipt í tvo áfanga og ég
verð í þeim fyrri er stendur í rúma tvo
mánuði. Við komunt til með að fljúga til Rio
Grande í Brasilíu og fara þar um borð í
vesturþýska ísbrjótinn Polarstern en hann
flytur okkur að strönd Suðurskautslandsins
og verður okkar bækistöð. Þetta er skip uppá
18.000 lestir, sérsmíðað til rannsókna á
heimskautasvæðum. Þannig á það t.d. að
geta siglt gegnum þriggja metra þykkan ís.
Ahöfn skipsins vann raunar það einstæða
afrek í sumar að komast að 86 breiddargráðu
norðl. breiddar og vantaði þá aðeins u.þ.b.
500 km að norðurpólnum væri náð. Skipið
er firnavel útbúið. Um borð eru fullkomnar
tilraunastofur fyrir jarð- og líffræðinga,
ákaflega öflugar tölvur og fullkomnar
gagnavinnslustofur. Skipið hefur tvær þyrlur
og eina skíðaflugvél. Vinnu verður svo hag-
að þannig að hópurinn sem ég tilheyri verður
landsettur með þyrlu og við dveljumst á
hverjum stað í viku til 10 daga. Að því loknu
verðum við sóttir af þyrlunni og ttuttir um
borð og síðan á nýjan stað. Við verðum
þannig Iíkt og fló á skinni."
Eruð þið ekki í stöðugri lífshœttu þarna?
„Ja. þeir dagar eru nú sem betur fer liðnir
er heimskautafarar urðu að gjalda fífldirfsk-
unnar með lífinu. Núorðið eru allir leiðangr-
ar skipulagðir út í ystu æsar og ekkert sparað
til að tryggja besta útbúnað. Allir þurfa að
ganga í gegnum stranga þjálfun svo við get-
um mætt þeim erfiðleikum er kunna að
skjóta upp kollinum og það er þá allt frá þvl
að detta ofan í jökulsprungu til eldsvoða 1
tjaldbúðum. Einnig þurfa leiðangursmenn
að standast stranga læknisskoðun áður en
þeir fá fararleyfi.
En að sjálfsögðu er þetta aldrei hættulaust
og höfuðhættan felst í samblandi brunakulda
og roks."
En hvernig er það, tengist þetta á einhvern
hátt þinni doktorsritgerð eða fyrri rannsókn-
um?
„Já, vissulega. Ég vann mitt doktorsverk-
efni innan rannsóknarhóps Lundarháskóla
sem unnið hefur að athugunum á jöklabreyt'
ingum síðasta jökulskeiðs á svæðinu kring-
um Norður-Atlantshaf. Ein grundvallat'
kennisetning jarðfræðinnar er að nútímim1
sé lykillinn að fortíðinni. Þannig að til að átta
okkur t.d. á hvernig jökultíminn var 1
Borgarfirði getum við athugað hvernig jökl-
ar eru og hegða sér þar sem aðstæður eru
svipaðar í dag og reikna má með að þær hab
verið í Borgarfirði á síðjökultíma m.a. hvað
það varðar að jöklar gangi í sjó. Fyrir u.þ b-
fjórum árum fór ég einmitt þessara erinda11
Svalbarða og ári síðar til Vestur-Grænlan<F-
Síðar var ég svo þátttakandi í norrænun1
jarðvísindaleiðangri til Norður-Grænlanck
og Thule til að kanna jöklunarsögu Thuk-
22