Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 46
AHRIFAMIK Nýjar kenningar um stöðu kvenna á söguöld INGÓLFUR V. GÍSLASON Á söguöld voru konur mun færri en karl- ar á Islandi. Þrátt fyrir að konur væru kúgaðar samkvæmt lögum, segja sög- urnar að völd og áhrif kvenna hafi oft verið mjög mikil. Fara sögurnar nær raunveruleikanum en lögin frá þessum tíma? Hin mótsagnakennda staða íslenskra kvenna á söguöld hefur lengi verið fræðimönnum og leikmönnum umhugs- unarefni. Hvernig getur á því staðið að ímynd kvenna í fornbókmenntum er svo ólík því sem ætla mætti af réttarreglum þess samfélags sem þar er verið að lýsa? Samkvæmt lögunum voru konur illilega kúgaðar en í sögunum birtast margar kon- ur sem sterkir og sjálfstæðir einstaklingar sem í ríkum mæli stjórna sjálfar eigin lífl (og annarra). Þýðir þessi mótsögn að sög- unum er alls ekki treystandi eða voru lögin lítið annað en ómerkur bókstafur? í sextugasta hefti tímaritsins Scand- inavian Studies gerir Carol J. Clover til- raun til að útskýra mótsögnina. Að áliti hennar er það alltof ódýr lausn vandans að telja sögurnar hreinan skáldskap. Sé raun- ar líka hreinn óþarfi að grípa til þess ráðs þar eð unnt sé að skýra málið þannig að bæði lögin og sögurnar teljist endurspegla raunveruleikann. Mótsagnakennd staða kvenna hafi stafað af því að ekki var jafn- vægi í fjölda kvenna og karla. Karlmenn hafi verið mun fleiri en konur. Til stuðn- ings þessu þarf að hafa tvennt í huga. Ann- ars vegar stöðu íslands sem jaðarsvæðis (þ.e. tiltölulega nýnumið land) og hins vegar þann sið að bera út börn. Alþekkt er að barnaútburður tíðkaðist á Norðurlöndum á söguöld og er barnaút- burður eða barnadráp með einhverjum hætti raunar mjög algeng aðferð til stýr- ingar fjölskyldustærðar. Carol J. Clover bendir á að yfirleitt eigi sér stað eitthvert val á milli nýfæddra barna. Bækluð eða lasburða börn hafi verið „eðlileg“ fórnar- lömb en einnig hafi meybörnum verið mun hættara en sveinum. Að deyða stúlk- ur er útbreiddur siður og víða stundaður enn þann dag í dag (Indland, Kína). Ein MENNING 46 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.