Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 66

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 66
| VÍSINDI OG TÆKNI | Ekki linnir skógar- dauda í Evrópu Úr Hallormsstaðaskógi. Heilbrígð tré íhollu umhverfi. Necmderdalsmaður fær andlitslyftingu Nokkurrar bjartsýni hefur gætt hjá nokkrum vísinda- mönnum um að nú færi að hilla undir það að skógar Evrópu laufguðust og bæru sitt barr líkt og fyrrum. Tvær skýrslur sem voru birtar í október síðastliðnum slá þó á þær bjartsýnisraddir því þar kemur fátt fram sem túlka má sem ljós í svartnættinu. í mjög víðtæku úrtaki sem var tekið 1987 og náði vítt um Evrópu sá verulega á 14,7% allra trjáa. Endurtekið úrtak Yitaskuldir Engiferjurtin er gömul lækningaplanta. Nú hefur komið í ljós að hún er hið áhrifaríkasta meðal gegn sjóveiki og er aukinheldur laus við allar óæskilegar aukaverkanir sem önnur hefðbundin lyf hafa. ★ ★ Dökkt tóbak (t.d. Gauloi- se-sígarettur) virðist auka hættu á krabbameini í þvagblöðru meira en ljóst tóbak. Hið síðarnefnda tengist á hinn bóginn lungnakrabba mun sterk- ari áhættuböndum en dökka tóbakið. ★★ Þegar neglur vaxa myndast sérstakt mynstur sem má nota líkt og fingraför til að greina milli manna. Öxar- morðingi nokkur í Banda- ríkjunum var gómaður 1980 vegna þess að á morðstaðnum fannst hluti af nögl sem var rakin til hans. frá 1988 leiddi í ljós að 12,8% trjáa voru sködduð en sérfræð- ingar telja að þá lækkun megi skýra með heppilegra veður- fari fremur en að um varanleg- an bata sé að ræða. Ástandið mun hvað verst í Skotlandi, Þýskalandi, Hollandi, á Ítalíu, Spáni og Grikklandi. í Vestur-Þýskalandi er ár- lega birt skýrsla um ástand skóga í þvísa landi og þar segir að þar sjái á um 53% alls skóg- lendis og þar af séu um 16% trjáa verulega illa haldin. Einna verst úti verða beykitré og tré sem eru eldri en 60 ára. Sérfræðingar þar telja megin- orsök skógardauðans sívax- andi mengun frá bílum og mengun sem berst inn yfir landamærin frá nágrannaríkj- um. Miklar vangaveltur hafa stað- ið um aldur og uppruna manna og það hefur reynst erfitt að komast að sameigin- legri niðurstöðu sem mann- fræðingar hafa allir sæst á. Tveir bandarískir mann- fræðingar hafa endurgert hauskúpu neanderdalsmanns og þykja með því hafa styrkt ætternisbönd hans við nútíma- manninn. Þróunartré mannsins hefur verið býsna kræklótt og óljóst. Sumir mannfræðingar telja að nútímamaðurinn hafi orðið til í Afríku fyrir um 250.000 ár- um og að hann hafi síðar breiðst út um jörðina og rutt neanderdalsmanninum úr vegi. Neanderdalsmaðurinner samkvæmt þeim kenningum talin önnur tegund en nútíma- maðurinn. Aðrir mannfræðingar telja neanderdalsmanninn undir- tegund nútímamannsins og þessi fyrrnefnda, endurgerða hauskúpa þykir styðja þá kenningu. Fram til þessa hefur viðtek- in mynd neanderdalsmannsins verið mannvera með lágt, aft- urhallandi enni, stóra nasa- vængi, framstæða kjálka og rýra höku. Hauskúpan títt- nefnda sýnir hins vegar mann með litlar nasaholur og flatt andlit. Það er svipmót sem er honum og reismanni (Homo erectus) sameiginlegt og haus- kúpusmiðirnir bandarísku telja þessar tvær tegundir manna mjög náskyldar. Hauskúpan var endurgerð eftir hauskúpubeinum sem fundust í helli í írak. Beinaleif- arnar eru taldar 100.000— 145.000 ára gamlar. Á sama svæði fundust einnig leifar annarra manna sem voru uppi samtíma neanderdalsmönnun- um og þeir menn hafa borið allt svipmót nútímamanns. Mannfræðingarnir telja að þessar tvær tegundir hafi tekið að æxlast saman í einhverjum mæli og síðan hafi neander- dalsmaðurinn orðið undir í samkeppninni og dáið út. 0 66 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.