Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 58
VIÐSKIPTI Breskt sjónvarp hefur getið sér góðan orðstír víða um heim, sóst er eftir sjón- varpsefni þaðan og breskir áhorfendur virðast fremur ánægðir með sinn hlut. Skipulag sjónvarpsmála hefur verið óbreytt í aðalatriðum í meira en þrjá ára- tugi, en nú hillir undir róttækar breyting- ar. Á árinu 1989 hófst sjónvarp um gervi- hnetti og kveður mest að Sky Television í eigu Ruberts Murdoch fjölmiðlajöfurs. Breskur almenningur hefur þó ekki sýnt gervihnattasjónvarpi meiri áhuga en svo að aðstandendur þess safna fremur skuldum en áhorfendum um þessar mundir. Meira umróts er þó að vænta úr annarri átt, því að í desember lagði ríkis- stjórnin fyrir þingið frumvarp um skipun sjónvarpsmála sem gerir ráð fyrir kerfis- breytingu. Skipulag sjónvarpsmála í Bretlandi er sérkennileg blanda viðskiptareksturs og opinberrar stýringar, sem Bretum ein- um er lagið að hugsa upp. Yfirstjórn sjón- varpsmála hefur verið í höndum Indep- endent Broadcasting Authority (IBA), sem fylgist með því að sjónvarpsstöðvar fari að ýtarlegum lögum og reglum um þær. IBA á ekki aðeins að gæta þess að sjónvarpsstöðvarnar veiti lágmarks al- mannaþjónustu og haldi ákveðnu jafn- vægi og fjölbreytni í efnisvali, heldur er það á þess valdi að túlka ákvæði laganna um hlutleysi og velsæmi. Vissar skráðar og óskráðar reglur eru til dæmis um kyn- lífsefni sem IBA hefur tekið strangt á og látið þannig ásannast orðtak sem oft er haft um sjafnarmál á opinberum vettvangi í Bretlandi: „No sex, please, we are Brit- ish!“ GÆÐAKRÖFUR Á { stjórnarfrumvarpinu er gert ráð fyrir nýju apparati, Independent Television Commission (ITC), sem leysa á IBA af hólmi. Þessi nýja yfirstjórn á að hafa um- sjón með breytingum í sjónvarpsmálum, sem í stystu máli fela í sér „aukið valfrelsi fyrir áhorfendur og áheyrendur“, eins og það er orðað í frumvarpinu. Fjórar sjónvarpsrásir eru nú starfræktar í Bretlandi, tvær eru í eigu BBC, sem er sjálfseignarstofnun fjármögnuð með áskriftargjöldum, og aðrar tvær eru aug- lýsingastöðvar, ITV-stöðin og Channel 4. Það eru í raun og veru 15 svæðasjónvarps- stöðvar sem eiga ITV og er þeim skipt eftir landsvæðum. Þær sjónvarpa eigin efni að mestu og borga sérstakt leyfisgjald til yfir- valda fyrir að fá að reka sjónvarp. Eftir GUÐMUNDURJÓNSSON frumvarpinu á ITV að hætta rekstri frá ársbyrjun 1993, en við tekur Stöð 3 (Channel 3), sem einnig verður samsett úr svæðisstöðvum. Það kemur í hlut ITC að úthluta leyfum og eiga hæstbjóðendur að hreppa leyfin að því tilskildu að þeir hafi sýnt fram á að þeir standist ákveðnar gæðakröfur. Þá á að opna eina rás til viðbótar, Rás 5, sem gert er ráð fyrir að nái til 70% lands- manna. Að henni verður staðið á svipaðan hátt og Stöð 3, hún verður fengin hæst- bjóðendum, sem gert verður að uppfylla svipuð skilyrði um gæði, en ekki er sagt hvenær hún tekur til starfa. Fleiri rásir, aukið val? Skipulag sjónvarpsmála í gagngerri endurskoðun í Bretlandi. Gervihnattasjónvarp safnar frekar skuldum en áhorfendum um þessar mundir. 58 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.