Þjóðlíf - 01.11.1987, Page 38
ERLENT
864-200 v
j|
HAUKUR & ÓLAFUR HF-
ÁRMÚLA 32 - REYKJAVlK - SlMI 37700
neikvæðan áróður lönd og leið, komist þeir
að því, að kjarnorkan er síður en svo þjóð-
hagslega hagkvæm, heldur þvert á móti í
hæsta máta óarðbær. Menn verða einfald-
lega að kunna að reikna. Þeir verða að taka
með í reikninginn, hvílíkum ógnarfjárhæð-
unt hefur verið eytt í kjarnorkuver, sem hefði
mátt leggja í önnur og mun arðbærari íyrir-
tæki. Þessa aura hefði t.d. að hluta mátt nota
til að rannsaka aðra orkugjafa. Sömuleiðis
verða menn að átta sig á því, að við notum
miklu meiri orku en nauðsynlegt er. Þar að
auki er efnahagsleg undirstaða orkubúskap-
ar Vestur-Þjóðverja þess eðlis, að hún kem-
ur í veg fyrir að unnt sé að koma skynsam-
legri skikkan á þessi mál. Þau lög sem gilda
um fjármögnun orkubúskapar hér í landi
voru sett árið 1935, m.ö.o. á nasistatíman-
um. Það er beinlínis fáránlegt að þessi lög
skuli enn vera í gildi, því þau tóku leynt og
ljóst mið af ákveðnum hernaðarlegum hags-
munum. Með umræddunt lögum var komið á
sterkri miðstýringu í orkumálum, sem stang-
ast reyndar á við öll markaðslögmál og það
er mesta furða, að postular hins frjálsa mark-
aðar skuli ekki blygðast sín fyrir að búa við
slík lög. Menn verða að forðast að láta þann
áróður villa sér sýn, að við getum ekki kom-
ist af án kjarnorkunnar. Það breytir engu,
þótt ákveðnir aðilar í efnahagslífinu sjái sér
hag í að dæla milljónum marka í slíkan áróð-
ur, - það gerir hann síður en svo málefna-
legri.“
ÉG BEINDI TALINU AÐ þeirri kreppu sem
ríkt hefur í herbúðum græningja að undan-
förnu. Innbyrðis deilur í samtökunum hafa
gengið svo langt, að ýmsir hafa gert því
skóna, að þau séu að liðast í sundur. Ég bað
Otto Schily að segja mér, hvað væri hæft í
þeim orðrómi.
„Jú, það er rétt, að meðal græningja hat'a
komið upp raddir unt að kljúfa samtökin. Ég
tel hins vegar fráleitt að slíkur klofningur
leysi nokkurn vanda. Ástæðan fyrir þessum
deilum er fyrst og fremst sú, að innan græn-
ingjahreyfingarinnar er fámennur hópur
kreddufastra marxista, sem hefur sig mikið í
frammi. Þeir eru mér kærkomnir, svo
framarlega sem þeir eru færir um að losa sig
við ákveðnar kreddubundnar grillur. Þeir
sem eru ekki færir um slíkt og skoða alla hluti
í Ijósi fyrirfram gefinna sanninda, eru híns
vegar vísir til að grafa undan samstöðu
flokksins og slíkt gæti í versta falli leitt til
þess, að græningjar dyttu út af þingi.
Ég nefni sem dæmi þær deilur sem hafa
verið uppi meðal græningja að undanförnu,
þar sem þessi fámenni hópur hefur látið
mjög að sér kveða. Þar er um að ræða mis-
munandi viðhorf til ofbeldis. Þeir sem búa
við þingræðislegt lýðræðisskipulag verða að
sætta sig við þá reglu, að átök flokka og
þjóðfélagshópa eigi sér stað með friðsam-
legum hætti. auk þess sem ríkisvaldið hafi
rétt til að stemma stigu við ofbeldi í sam-
félaginu. Valdbeiting af hálfu ríkisins verður
þó að vera innan þeirra marka, sem lög og
réttur gera ráð fyrir. Ef menn neita að sam-
þykkja þessa grundvallarreglu og hengja sig í
það slagorð, að ríkið sé ekkert annað an
valdatæki ráðandi stétta og þess vegna verð-
um við sjálf að beita ofbeldi, þegar okkur
býður svo við að horfa, þá hafa slíkir menn
ekkert að gera á þingi. Það ber vott um póli-
tískan geðklofa, þegar þjóðkjörnir þing-
BUNDESBILDSTELLE BONN
• Otto Schily á þingfundi.
I
3