Frjáls verslun - 01.08.2012, Page 71
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 71
1. Hver verða forgangsverkefni
fyrirtækis þíns næstu sex
mánuðina?
Þessa dagana er unnið að
gerð fjárhagsáætlunar fyrir
2013. Einnig er unnið að inn
leið ingu nýrrar stefnu fyrir
tækisins sem kynnt var í
mars sl. Áherslur okkar miða
að því að bæta enn frekar
þjónustu við viðskiptavini og
auka framleiðni í rekstrinum
með áherslu á einföldun og
skilvirkni. Okkar samfélagslega
forgangsverkefni er að miðla
upplýsingum um forvarnir til
viðskiptavina og samfélagsins
alls og munum við vinna að
þeim efnum áfram með mark
vissum hætti.
2. Hver er kjarninn í stefnu -
mótun fyrirtækis þíns?
Kjarninn í okkar stefnu er að
á næstu fimm árum stefnum
við að því að verða það trygg
ingafélag sem aðrir líta til sem
fyrirmyndar á öllum sviðum; í
rekstri, ánægju viðskiptavina,
rafrænni þjónustu og árang
ursríku forvarnarstarfi.
Jafnframt því stefnum við að
því að gera góðan vinnustað
framúrskarandi. Gildin okkar
eru umhyggja, fagmennska og
árangur og þau eru til grund
vallar öllu sem við gerum.
3. Hafa tekjur fyrirtækis þíns
vaxið frá því í fyrra?
Já. Það virðist reyndar enn vera
nokkur stöðnun á markaðnum
– fólk og fyrirtæki virðast enn
vera að taka til í sínum rekstri,
sem er eðlilegt. Það er þó mikið
áhyggjuefni ef fjölskyldur og
fyrirtæki eru ekki með rétta
tryggingavernd og mikilvægt
að halda umræðu um það atriði
á lofti.
4. Hvaða árangur ert þú
ánægðust með innan þíns
fyrirtækis á árinu?
Ég er mjög stolt af samstilltum
hópi starfsmanna okkar sem
hefur á síðustu mánuðum
unnið frábært starf við nýja
stefnu félagsins og innleiðingu
á henni. Við erum stolt af nýju
merki VÍS sem við kynntum
nýverið og er beinn afrakstur
stefnunnar. Við höfum sett
aukna áherslu á forvarnir en
þar liggja miklir sameiginlegir
hagsmunir okkar, fyrirtækja,
einstaklinga og samfélagsins
alls til að fækka slysum og
tjónstilfellum – því betra er heilt
en vel gróið. Við njótum trausts
viðskiptavina okkar og það
er undirstaða í okkar rekstri –
þetta er langtímasamband og
þar þarf að ríkja traust.
5. Hver er helsti vandinn sem
fyrirtæki glíma núna við?
Atvinnulífið þarf eins mikinn
stöðugleika og mögulegt er á
öllum sviðum efnahagslífs og
skattamála. Öll óþarfa óvissa
dregur úr krafti atvinnulífsins.
Við þurfum að auka framleiðni
í íslensku atvinnulífi og tryggja
að nýfjárfesting fari í ásætt an
lega arðsöm verkefni og þar
er mikilvægt að við höfum
nægilega góða yfirsýn þannig
að ekki verði um offjárfestingu
að ræða og skerta arðsemi.
Þá þurfum við að tryggja
samkeppnishæfni íslensks
atvinnulífs.
6. Er atvinnulífið enn of
skuldugt til að geta byrjað að
fjárfesta?
Það er líklegt að svo sé í ein
hverjum tilvikum.
7. Eitthvert eitt ráð sem þú vilt
gefa stjórnvöldum?
Aukum samvinnu milli stjórn
valda og atvinnulífsins. Teikn
um sameiginlega upp þá stóru
framtíðarmynd sem stefnt skal
að á næstu þremur til fimm
árum.
siGRúN RAGNA ÓLAFsDÓTTiR, FoRsTjÓRi Vís
aukum samvinnu milli stjórnvalda
og atvinnulífsins
„Við njótum trausts viðskiptavina okkar og það er undirstaðan í okkar rekstri.“
Steinþór Pálsson.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir.