Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 68
VÍSINDI OG UMHVERFI MINNA GETIIR Um bók Harðar Bergmanm Fyrir jól kom út hjá Menningarsjóði bókin Umbúðaþjóðfélagið eftir Hörð Bergmann. Líkt og nafnið gefur til kynna er þetta rit um þjóðfélagsmál, stiklað er á mörgum grundvallaratriðum þjóðfélags okkar en jafnframt sett spurningamerki við tilvist flestra þeirra. Þetta er mjög gagnrýnið verk, sem skapar drjúgt tilefni til frekari umræðna um málin. Meðal þess, sem fyrst kemur í hug, við lestur bókar Harðar Bergmanns, Um- búðaþjóðfélagið, er hve mannskepnan hefur glatað miklum lífsgæðum á öld tækninýjunga: tímanum. Tíminn er kom- inn í umbúðir, ekki fer hjá því að okkur verði hugsað til þess lífs, sem afar og ömmur nútímamannsins lifðu, þegar ekk- ert sjónvarp, ekkert heilbrigðiskerfi, eng- inn sparisjóður, vaxtaaukalán eða kynlífs- námskeið urðu til þess að drepa tímann fyrir fólki. Er tækni og velferðarstofnanir nútímaþjóðfélagsins frelsisskerðing? Ef til vill er bók Harðar mikilvægust vegna þeirra efasemda, sem hann setur fram um viðtekið gildismat á almennri velferð, hagvexti, tækni, menntun og heil- brigðiskerfi. Hvar eru mörk umbúða og innihalds? Hörður Bergmann hefur á um- liðnum árum í blaða- og tímaritsgreinum og í útvarpi verið frumkvöðull í gagnrýn- um hugsunarhætti, hugsunarhætti, sem reyndar hefur sett æ meiri svip á stjórn- málaumræðu í iðnríkjum Vesturlanda. Hann hefur út frá sjónarhóli umhverfis- verndarsinna gagnrýnt sóun á verðmæt- um, tilgangslausum vexti á ýmsum svið- um, til dæmis í heilbrigðiskerfi. Hörður dregur til dæmis í efa að heilsufar þjóðar- innar hafi í raun batnað þótt útgjöld til heilbrigðiskerfis hafi aukist mjög. Stöðugt fleiri leita til sérfræðinga, stöðugt fleiri neyta lyfja af ýmsu tagi. Hörður segir: „Sé litið yfir 35 ára tímabil frá 1950 lætur nærri að útgjöld til heilbrigðiskerfis- ins hafi tífaldast miðað við fast verðlag og mannaflinn innan þess sjöfaldast. Hvað ætli hafi valdið vexti þessarar þjónustu og einstökum kostnaði við hana? Eykst heilsuleysi þjóðarinnar í hlutfalli við fjölg- un sjúkrarúma, lækna og annars starfsliðs 68 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.