Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 69

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 69
VERIÐ BETRA! Umbúðaþjóðfélagið í heilbrigðiskerfinu? Eða er heilsufarið nú líkt og fyrir 30 árum eða svo — en kerfíð að þenjast út af öðrum orsökum en versn- andi heilsu?“ Þessi tilvitnun er ein af mörgum í bók Harðar Bergmanns, sem vitna um róttæka gagnrýni á venjubundin viðhorf þjóðfé- lagsins. Hann bendir á þá staðreynd að vöxtur heilbrigðiskerfisins hafi verið meiri en á nokkru öðru sviði í opinberum rekstri en samt hafi heilsan lítið batnað. Og einnig í heilbrigðiskerfinu eru umbúð- irnar farnar að ráða ferðinni. Líkt og Hörður bendir á munu margir „telja heimsókn til læknis hálf-misheppnaða endi hún ekki með því að skrifaður sé lyfseðill“. Mat sjúklings á eigin heilsu er því bundið lyfseðlinum, umbúðunum. ú staðreynd hefur orðið mönnum sí- ljósari í evrópskum stjórnmálum á undanförnum árum, að sókn að meiri hag- vexti geti í raun þýtt afturför í þjóðfélag- inu. Sérstaklega hefur verið bent á þann náttúruskaða, sem skefjalaus sókn að hag- vexti valdi og hugsanlega verði aldrei bættur. Þar verður ef til vill ljósast það þema, sem er grunntónninn í verki Harð- ar: minna getur verið betra. Raunar minn- ir Hörður Bergmann á þá staðreynd að gjald, sem þjóðir greiða fyrir rányrkju á náttúruauðlindum sé hlutur, sem okkur íslendingum er vel ljós. Hann minnir á að hér hafi þegar verið beitt „sársaukafullum tilraunum til að hverfa frá úreltum og varasömum vaxtasjónarmiðum í fiskveið- um og landbúnaði.“ Það er einn helsti styrkur bókar Harðar Bergmanns að hon- um tekst að sýna lýsandi en einföld dæmi um þá hluti, sem hann er að segja. Þannig er dæmi um gosdrykkjaframleiðslu á land- inu ágætt: „Gosdrykkjaframleiðsla hefur meira en átjánfaldast síðan 1950. Margt bendir til þess að íslendingar séu svo til hættir að leggja sér vatn til munns — og drekki nú orðið gos í staðinn. Þó kann herferð heil- brigðisyfirvalda í ársbyrjun 1988 í því skyni að auka vatnsdrykkju að hafa skilað einhverjum árangri. í umbúðaþjóðfélagi þarf ekki að koma á óvart þótt umbúða- laus drykkur eins og vatn gleymist hrein- lega. Enda eykur vatnsdrykkja ekki þjóð- arframleiðsluna. Gosdrykkja eykur þjóð- arframleiðslu og hagvöxt en vatnsdrykkja ekki. Hún lendir utan hins formlega hag- kerfis, en gosdrykkjaframleiðsla og -sala innan þess.“ Hér er á ferð mjög lýsandi dæmi um Hörður Bergmann hefur haft ákveðið frum■ kvæði ígagnrýnniþjóðfélagsumræðu á síðast- liðnum árum. umbúðaþjóðfélagið í reynd, mælistikur hagfræðilegra gilda, sem ekki eru alltaf marktækar á ágæti viðkomandi þjóðfé- lags. Sérstaka athygli vekur í bók Harðar hversu gagnrýnum augum hann lítur skólakerfið. Sjálfur hefur Hörður starfað að skólamálum og þekkir því vel íslenska menntakerfið. í kaflanum um skólakerfið er texti bókarinnar ef til vill hvað beittust gagnrýni á viðtekin gildi. Þar eru prófin umúðirnar, umbúðir um menntun. En hvað segja þau? Hvaða trygging eru þau fyrir betri og aukinni þekkingu? Hörður tekur beitt dæmi um óþörf námskeið, sem fólki sé boðið upp á í samfélaginu, t.d. nám í ritvinnslu, sem hver og einn geti lært af sjálfum sér. Nútímalegar tölvur eru einmitt þannig byggðar að námskeið í ein- földustu hlutum eins og ritvinnslu eru óþörf. Samt tekst að selja námskeiðin: fólk trúir því að það þurfi á þeim að halda, trúir á það, sem það hefur fært í umbúðir: í þessu tilfelli skírteini um námskeiðsþátt- töku. Athyglisvert er þó að Hörður Berg- mann tekur í bók sinni afdráttarlausa af- stöðu með tölvuþróun: „Hina öru útbreiðslu örtölvutækninnar má m.a. skýra með því hve lítillar orku hún krefst og hversu örsmáar einingar geta afkastað miklu. Útbreiðsla og hag- ÞJÓÐLÍF 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.