Þjóðlíf - 01.11.1987, Page 45
LISTI R
Bamasaga
„ísálu sinni eru allir börn. Sá sem varö þess ekki vís, firrti
sig aö sönnu margri kvöl, en hamingja hans varö hjómiö
eitt. “ (bls. 30)
BÓKAÚTGÁFAN PUNKTAR sendi nýlega
frá sér skáldsöguna Barnasaga (Kidergesc-
hichte) eftir austurríska rithöfundinn Peter
Handke, í þýðingu Péturs Gunnarssonar.
Handke hefur verið mjög afkastamikill rit-
höfundur. Hann hefur gefið út skáldsögur,
leikrit, sjónvarps- og kvikmyndahandrit,
dagbækur og ritgerðir og telst til þekktustu
núlifandi rithöfunda sem rita á þýska tungu.
Hann er fæddur 1942 og elst upp á eftir-
stríðsárunum í ríki hinna sigruðu þar sem
gildismat og hugsunarháttur gekkst undir
allsherjar endurhæfingu. Handke spyr því,
eins og aðrir þýskumælandi rithöfundar af
þessari kynslóð (til dæmis Wolfgang Bauer
°g Rainer Werner Fassbinder) stórra spurn-
•nga um samfélagsmyndina og efast ætíð um
að hún sé endilega sú rétta. Sama gildir um líf
einstaklinganna, samskipti þeirra, hugsun og
tilfinningar. Öll verk manna, eins og þeir
þekkja úr eigin fortíð, geta leitað inn á rosa-
legustu villigötur og þarfnast því sífelldrar
endurskoðunar.
Eins og segir á bókarkápu er Barnasaga að
hluta ævisöguleg frásögn. Hún greinir frá
nokkrum árum í lífi manns, segir frá óskum
ungra hjóna til að eignast barn. Þegar það
síðan gerist slíta þau samvistum og faðirinn
annast uppeldi stúlkubarnsins fram á fyrstu
skólaárin. Feðginin flytjast oft úr stað, á milli
Hnda eða aðeins milli hverfa í sömu borg, en
Vtri aðstæður þeirra og tíminn skapa einung-
ls ramma sögunnar. Innihaldið hringast um
samskipti þeirra og líf með áherslu á hugsan-
,r. tilfinningar og sálarlíf föðurins og ætíð frá
sJónarhorni fullorðins sögumanns. Barna-
saga er því skrifuð fyrir fullorðna og merking
verksins einmitt þeim ætluð.
Aherslan á sálarlíf og hugsanir þýðir alls
ekki að „ekkert gerist" í sögunni eins og
^lgengt var að klisja módernískan skáldskap
I11eð. Sagan hefst á fæðingardeildinni við
feðingu barnsins þegar faðirinn kemur of
seint því hann var í fótbolta og allt er afstað-
'd. Eins og allir stóratburðir í lífi manna koll-
Varpar koma barnsins heimsskynjun og
^öðu foreldranna beggja. Skyndilega til-
^eyra þau hópi barneignafólks í andstöðu
v,ð hina „frjálsu" sem frekar eiga hunda eða
^ötorhjól. Þau réttlæta gerðir sínar og líf út
r;i nýjunt forsendum og fordómar þeirra
skipta um ham. Þar að auki uppgötva for-
Hdrarnir fljótt að þau eiga ekki einu sinni
barnið sitt, þau bera ábyrgð á því, en á það
sig sjálft?
Faðirinn fylgist með dóttur sinni vaxa að
þroska og hann breytist með því, endurupp-
lifir bernsku sína og þroskast upp á nýtt,
þróast frá vinum sínum og leggur fljótlega
framtíðardrauma sína á hilluna, að minnsta
kosti í bili. Miðja alheimsins er ekki lengur
hann sjálfur, heldur barnið sem hann hring-
TjPeter Handke
Barnasaga
snýst um eins og lítil reikistjarna um stóra
sólu. Þannig veltir Handke upp áleitnum
spurningum á nútímalegan hátt, ræður
maðurinn yfir eigin lífi og hversu virkt og
mótandi afl er hugsun hans sem hringast
frekar inn í sjálfa sig og sífellt á sömu nótum,
en ekki til andlegrar víkkunar. Hugsanir
föðursins snúast líka fyrst og fremst um
barnið. En þó barnið sé þannig gerandi afl
sögunnar verður það aldrei miðja hennar.
Vilji barnsins situr aldrei í fyrirrúmi, barnið
verður aldrei frjálst. Miðjan verður einhver
óræð og fljótandi málamiðlun í samskiptum
föður og barns sem Handke skýrir á hnit-
miðaðan hátt við sérhverja framför barnsins,
í varfærnu skólavali og við búsetuflutninga
feðginanna. Áherslan er þannig á mannleg
samskipti, útlistuð frá sjónarhóli hinssterka.
Feðginin líða áfram sameinuð á stefnu-
lausum vegi tímans í samfélagi þar sem ein-
semdin er eini áþreifanlegi veruleikinn. Og
ntaður fær það á tilfinninguna að ástin sem
feðginin bera hvort til annars sé einungis
afneitun einsemdarinnar sem á ekkert skylt
við hamingju. Sagan skilur við þau um tíu ára
afmæli stúlkunnar sem hún útréttar einsöm-
ul fyrir, hún hefur lært að vera ekki barn,
erfir einsemd foreldrisins og viðheldur eilífri
hringrás lífsins. Skólinn verður sú stofnun
sem eyðir barninu og býr til úr því hinn full-
orðna, mótar einstaklingana í viðurkennt
form og parar þá inn í nýja bústaði til að hefja
leikinn að nýju.
Á regnvotum morgni um haustið fylgir
hinn fullorðni barninu áleiðis ískólann.
Með árunum er skólataskan orðin svo
þung að barnið hefur hlotið viðurnefnið
„skólaþrœll“ Skólasystkini slást í för og
barnið heldur áfram með þeim. Blautog
dimm gatan liggur rakleiðis að hverfi
nýbygginga... (Bls. 88)
Barnasaga er því eðlilega ekki skrifuð
fyrir börn, heldur um börn, hvernig þau
verða til og hvernig þau hætta að vera
til.
Stíll Handke er sérkenni hans. Honum
tekst með knöppum orðadansi í ætt við
minimalisma að nema sannan hjartslátt nú-
tíma einstaklings, lýsa hugsun hans og ein-
semd þar sem allt sem ekki skiptir máli er
afar fjarverandi í undarlegasta bland við rót-
laust en unt leið smásmugulegt hugarílæði
þar sem alltaf virðist eitthvað vanta svo
myndin verði heil. Þannig verður heildar-
mynd Barnasögu vandfundin, en í staðinn
skapast óræði og óþægileg óvissa um tóma-
rúm sögunnar, við hvað fór ég á mis? Ég hlýt
að lesa bókina aftur og leita merkingarinnar
betur. í sögunni er tilfinningum barnsins lýst
frá sjónarhóli fullorðins, en ekki því sjálfu.
Sagan er um barn sem á undarlegan máta er
alltaf fjarverandi og að lokum afmáð með
öllu („skólaþræll"). Sömuleiðis er hamingj-
an tjarverandi. Það er ekkert barn í Barna-
sögu frekar en bókin er skrifuð fyrir börn.
Eftir stendur minning um barn, skuggi af
barni. Skyldi þar kominn steinn til að steita
á? Höfum við glatað barninu?
• Freyr Þormóðsson
45