Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 14
INNLENT
BYGGING SKÓLA Á ÁBYRGÐ
SVEITARFÉLAGA
Getum ýtt á eftir þeim n
„Það segir sig sjálft að það er brýnt að
koma á einsetnum skóla og lengja skóla-
daginn þegar allt að 80% mæðra er úti-
vinnandi. Og ég hef ekki heyrt neinar
raddir sem eru þessu mótfallnar,“ sagði
Gerður Óskarsdóttir faglegur ráðunaut-
ur menntamálaráðherra í skóla- og upp-
eldismálum þegar Þjóðlíf spurðist fyrir
um hvort ráðuneytið hyggðist beita sér
fyrir samfelldum og lengri skóladegi í
íslenskum grunnskólum á næstunni.
„Þetta er hápólitískt mál sem að
menntamálaráherra er að vinna að. Áætl-
un um hvernig verður staðið að lengingu
skóladagsins hefur ekki verið unnin en
hugmyndin er að byrja fyrst á þessu hjá
yngstu börnunum. Við fengum nýverið í
hendur niðurstöður úr könnun sem ráðu-
neytið lét framkvæma meðal skólafólks,
foreldra, stjórnmálamanna og félagasam-
taka í atvinnulífmu, en í henni var meðal
annars reynt að komast að hvað fólk telji
að eigi að hafa forgang í skólastarfi næstu
ára. Niðurstöðurnar sýna svo ekki verður
um villst að það er afgerandi vilji fyrir
samfelldum og lengri skóladegi og ein-
setnum skóla. Ég tel mjög mikilvægt að
það verði gerð markviss áætlun um að
3 lengingu skóladagsins
koma til móts við þennan afdráttarlausa
vilja.
Að sögn Gerðar starfaði nefnd á vegum
ráðuneytisins sl. vor sem gerði úttekt á því
hvað stækka þyrfti núverandi skólahús-
næði mikið til að unnt yrði að gera skólana
einsetna og hver kostnaðurinn af því yrði.
Enn fremur áætlaði nefndin hve mikið út-
gjöld ríkisins til grunnskólans þyrftu að
hækka mikið á ári til að lengja skóladaginn
og tryggja öllum grunnskólanemum 35
tíma skólaviku. „Þrátt fyrir að niðurstöð-
ur nefndarinnar liggi fyrir, og ótvíræð
stefnumörkun í frumvarpi til nýrra
grunnskólalaga, þá hafa þó engar fram-
kvæmdaáætlanir verið gerðar um þetta
innan ráðuneytisins. Niðurstöðurnar
sýndu hins vegar, að kostnaðurinn er síð-
ur en svo óyfirstíganlegur. Lenging skóla-
vikunnar upp í 35 tíma myndi einungis
auka rekstrarkostnað grunnskólanna um
500 milljónir á ári eða rúmlega 12% og til
að fjölga skólastofum þannig að unnt sé að
gera skólann einsetinn þyrfti að ráðast í
fjárfestingarkostnað upp á einar 2500
milljónir. Þessi kostnaður á skv. nýjum
lögum um verkskiptingu ríkis og sveitar-
félaga að leggjast á sveitarfélögin enda er
Gerður Óskarsdóttir. Þetta er hápólitískt mál
sem ráðherra er að vinna að.
þeim ætlað að sjá um allar byggingarfram-
kvæmdir vegna skólahúsnæðis. Verði
grunnskólafrumvarpið að lögum þyrftu
sveitarfélögin að hafa lokið þessum fram-
kvæmdum að fullu innan 10 ára frá gildist-
öku þeirra. Sjálfri finnst mér þetta ekki
mikill kosmaður og væri fús til að greiða
örlítið meir í skatta til að gera þetta fram-
kvæmanlegt á styttri tíma. En spurningin
er hvort aðrir séu sama sinnis.“
Aðspurð kvað Gerður skortinn á skóla-
húsnæði vera mestan í Reykjavík og á
Reykjanesi og því þyrftu sveitarfélögin
þar að gera sérstakt átak í byggingu skóla-
húsnæðis. Að sögn Gerðar er mjög mikil-
vægt að góður samstarfsgrundvöllur skap-
ist milli ríkis og sveitarfélaga. „Sveitar-
félögunum er að sjálfsögðu í sjálfsvald sett
að hraða framkvæmdum við skólana
þannig að þeir verði einsetnir. En þau geta
ekki flýtt lengingu skóladagsins umfram
þá framkvæmdaáætlun sem ráðuneytið
mun vinna eftir. Hitt er annað mál að
ráðuneytið getur ýtt á eftir byggingar-
framkvæmdum í þeim sveitarfélögum
sem skortur er á skólahúsnæði eftir því
sem lögboðinn skólatími lengist“.
STÓRKOSTLEGUR MUNUR
Segir Júlíanna Gunnarsdóttir móðir tveggja barna í Fossvogsskóla
„Þetta er því alveg stórkostlegur munur
og ég er mjög ánægð með þetta fyrir-
komulag. Breytingin á skólatímanum í
Fossvogsskóla gerði það að verkum að
ég komst út á vinnumarkaðinn í hálfs
dags starf, en það hefði ég ekki getað
fyrir breytinguna. Nú fara börnin á sama
tíma í skólann á morgnana og ég get
verið örugg um þau meðan ég er í vinn-
unni. Ef börnin væru hins vegar á sitt
hvorum tímanum í skólanum hefði ég
ekki getað þetta. Betra getur þetta vart
verið, sagði Júlíanna Gunnarsdóttir
móðir tveggja barna í Fossvogsskóla.
— Fram til þessa hef ég ekki séð mér
fært að vera út á vinnumarkaðnum vegna
barnanna. Ég hef ekki viljað bjóða þeim
upp á að vera ein heima. Að sjálfsögðu
neyðast margar mæður til að bjóða börn-
unum sínum upp á þetta þó þær viti hve
erfitt það er fyrir börnin. Það finnst mér
mjög slæmt.
— Lenging skóladagsins hefur haft í
för með sér, að það hefur verið hægt að
bjóða krökkunum upp á fjölbreyttara nám
og meiri tilbreytingu. Nú fá þau t.d. að
fara tvisvar í viku í leikflmi í stað einu
sinni áður. Það finnst þeim alveg frábært
því leikfimin er númer eitt hjá þeim báð-
um. Annar veigamikill kostur við leng-
ingu skóladagsins er, að nú geta börnin að
mestu leyti lokið þessari svokölluðu
heimavinnu í skólanum. Ég næ engu að
síður að fylgjast vel með því sem þau eru
að gera því bæði segja þau mér frá því sem
þau eru að gera í skólanum og einnig æfa
þau sig í að lesa og skrifa hér heima. Ég
þekki foreldra sem eru með börn sín í
hefðbundnum skóla og þau segjast alltaf
vera í vandræðum með að láta börnin ljúka
heimavinnunni. Ein vinkona mín segir
t.d. að það fari allur morguninn hjá sér í
það að láta börnin læra.
— Ég fæ síður en svo séð að lenging
skóladagsins sé börnunum erfið. Þvert á
móti hef ég t.d. tekið eftir því að yngra
barnið, sem nú er að hefja sína skóla-
göngu, er mun ánægðara með skólaveruna
heldur en eldra barnið var þegar það byrj-
aði. Það virðist henta börnunum mun bet-
ur að vera í skólanum á morgnana heldur
en eftir hádegi, því þá eru þau betur upp-
lögð og óþreytt.
— Mér finnst alveg skilyrðislaust, að
það eigi að innleiða lengri og samfelldan
skóladag í allt skólakerfið hér á landi. Og
ef st jórnvöld láta sér detta í hug að innleiða
þetta á mjög löngum tíma þá er það van-
hugsað. Það er nauðsynlegt að gera þetta
nú þegar því mömmur eru farnar að vinna
úti, — það má nánast segja að það sé lúxus
að geta verið heima með börnunum. Það
er því brýnt að þessu verði hraðað sem
mest. Mér finnst ástandið alveg rosalegt.
Maður er jafnvel farinn að heyra að þau
megi sum hver ekki einu sinni fara inn til
sín vegna þess að þau drasli svo mikið út.
Skólinn er mjög góð barnapía, alla vega
miklu betri heldur en foreldralaus heimili.
14 ÞJÓÐLÍF