Þjóðlíf - 01.11.1987, Qupperneq 39

Þjóðlíf - 01.11.1987, Qupperneq 39
ERLENT * Otto Schily nýtur meiri lýöhylli í Þýskalandi en flestir aörir græningjar. ^enn taka upp á því aö ráðast á grundvallar- reglur lýöræöisins. Ég fæ ekki skilið svoleiöis ^álflutning og ég veit, að svona háttalag á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum okkar. Þaö er ekki þar nteð sagt, að ég aðhyllist það v'öhorf til ofbeldis, sem ríkir meðal ákveð- 'nna afturhaldssinna í þessu landi. Ég get t.d. ekki fallist á, að það sé ofbeldi, þegar friðar- ^nnar setjast niöur fyrir framan bandaríska nerstöð til að mótmæla kjarnallaugum. Þvert j* rnóti Iít ég svo á, aö það sé ofbeldi að Pröngva slíkum gereyðingarvopnum upp á Pjóðirnar." ' PRAMHALDI AF ÞESSU er rétt að geta Pess, að deilan sem Otto Schily vísar til, sPratt af þeim untmælum nokkurra græn- 'ngja, að það væri réttlætanlegt að brjóta n'öur rafmagnsstaura í baráttunni gegn jarnorkuverum. Þessi ummæli ollu miklu nafári á dögunum og unt tíma var þetta mál í rennidepli pólitískrar umræðu hér í landi. nir að við höfðum skeggrætt um ýmis önn- Ur ágreiningsmál, sem upp hafa komið meðal græningja að undanförnu, varpaði ég fram þeirri spurningu að lokum, hvar græningjar myndu framar öðru láta til sín taka, ef svo færi að þeir kæmust í ríkisstjórn. „Áður en ég svara þeirri spurningu vildi ég gjarna víkja að öðru, nefnilega því, hvað gerðist ef græningjar dyttu út af þingi. Ég held aö slíkt gæti haft afdrifaríkar afleiðing- ar, ekki bara fyrir okkur sem flokk, heldur fyrir samfélagið í heild. Ég lít svo á, að það pólitíska starf sem við höfunt unnið hafi skil- að umtalsverðum árangri og við séum orðnir mikilvægt akkeri í vestur-þýskum stjórnmál- um. Ef til þess kæmi, að flokkurinn legði upp laupana, þá væri viðbúið að ýmsir utangarðs- hópar skytu upp kollinum, sem tækju þá upp róttæka og harðsnúna baráttu gegn sam- félaginu. Varðandi þá spurningu, hvar við myndurn fyrst taka til hendinni, ef við kæmumst til valda. þá væru það nokkur mál sem hefðu algjöran forgang. í fyrsta lagi yrði að taka umhverfismálin föstum tökum. Ég nefni sem dæmi, að það er algjört ábyrgðarleysi að enn skuli leyft að framleiða ákveðin úöunarefni, sem hafa mjög skaðvænleg áhrif á andrúms- loft jarðar. Það hefði mjögóverulegar afleið- ingar fyrir iðnaðinn, ef þessi efni væru bönn- uð. Ég tel, að jafn háþróað iðnríki og Vestur- Þýskaland ætti að ganga á undan í þessu tilliti. Sama máli gegnir um ymis önnur um- hverfismál og ég nefni skógardauðann scm dæmi. Það er mál sem þolir enga bið. Vætu- tíðin í fyrrasumar olli því að vísu, að skógarn- ir eyddust ekki jafn hratt og annars hefði verið. Sérfræðingar hafa hins vegar fullyrt, að ekki þurfi nema eitt þurrkasumar til að skapa mjög alvarlegt ástand í þessu efni. Ég hef það á tilfinningunni, að fólk geri sér al- mennt ekki grein fyrir því, hversu háskalegar afleiöingar skógardauðinn getur haft, ekki bara fyrir gróðurríkið, heldur einnig fyrir loftið sem við öndum að okkur, vatnsbirgðir jarðar og aöra þætti lífríkisins. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari eyðingu skóganna. Annað sem við teljum ástæðu til að berjast gegn er þaö ástand sem ríkir í umferðarmál- um í þessu landi. Tala þeirra sem farast í umt'erðarslysum á hverju ári hér í Vestur- Þýskalandi svarar til fjölda meðalstórrar borgar, auk þess sem hundruð þúsunda verða fyrir alvarlegum meiðslum. Enn eitt sem við viljum breyta er sú stefna sem nú er rekin í landbúnaðarmálum. Sú stefna ber reyndar vott um pólitíska sálsýki. Annars vegar er ógnarfjárhæðunt varið í niðurgreiðslur til bænda, án þess að þessi fjárútiát skili sér aftur í einni eða annarri mynd. Við sitjum uppi með himinháar matarbirgðir, gróðurspjöll og minnkandi vatnsforða. Við erurn sífellt að níðast á náttúrunni meö öllum þeim eiturefnum, sem notuð eru í landbúnaði. Við græningjar telj- um, að meö gjörbreytti stefnu væri hægt aö vinna bug á þessu ófremdarástandi. Sú stefna hefði það að leiðarljósi að skapa jafn- vægi milli búskapar og náttúru. Þetta væru nokkur þeirra mála, sem við myndum setja á oddinn, ef við kæmumst til valda." SVO MÖRG VORU þau orð. Eftir að hafa skrafað um stund við þennan einarða baráttumann uni ýmis léttvægefni, kvaddi ég Otto Schily og þakkaði fyrir spjallið. Þegar ég gekk út úr þinghúsinu í Bonn flökraði að mér, að þess yrði væntanlega langt að bíða, að græningjar næðu undirtökum í vestur- þýskum stjórnmálum og gætu gert hugsjónir sínar að veruleika. Mér varð líka hugsað til þess, að hvaö sem öllu öðru liði, mættum við íslendingar prísa okkur sæla fyrir að geta enn andað að okkur heilnæmu lofti og drukkiö vatn úr blátærum bunulækjum til fjalla... • Arthúr Björgvin Bollason 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.