Þjóðlíf - 01.11.1987, Síða 46
LISTIR
Fiskur á disk
Eöa flugfiskur
JÓHANN ÁRELÍUZ kvaddi sér fyrst hljóðs
árið 1983 með ljóðabókinni Bláttáfram sem
var augljóst byrjandaverk sem þó lofaði
góðu. Þau ljóð, sem ég hef síðan séð frá
hendi Jóhanns, sanna að ljóðagyðjan hefur
verið honum hliðholl. Söngleikur fyrir fiska
tekur af allan vafa.
I heild má segja að þessi ljóð Jóhanns séu
óður til allrar fegurðar: lífsins, ljóssins,
sumarsins, ljóðsins og hljómanna. Þessum
jákvæðu öflum teflir hann fram gegn dauða,
myrkri, vetri og stundum veruleikanum sem
reyndar fær furðu litla umtjöllun í þessu
verki. Það kemur því ekki á óvart að sum
Ijóðanna birta framtíðarsýn, eða öllu heldur
framtíðardraum um sælureit á jörðu:
Eggtíð
Pad rennur upp sá dagur
að Ijóðið þiðnar
vetrarklaki á vori,
springur út í brjóstholinu
og flýtur með hádegisflóðinu
undir ást heitrar sólar.
Pað rennur upp sá dagur.
En hvað þá með tíðarandann, veruleikann
sem umkringir okkur og drepur í dróma
margt það sem Jóhann syngur lof. Sumunt
kann aö finnast sem Jóhann afneiti honuni
með öllu eða a.m.k. að mestu leyti. Honum
eru önnur mið hugstæðari, enda rær hann á
djúpmið. Innri veruleikinn, veröld hugar-
fylgsna, fær sýnu meiri umtjöllun; veröndin
er nærtækari en veröldin:
Sólmánuður
Hví ekki hlýða um stund á söngfugla,
sígilda tónlist? grípa geisla og hljóma
þegar sólin stráir gulli Jónsmessu á skrif-
borðið og draumarnir lœða óskum undir
koddann;
maður situr innhverfur á veröndinni
dreypandi
á lögg og nemur undirmjúkan klið tóna ...
Japl og jaml veraldar eilífðarfjarri en
heimurinn allur hér!
Hví ekki að hlýða á söngfugla?
Áþekk stef eru víða endurtekin, t.d. í
Undir haust:
Kvíði ei vetri en skrái - leik
fram Ijósum - minningar sumarsins
öruqgur stuóninqur við íbróttamenn
DONJOY varmahlífar eru léttar og liprar og hindra ekki eðlilegar hreyfingar.
Þærveitagóðanstuðning jafnframt því að halda
hita á liðamótum. Þannig geta DONJOY varmahlífar
dregið úr hættu á meiðslum. Þær eru einnig sérlega
hentugar fyrir fólk með liðagigt.
n
OSSUR HVERFISGATA 105
SlMI: 91-621460
46