Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 5
FÁ RANGSTÖÐU-
MEISTARARNIR
RAUÐA SPJALDIÐ?
Jón Óskar Sólnes segir frá Vópó-dekur-
börnunum í Dynamo Berlin, spillingu í
austur-þýsku meistarakeppninni og
endalokum stórveldistímabils öryggis-
varðanna frá Austur-Berlín.
Magnaðar sögur um spillingu hjá Dyna-
mo Berlín reyndust réttar. Hið heims-
fræga lið verður ef til vill lagt niður.
Margir telja hneykslið dæmigert fyrir
fleira en íþróttir í Austur—Þýskalandi.
íslendingar kynntust liðinu í september
síðastliðnum þegar það kom hingað og
lék við Val í fyrstu umferð í Evrópu-
keppni bikarhafa ...
30-32
KVÓTAKERFIÐ OG
HAGSMUNAÖFLIN
Gísli Pálsson dósent við Háskóla ís-
lands skrifar: Er það dulið markmið
fiskveiðistefnunnar að hygla fámenn-
um hagsmunahópum? Er eðlilegt að 39
menn á Fiskiþingi séu ráðandi um
„sameign þjóðarinnar"? Eru aðrir
landsmenn og stofnanir eins og alþingi
nánast skuldbundnir til að fara eftir
þeirra vilja?
50-51
VÍSINDI
Falsanir í jarðfræði. Falsvísindamaðurinn
indverski............................ 60
Skokkarar hætta oft heilsu sinni í
menguðum stórborgum.................. 65
Ferðalangar fá oft í magann. Með nýrri
tækni er hægt að koma í veg fyrir
magakveisur á erlendri grundu.........65
Neanderdalsmaður fær
andlitslyftingu ..................... 66
Ekki linnir skógardauða í Evrópu .... 66
Kísilsýra vinnur gegn áhrifum
súrs regns .......................... 67
Nýr orkugjafi fyrir fátækar
þjóðir............................... 67
UMHVERFI MHHI
Umbúðaþjóðfélagið
Minna getur verið betra! Um bók Harðar
Bergmanns .................. 68
Að selja ísland með akstri utan vega .. 71
NEYTENDUR
Könnun á gæðum tónsnælda ... 74
Innleggsnótur og útsölur.... 74
Hvað þýða merkin á fatnaðinum? .... 75
ýmislegt mmmmmmmmmmm
Krossgáta .................. 78
Börnin eru afskipt
Lélegur aðbúnaður barna er stærsta hneykslismál þjóðarinnar segir Áslaug
Brynjólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík í viðtali við Þjóðlíf. Hún telur að rekja
megi ofbeldi meðal ungmenna til vanrækslu og gagnrýnir harkalega þau viðbrögð í
borgarstjórn að kalla á fjölmennara lögreglulið í stað þess að komast fyrir rætur
vandans:„Hefur engum dottið í hug að ástæðan fyrir því að börnin hagi sér svona, sé
sú, að borgin hafi ekki sinnt börnum nægilega vel?“
Á umliðnum áratugum hafa orðið gífurlegar þjóðfélagsbreytingar m.a. á þann veg
að báðir foreldrar barna eru útivinnandi. Á sama tíma hefur ný afþreyingartækni
komið til sögu, sjónvarpsmenning og margs konar önnur samkeppni um tímann.
Börnin hafa orðið útundan í þeim skilningi að þau njóta æ minna samneytis við
foreldra sína og ættingja. Því fer fjarri að þjóðfélaginu hafi tekist að mæta öðruvísi
þörfum heimila í landinu samfara þessum breytingum. Þannig eru langir biðlistar eftir
plássum á dagvistarstofnanir í höfuðborginni til vitnis um skeytingarleysi. Og ástand-
ið í grunnskólunum sömuleiðis til merkis um andvaraleysi, skilningsleysi á breyttu
þjóðfélagi, —og á þörfum barna.
Börnin eiga oft ekki öruggt skjól að afloknum skóla, þau verða „lyklabörn“,
—fleinn í holdi velferðarríkisins. Og það er undarleg mótsögn fólgin í þeirri staðreynd
að á sama tíma og áðurnefndar þjóðfélagsbreytingar hafa orðið, hefur skólatími barna í
grunnskólum styst. Foreldrar þeirra barna sem nú eru í skólum höfðu mun lengri
viðveru í skólanum en börnin þeirra. Um 1960 voru börn 10210 mínútur á viku í skóla
en á síðustu árum hefur viðveran orðið rýrari með hverju árinu og er komin niður í
9080 mínútur!
Eitt stærsta vandamál í skólalífi yngstu samborgaranna eru þrengsli. Núverandi
nýtingarhlutfall skólanna er allt of hátt, eða um 150%, og er fengið með tvísetningu
þeirra að hluta. Fræðslustjórinn í Reykjavík segir að allt að 3700 börn séu hornrekur í
grunnskólum Reykjavíkur og er þar aðallega um að ræða yngstu börnin. Til að koma á
viðunandi ástandi þyrfti að fjölga skólastofum um 150 til 160. Að mati fræðslustjóra er
þetta eitt stærsta hneykslismál þjóðarinnar. Samanborið við hve miklu er eytt í
verslunarhúsnæði og þjónustu sé meðferð þjóðfélagsins á börnunum til skammar.
Fræðslustjórinn bendir á að oft sé mikið um íburð í skólabyggingar. Enn einu sinni
láta menn blekkjast af umbúðum en gefa innihaldinu ekki nægilega gaum. Bent er á
lausnir eins og færanlegar skólastofur og betri nýtingu fjárfestinga í skólahúsnæði,
sem ekkert er notað í marga mánuði að sumarlagi.
En landsmenn eru ekki aOir sáttir við samfélag lyklabarnanna. Ástandið er orðið
mörgum áhyggjuefni.,, íslendingar sýna börnum nakið kæruleysi. Við þurfum ekki
endilega á formlegum breytingum að halda með lögum, það er innihaldið sem skiptir
máli, við þurfum að sýna börnum meiri ræktarsemi, skilning og virðingu“, segir
Arthúr Morthens sérkennslufulltrúi í samtali við Þjóðlíf.
í nýársávarpi sínu sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, að mörgum væri
„hagur barna í þessu vinnuþreytta þjóðfélagi mikið áhyggjuefni og greinilega er
nauðsynlegt að finna leiðir til lausnar“. Það er mikil þverstæða að íslenska þjóðfélagið
hefur varið gífurlegum og sívaxandi fjármunum til framhaldsmenntunar og kjarabar-
átta hefur gengið mikið út á próf og skólagöngu á framhaldsstigi — á sama tíma og
undirstöðunni virðist æ minna sinnt. Hér er mikið verk fyrir höndum, en það er e.t.v.
skynsamlegast að byrja umræðuna með orðum forsetans:„Við verðum að játa það fyrir
okkur sjálfum að börn okkar eru afskipt“.
Óskar Guðmundsson.
íltgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10. box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Framkvæmdustjórn
Félagsútgáfunnar: Björn Jónasson, Jóhann Antonsson, Skúli Thoroddsen. Stjórn: Svanur Kristjáns-
son, Björn Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson, Pétur Reimarsson, Jóhann Antonsson, Birgir Árnason,
Skúli Thoroddsen. Albert Jónsson, Hallgrímur Guðmundsson, Ámi Sigurjónsson. Ritstjóri Þjóðlífs:
Óskar Guðmundsson. Blaðam.: Kristján Ari Arason, Einar Heimisson, Sævar Guðbjörnsson. Setn.
o.fl.: María Sigurðardóttir. Prófórk: Guðrún. Fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollasoft (Munchen),
Guðmundur Jónsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir
(Finnlandi), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Yngvi Kjartansson
(Osló), Árni Snævarr (París). Forsíða, hðnnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósm. á forsíðu: Guðmund-
ur Ingólfsson. Skrifstofustjóri: Guðrún Björk Kristjánsdóttir. Bókhald: Jón Jóhannesson. Fram-
kvæmdastjóri: Lára Sólnes. Auglýsingar: Hörður Pálmarsson. Markaður: Hrannar Björn. Prent-
vinnsla: Prentstofa G. Benediktssonar hf. Kópavogi, sími: 641499. Blaðamcnn símar: 623280 og
622251. Ritstjóri: 28230. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149.
ÞJÓÐLÍF 5