Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 43
Todmobile: Betra en
nokkuð annað
Eyrnaeðal-
vagn
Það hefur lengi verið þörf hér á
landi fyrir hljómsveit eins og
Todmobile. Með sinni fyrstu
breiðskífu brjótast þau fram á
sjónarsviðið og það geislar af
þeim sköpunarkrafturinn og
frumleikinn svo að sterkari
frumburður í íslenskri dægur-
tónlist er vandfundinn.
Hljómsveitin er skipuð söng-
konunni og textasmiðnum
Andreu Gylfadóttur, gítar- og
hljómborðsleikaranum Þor-
valdi B. Þorvaldssyni, en
hann semur flest laga plötunn-
ar. Þriðji meðlimurinn er svo
Eyþór Arnalds sellóleikari en
hann semur tvö lög og svo á
hljómsveitin öll eitt lag saman.
Tvö af lögum plötunnar hafa
heyrst nokkuð mikið, en þetta
eru„ Stelpurokk‘ og „Sameig-
inlegf‘. En þau eru ekki þau
bestu þótt góð séu. Fyrsta lag
plötunnar, titillagið er geysi-
sterk og tignarleg lagasmíð
með undurfögrum og tilþrifa-
miklum söng Andreu. Gefur
lagið strax til kynna hvað
hlustandinn á í vændum.
Reyndar má lýsa söngnum á
allri plötunni með þessum orð-
um sem ég notaði um söng
Andreu hér fyrr. Reyndar
syngur Eyþór líka í lögunum
„Ég heyri raddið‘ og „Beint í
mark“, en hans söngur, sem er
langt frá því að vera vondur,
fellur nánast í skuggann. Sell-
óið er sterka hlið Eyþórs og
kemur það mjög vel út þar sem
það er notað, sbr. lögin „Næt-
urgalinn“ (eftir Eyþór) og
„Lasciate Mi Morire“. Gítar-
leikur Þorvaldar, hvort sem er
rafmagnaður eða klassískur, er
sér kapítuli útaf fyrir sig; mað-
urinn nálgast snillinginn
hressilega og eru sóló hans
mjög vel uppbyggð, kröftug
og blæbrigðarík, t.d. sólóið í
áðurnefndu „Lasciate...“.
Hljómborðsleikurinn er einn-
ig á svipuðum nótum og mætti
nefna strengjaútsetninguna í
laginu „Sól jörð og máni‘. Eg
hef bara ekki heyrt svona af-
burða góða hluti í íslenskri
dægurtónlist. Kominn tími til.
Það má með sanni segja að
þessi bandaríska blökkustúlka
standi á krossgötum þessar
vikurnar. í fyrra sló hún í gegn
svo um munaði með fyrstu
breiðskífu sinni sem er fimm
stjörnu gripur og ekkert ann-
að. Þessi er ekki eins góð vegna
þess að lagasmíðarnar eru ekki
eins sterkar og á þeirri fyrstu,
eru þó samt ekkert slor.
Kannski liggur sökin hjá upp-
tökustjóranum, David Ker-
schenbaum, sem ef til vill hef-
ur ekki verið eins frjór og
skapandi og á fyrstu plötu
stelpunnar en hann stjórnaði
einnig tökkunum þar. Tónlist-
arlega séð er Crossroads
Ef ég ætti að lýsa plötu „Tod-
mobile“ með einu orði myndi
ég nota orð eins og frábær,
framúrskarandi eða eitthvað
slíkt. Það er allt til fyrirmynd-
ar varðandi framleiðslu plöt-
unnar; tónlistin og vinnsla
hennar, frágangur umslags og
textablaðs. „Todmobile“ er
tvímælalaust einn af eðalvögn-
um íslenskrar dægurtónlistar.
þyngri og seinteknari en fyrsta
platan. Tracey Chapman er
ennþá við sama heygarðshorn-
ið í textasmíðinni, stingur á
ýmsum graftarkýlum og fjallar
um hin margvíslegustu mál-
efni s.s efnishyggju, mál Nel-
son Mandela, stöðu utan-
garðsfólks f Bandaríkjunum
og baráttuanda þann er ein-
kennir jafnréttisbaráttu svert-
ingja víðsvegar í heiminum.
Tracey Chapman er einmitt
sterk málpípa þeirra og svo
sannarlega er innlegg hennar
til þessa málefnis og málefna
hinna kúguðu þjóðfélagshópa
af hinu góða.
0
Dýrið gengur laust: Blúir
draumar
Merkilegt
fyrirbæri
Smáskífan frá reykvísku
pönksveitinni Dýrið gengur
laust er örugglega „grófasta“
plata ársins, ef ekki áratugar-
ins!
Texti lagsins er algert klámníð
um Bubba, Megas og Hörð
Torfason, en ekki verður farið
út í hann í smáatriðum, því þá
yrði þetta tölublað sennilega
bannað. Lagið var bannað að
ég held á öllum útvarpsstöðv-
unum, en það er í tveimur út-
setningum á plötunni, pönk-
aðri og svo trúbadorútsetn-
ingu. Annars finnst mér
hugarfarið að baki plötunni
það merkilegasta við gripinn,
þ.e að níða áðurnefnda tónlist-
armenn í svaðið með svona
„hommi-rass-ríða“ húmor.
Hvað fá menn út úr því? Fyrr á
öldum hefðu þeir sennilega
verið hálshoggnir fyrir slíkt.
Nú er tíðin hinsvegar önnur.
Dýrið gengur laust er kraft-
mikið band og að mínu mati
ættu þeir að eyða kröftum sín-
um á annan og betri hátt.
Tracey Chapman: Crossroads
Málpípa kúgadra
ÞJÓÐLÍF 43