Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 66

Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 66
VIÐSKIPTI Vestrænar auglýsingar í sovésku sjónvarpi Nú falla vígin hvert af öðru. í fyrsta skipti munu Sovétborg- arar sjá á skjánum vestrænar auglýsingar. Það mun hafa verð Pepsi sem reið á vaðið og gerði auglýsingasamning við sovéska sjónvarpið um út- sendingar á auglýsingu með Michael Jackson popp- stjörnu. Samningurinn náði yfir fimm 60 sekúndna auglýs- ingamyndir og verður þeim skotið inn í bandarísk-sovéska þáttaröð um lífið í Bandaríkj- unum. Fleiri fyrirtæki eru í þann veginn að ná auglýs- ingasamningum við sovéska sjónvarpið, t.d. Visa kredit- kortafyrirtækið og Sony, jap- anski rafmagnsvöruhring- urinn. Smjörbirgðir í kæligeymslu Evrópubandalagsins. Rýrnandi smjörfjall Á 12 mánaða tímabili hefur Evrópubandalaginu tekist að minnka birgðirnar all veru- lega. í maí í fyrra var smjörfjall- ið 1.2 milljónir tonna að þyngd, en í maí sl. var það komið nið- ur í 77 þúsund tonn. Mjólkur- duft var 789 þúsund tonn í fyrra en í maí var það komið niður í 40 þúsund tonn, hveiti- fjallið minnkaöi um 2.7 milljón- ir tonna. Þó þetta átak hafi kostað gífurlegt fjármagn og framleiðslan sé seld langt undir kostnaðarverði, er það engu að síður talið hafa borg- að sig, vegna þess að geymslukostnaðurinn var enn dýrari. Og nú er svo komið að ýmsir sérfræðingar eru farnir að spá því að gæti skorts á mjólkurafurðum um hríð í ýms- um löndum Evrópubanda- lagsins innan skamms tíma. Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyrir kjötskorti á næstunni, þar sem bændur hafa slátrað fjölda nautgripa í kjölfar minnkandi mjólkurkvóta... Japanskir bjór- drykkjumenn. Japanskur bjór sækir í sig veðrið í Japan er bjórfyrirtækið „Kir- in“ með mikla yfirburði á mark- aðnum. Fyrirtækið er nú að hasla sér völl í Evrópu að hætti annarra japanskra stórfyrir- tækja. Fyrirtækið er þegar áberandi á bandarískum markaði meö bjór sem þykir líkjast þýskum bjór. En nú er ætlunin að herja á evrópskan markað; Danmörku, Holland, Belgíu og V-Þýskaland. Bjór- firmað er um þessar mundir það fjórða í röðinni meðal stærstu fyrirtækja í þessum iðnaöi í heiminum, en það stefnir á annað sætið. Veltan er um 85 milljarðar íslenskra króna en trausta stöðu sína á fyrirtækið m.a. að þakka jap- anska ríkinu, sem ákvarðar' söluverð drykkjarins þar í landi. Hagnaðurinn er árlega sem nemur um 2,5 milljörðum króna. Nestle réttir úr kútnum Fyrir tíu árum var auöhringur- inn Nestlé í miklum vandræð- um. Víðs vegar á Vesturlönd- um var efnt til aðgerða gegn hringnum, og var honum kennt um barnadauða í þriðja heiminum, fullkomlega ábyrgðarlausa auglýsinga- mennsku og sölu á barnamat. Hvatt var til þess að neytendur refsuðu hringnum með því að kaupa ekki vöru frá honum. Þessar aðgerðir leiddu til afar slæmrar ímyndar og rýrnandi tekna. Á árinu 1981 var ráðinn nýr forstjóri Helmut Maucher að nafni, sem snéri við blað- inu. Hann lokaði fyrir hina um- deildu þriðja heims verslun, rak menn sem ábyrgð áttu að hafa á þeiri pólitík og hóf um- fangsmikla útþenslu. Á síð- ustu árum hefur Nestlé —hringurinn keypt upp ótal fyrirtæki í Evrópu og Banda- ríkjunum í matvælaiðnaði. Auk þess tengist Nestlé öðrum auðhringum í annars konar framleiðslu og viðskiptum. Nestlé á hótelkeðju í Banda- ríkjunum og þenst út með hverjum deginum. Höfuð- stöðvarnar eru í Sviss. Hring- urinn velti 42 milljöröum doll- ara á sl. ári og starfsmenn hans munu vera 163 þúsund talsins. Fyrirtækið var stofnað 1866. Þó ímynd hringsins sé talin hafa batnað mikið frá því fyrir áratug, þá líta enn margir á Nestlé sem einhvern dæm- igerðasta auðhring í Evrópu upp á gott og vont... Smokkar fyrir konur Eftir fjögurra ára samvinnu við vísindamenn hefur dönsku hjúkrunarkonunni Bente Gregersen tekinst að þróa kvensmokk sem á að fara á markað í Bretlandi í haust. í tilraunum kom í Ijóst að 6 af hverjumlO körlum og átta af hverjum 10 konum telja heppi- legra að brúka þessa tegund smokka en hina hefðbundnu karlsmokka.„Við reiknum með að ná undir okkur 10% af smokkamarkaðnum", segir forstjóri dreifingarfyrirtækisins Medicor en talið er að 4 milljar- ðar venjulegra smokka seljist árlega.... w 66

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.