Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 43

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 43
Todmobile: Betra en nokkuð annað Eyrnaeðal- vagn Það hefur lengi verið þörf hér á landi fyrir hljómsveit eins og Todmobile. Með sinni fyrstu breiðskífu brjótast þau fram á sjónarsviðið og það geislar af þeim sköpunarkrafturinn og frumleikinn svo að sterkari frumburður í íslenskri dægur- tónlist er vandfundinn. Hljómsveitin er skipuð söng- konunni og textasmiðnum Andreu Gylfadóttur, gítar- og hljómborðsleikaranum Þor- valdi B. Þorvaldssyni, en hann semur flest laga plötunn- ar. Þriðji meðlimurinn er svo Eyþór Arnalds sellóleikari en hann semur tvö lög og svo á hljómsveitin öll eitt lag saman. Tvö af lögum plötunnar hafa heyrst nokkuð mikið, en þetta eru„ Stelpurokk‘ og „Sameig- inlegf‘. En þau eru ekki þau bestu þótt góð séu. Fyrsta lag plötunnar, titillagið er geysi- sterk og tignarleg lagasmíð með undurfögrum og tilþrifa- miklum söng Andreu. Gefur lagið strax til kynna hvað hlustandinn á í vændum. Reyndar má lýsa söngnum á allri plötunni með þessum orð- um sem ég notaði um söng Andreu hér fyrr. Reyndar syngur Eyþór líka í lögunum „Ég heyri raddið‘ og „Beint í mark“, en hans söngur, sem er langt frá því að vera vondur, fellur nánast í skuggann. Sell- óið er sterka hlið Eyþórs og kemur það mjög vel út þar sem það er notað, sbr. lögin „Næt- urgalinn“ (eftir Eyþór) og „Lasciate Mi Morire“. Gítar- leikur Þorvaldar, hvort sem er rafmagnaður eða klassískur, er sér kapítuli útaf fyrir sig; mað- urinn nálgast snillinginn hressilega og eru sóló hans mjög vel uppbyggð, kröftug og blæbrigðarík, t.d. sólóið í áðurnefndu „Lasciate...“. Hljómborðsleikurinn er einn- ig á svipuðum nótum og mætti nefna strengjaútsetninguna í laginu „Sól jörð og máni‘. Eg hef bara ekki heyrt svona af- burða góða hluti í íslenskri dægurtónlist. Kominn tími til. Það má með sanni segja að þessi bandaríska blökkustúlka standi á krossgötum þessar vikurnar. í fyrra sló hún í gegn svo um munaði með fyrstu breiðskífu sinni sem er fimm stjörnu gripur og ekkert ann- að. Þessi er ekki eins góð vegna þess að lagasmíðarnar eru ekki eins sterkar og á þeirri fyrstu, eru þó samt ekkert slor. Kannski liggur sökin hjá upp- tökustjóranum, David Ker- schenbaum, sem ef til vill hef- ur ekki verið eins frjór og skapandi og á fyrstu plötu stelpunnar en hann stjórnaði einnig tökkunum þar. Tónlist- arlega séð er Crossroads Ef ég ætti að lýsa plötu „Tod- mobile“ með einu orði myndi ég nota orð eins og frábær, framúrskarandi eða eitthvað slíkt. Það er allt til fyrirmynd- ar varðandi framleiðslu plöt- unnar; tónlistin og vinnsla hennar, frágangur umslags og textablaðs. „Todmobile“ er tvímælalaust einn af eðalvögn- um íslenskrar dægurtónlistar. þyngri og seinteknari en fyrsta platan. Tracey Chapman er ennþá við sama heygarðshorn- ið í textasmíðinni, stingur á ýmsum graftarkýlum og fjallar um hin margvíslegustu mál- efni s.s efnishyggju, mál Nel- son Mandela, stöðu utan- garðsfólks f Bandaríkjunum og baráttuanda þann er ein- kennir jafnréttisbaráttu svert- ingja víðsvegar í heiminum. Tracey Chapman er einmitt sterk málpípa þeirra og svo sannarlega er innlegg hennar til þessa málefnis og málefna hinna kúguðu þjóðfélagshópa af hinu góða. 0 Dýrið gengur laust: Blúir draumar Merkilegt fyrirbæri Smáskífan frá reykvísku pönksveitinni Dýrið gengur laust er örugglega „grófasta“ plata ársins, ef ekki áratugar- ins! Texti lagsins er algert klámníð um Bubba, Megas og Hörð Torfason, en ekki verður farið út í hann í smáatriðum, því þá yrði þetta tölublað sennilega bannað. Lagið var bannað að ég held á öllum útvarpsstöðv- unum, en það er í tveimur út- setningum á plötunni, pönk- aðri og svo trúbadorútsetn- ingu. Annars finnst mér hugarfarið að baki plötunni það merkilegasta við gripinn, þ.e að níða áðurnefnda tónlist- armenn í svaðið með svona „hommi-rass-ríða“ húmor. Hvað fá menn út úr því? Fyrr á öldum hefðu þeir sennilega verið hálshoggnir fyrir slíkt. Nú er tíðin hinsvegar önnur. Dýrið gengur laust er kraft- mikið band og að mínu mati ættu þeir að eyða kröftum sín- um á annan og betri hátt. Tracey Chapman: Crossroads Málpípa kúgadra ÞJÓÐLÍF 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.