Þjóðlíf - 01.11.1987, Page 50
LIST
GaUerísýningar
Á döfinni
FÍM
Pann 30. október opnaöi Guðjón Ketilsson sýningu sína í sal félags-
ins aö Garðastræti og lýkur henni þann 15. nóvember. Bjarni Ragnar
opnar sýningu þann 20. nóvember og stendur hún til 6. desember.
Galierí Borg
Sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, sem átti að vera frá 29.
október til 10. nóvember varð að fresta vegna bruna á heimili
hennar. í stað þeirrar sýningar mun Jóhanna Kristín Yngvadóttir
sýna verk sín 12.-24. nóvember. Sýning Louisu stendur síðan frá 26.
nóvember til 8. desember. í tengslum við þá sýningu kemur út bók
hjá forlaginu Mál og menningu unt ævi og störf listakonunnar. Bók
þessi var gefin út í Bandaríkjunum á síðasta ári, en Sigurður A.
Magnússon þýðir á íslensku og skrifar forntála. Þetta verður fyrsta
einkasýning listakonunnar hér á landi.
Gallerí Svart á hvítu
Margrét Árnadóttir Auðuns sýnir ntálverk í galleríinu dagana 7.-22.
nóventber. Frá 1.-24. desember verður jólasýning með úrvali af
verkum listamanna, sem sýnt hafa hjá galleríinu.
Kjarvalsstaðir
Pann 7. nóvember mun Björn Birnir sýna í vestursal, Lýður Sigurðs-
son í vesturforsal og Rúna Gísladóttir í austursal. Þessum sýningum
öllum lýkur22. nóvember. Frá 28. nóvembertil 13. desember sýnir
Haukur Clausen í vestursal og Eggert Magnússon á sama tíma í
vesturforsal.
Listasafn ASÍ
Þann 15. nóvember lýkur sýningu Blaðamannafélags íslands í tilefni
90 ára afmælis félagsins. Frá 2 1. nóvember til 6. desember er fyrir-
huguð sýning á verkum Tryggva Ólafssonar, og mun safnið gefa út
bók um listamanninn í tengslum við þá sýningu.
Norræna húsið
Þann 10. nóvember lýkur sýningu á skartgripum smíðuðum af Hen-
rik Bl. Bengtssyni. Nokkru seinna mun verða sett upp sýning á
munum tengdum Hafliða Hallgrímssyni tónskáldi, svo sem nótna-
blöðum.
Nýlistasafnið
Þann 23. október til 8. nóvember er sýning á verkum Jóns Laxdal.
Þann 13. nóvember tekur við sýning Þórunnar S. Þorgrímsdóttur.
• Jóhanna Kristín Yngvadóttir: Gallerí Borg 12.-24. nóvember.
• Margrét Árnadóttir
Auöuns: Gallerí Svart
á hvítu 7.—22. nóvember’
• Louisa Matthíasdóttir: Gallerí Borg
• Bjarni Dagur:
FÍM-salurinn 20. nóv.—
6. desember.
50