Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 31
Dynamo Berlín eins og liðið var skipað 1989—1990.
Andreas Thom skærasta stjarnan er á bak og burt, kominn til liðsins sem skapar skattaafsláttinn
fyrirrisafyrirtækiðBayem. Varáíslandi fyrirþremurmánuðum, en þá sá enginn fyrirhvað verða
vildi...
Evrópumótunum á sama tíma og liðin frá
Leipzig, Dresden og Magdeburg unnu
marga góða sigra.
Vestur-þjóðverjum var hins vegar málið
skylt og í Kicker, blaði knattspyrnufíkla
þar í landi, fóru að birtast greinar um
dómgæslu í fyrstu deildinni austur-þýsku
og var sterklega gefið í skyn að víða væri
pottur brotinn í þeim efnum. Nefndi blað-
ið sem dæmi, að austur-þýskir dómarar
væru ótrúlega gjarnir á að veifa gulum og
rauðum spjöldum framan í leikmenn
þeirra liða sem mæta áttu Dynamo Berlin í
næsta leik. Þannig voru ávallt einhverjir
leikmanna Leipzig og Dresden í leikbanni
þegar liðin léku við Dynamo Berlin í hefð-
bundnum átakaleikjum um efstu sætin.
Þá var bent á að Dynamo Berlin ætti ótrú-
lega greiða leið í gegnum rangstöðugildrur
helstu keppinauta. Virtust línuverðir
leggja annan skilning í rangstöðureglur
þegar hinir knáu framherjar Berlínarbúa
áttu í hlut, ellegar þjást af dularfullri
sjóndepru.
Eins og áður sagði fór umræðan um
dómgæslu einungis fram hjá stóra bróður í
vestri. í austur-þýsku knattspyrnunni
urðu menn að reiða sig á heiðarleika dóm-
ara, en þeir eru gjarnan kallaðir „der Unp-
arteiische“, sem útleggja má á íslensku
sem „hinn hlutlausi", og jafnframt sem
„hinn óflokksbundni".
Asíðasta keppnistímabili, lauk ein-
hverra hluta vegna sigurgöngu
Dynamo Berlin í deildarkeppninni. Höf-
ÞJÓÐLÍF 31