Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 68

Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 68
VÍSINDI OG UMHVERFI MINNA GETIIR Um bók Harðar Bergmanm Fyrir jól kom út hjá Menningarsjóði bókin Umbúðaþjóðfélagið eftir Hörð Bergmann. Líkt og nafnið gefur til kynna er þetta rit um þjóðfélagsmál, stiklað er á mörgum grundvallaratriðum þjóðfélags okkar en jafnframt sett spurningamerki við tilvist flestra þeirra. Þetta er mjög gagnrýnið verk, sem skapar drjúgt tilefni til frekari umræðna um málin. Meðal þess, sem fyrst kemur í hug, við lestur bókar Harðar Bergmanns, Um- búðaþjóðfélagið, er hve mannskepnan hefur glatað miklum lífsgæðum á öld tækninýjunga: tímanum. Tíminn er kom- inn í umbúðir, ekki fer hjá því að okkur verði hugsað til þess lífs, sem afar og ömmur nútímamannsins lifðu, þegar ekk- ert sjónvarp, ekkert heilbrigðiskerfi, eng- inn sparisjóður, vaxtaaukalán eða kynlífs- námskeið urðu til þess að drepa tímann fyrir fólki. Er tækni og velferðarstofnanir nútímaþjóðfélagsins frelsisskerðing? Ef til vill er bók Harðar mikilvægust vegna þeirra efasemda, sem hann setur fram um viðtekið gildismat á almennri velferð, hagvexti, tækni, menntun og heil- brigðiskerfi. Hvar eru mörk umbúða og innihalds? Hörður Bergmann hefur á um- liðnum árum í blaða- og tímaritsgreinum og í útvarpi verið frumkvöðull í gagnrýn- um hugsunarhætti, hugsunarhætti, sem reyndar hefur sett æ meiri svip á stjórn- málaumræðu í iðnríkjum Vesturlanda. Hann hefur út frá sjónarhóli umhverfis- verndarsinna gagnrýnt sóun á verðmæt- um, tilgangslausum vexti á ýmsum svið- um, til dæmis í heilbrigðiskerfi. Hörður dregur til dæmis í efa að heilsufar þjóðar- innar hafi í raun batnað þótt útgjöld til heilbrigðiskerfis hafi aukist mjög. Stöðugt fleiri leita til sérfræðinga, stöðugt fleiri neyta lyfja af ýmsu tagi. Hörður segir: „Sé litið yfir 35 ára tímabil frá 1950 lætur nærri að útgjöld til heilbrigðiskerfis- ins hafi tífaldast miðað við fast verðlag og mannaflinn innan þess sjöfaldast. Hvað ætli hafi valdið vexti þessarar þjónustu og einstökum kostnaði við hana? Eykst heilsuleysi þjóðarinnar í hlutfalli við fjölg- un sjúkrarúma, lækna og annars starfsliðs 68 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.